Fréttir

Þór/KA sigraði Stjörnuna í úrslitaleik Lengjubikarsins

Stelpurnar okkar í Þór/KA eru Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Stjörnunni í dag 2-3. Mateja Zver skoraði 2 mörk og  Rakel Hönnudóttir 1. Störnustúlkur byrjuðu betur og komust í 1-0 með marki á  34. mínútu en Mateja Zver jafnaði leikinn á 62. mínútu. Stjarnan komst svo í 2-1 á 75. mín og Mateja jafnaði í 2-2 á 84 mínútu. Það var svo Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark Þór/KA í uppbótartíma.

Dómarar og tímaverðir á 6.fl. mótinu um helgina - tímar

Hér koma tímasetningar fyrir dómara og tímaverði á 6. flokks mótinu í KA-Heimilinu um helgina.

Undanúrslit í 2. deild kvenna í handbolta á fimmtudaginn

Það verður stórleikur í KA heimilinu á fimmtudaginn þegar KA/Þór mæta FH í undanúrslitum 2. deildar kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og hvetjum við alla stuðningsmenn til að fjölmenna.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar á fimmtudag

Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar fer fram nk. fimmtudagskvöld í KA-heimilinu og hefst kl. 20:30.

6. flokkur drengja: Aukaæfing á þriðjudag kl: 16:00

Aukaæfing á morgun, þriðjudaginn 28. apríl klukkan 16:00 í KA heimilinu hjá strákunum í 6. flokki. Kveðja Jóhannes Bjarnason

Vestmannaeyjaferð 6. flokks 30. apríl - 3. maí 2009

Hér á eftir fara nýjar upplýsingar varðandi ferðatilhögun 6. flokks til Vestmannaeyja.

Umfjöllun: Fram - KA

KA-menn léku gegn úrvalsdeildarliði Fram á sumardaginn fyrsta fyrir sunnan og tapaði með minnsta mögulega mun. Egill Ármann Kristinsson var á staðnum og skrifaði um leikinn.

Íslandsmót fullorðinna í júdó, enn einn titill hjá Helgu.

Íslandsmót fullorðinna í júdófór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 10 keppendur á mótinu.  Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -57kg. flokki kvenna.  Frammistaða KA á mótinu var eftirfarandi:

3. flokkur KA/Þór endaði í 3. sæti Íslandsmótsins

Stelpurnar í KA/Þór fóru suður um helgina til að keppa í undanúrslitum Íslandsmótsins. Mótherjarnir voru lið Stjörnustelpur sem enduðu í 2. sæti í deildinni en KA/Þór stúlkur enduðu í 3. sæti. Framan af leik var jafnt á öllum tölum en um miðbik fyrri hálfleiks fór allt í baklás hjá norðanstúlkum.

3. flokkur KA/Þór í úrslitakeppninni um helgina

3. flokkur KA/Þór leikur um helgina í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.  Liðið leikur á laugardag kl. 13:00 við Stjörnuna í undanúrslitum og síðan á sunnudag annað hvort um 3. sætið eða 1. sætið.  Allir leikirnir fara fram í Víkinni. Komið og hvetjið stelpurnar ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu.