Fréttir

Bikarkeppni fullorðinna.

Bikarkeppni fullorðinna, 1. umferð af 4, verður haldin í Reykjavík 28. febrúar n.k.  Við þurfum að tilkynna lið í síðasta lagi 12. febrúar 2009.  Þeir sem vilja taka þátt þurfa því að gera ráðstafanir til þess að eiga frí 28. febrúar.

4. flokkur: B-2 með 2 sigra

B-2 lið 4. flokks fór suður um helgina og lék tvo leiki. Leikirnir voru gegn Fylki og Víkingi og unnust þeir báðir naumlega eftir mikla spennu í lokin. Frammistaða strákanna var misjöfn um helgina, þeir léku á köflum mjög vel en duttu niður þess á milli. Ánægjulegast er að tveir sigrar unnust og að strákarnir hafi skemmt sér vel í ferðinni.

Stjarnan – KA, laugardaginn 7. feb. kl. 14.00

KA menn mættu mun ákveðnari til leiks í dag og ætluðu greinilega að vera einbeittari en í fyrri leiknum.  Einnig munaði um það að Aleksander Simeonov var í leikbanni hjá Stjörnunni.  Allt annað var að sjá leik KA og sigruðu þeir fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 22-25. 

Stjarnan – KA, föstudaginn 6. feb. kl. 20.00.

Það var fljótt ljóst að þetta var ekki dagur KA manna.  En leiknum seinkaði um 30 mín. vegna þess að hluta KA liðs vantaði. Rútubílstjórari liðins varð fyrir því óhappi að læsa lyklana inni í rútunni í Boragarnesi og tók það 2 klst. að opna bílinn. Ekki er þó alfarið hægt að skrifa slakan leik leikmanna liðsins á þessa uppákomu þar sem flestir leikmanna liðsins ferðuðust til Garðabæjar með öðrum hætti og fengu eðlilegan undirbúning undir leikinn.  

Riðlakeppni Soccerade lýkur um helgina

Bæði KA-liðin í Soccerademótinu eiga lokaleikina í sínum riðlum um helgina. Á morgun, laugardag, mætir meistaraflokkur Dalvík/Reyni og á sunnudaginn mætir 2. flokkur KS/Leiftri.

3. flokkur karla: Leikur á laugardaginn klukkan 11:00

Á laugardagsmorguninn kl: 11.00 leika KA - strákarnir síðasta heimaleik sinn í bili. Valsmenn koma þá í heimsókn og eru strákarnir staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til að landa sigri í þessum leik og snúa þar með ofan af þeirri taphrinu sem þeir voru komnir í.

6. flokkur drengja: Breyting á æfingatímum

Athugið breytingu á æfingatímum á laugardögum. Framvegis verða æfingar 6. flokks drengja klukkan 9:30 - 11:00 á laugardögum og verður þannig það sem eftir er tímabilsins.

Elmar Dan flytur til Noregs - Leikur með Tornado Måløy

Fyrirliði liðsins seinasta sumar, Elmar Dan Sigþórsson, hefur samið við norska 3. deildarliðið Tornado Måløy FK til tveggja ára en hann heldur út í byrjun mars.

KA-menn settu fjögur gegn Draupnismönnum

Þriðji sigurleikur KA kom á laugardagskvöldið sl. þegar þeir tóku á móti nýstofnuðu þriðjudeildarliði Draupnis í Soccerademótinu.

4. flokkur: A-liðið í undanúrslit bikars

Tvö lið 4. flokks karla léku í gær. A-liðið fór suður og lék í 8-liða úrslitum bikars gegn Gróttu B og unnu þann leik 29-19. Liðið er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar. B-2 fékk Völsung í heimsókn og tapaði þar 23-26.