29.08.2008
Nú er sú staða uppi í 4. flokk kvenna að þrátt fyrir ágætis fjölda á æfingum er engin hugrökk stúlka sem er til
í að standa í markinu. Ef þú hefur áhuga á því að standa í markinu hjá 4. flokki í vetur, eða langar til að
prófa, er hægt að ná af Stefáni Guðnasyni í síma 868-2396.
Að sjálfsögðu er öllum sem hafa áhuga á að æfa í vetur velkomið að hafa samband og prófa að mæta á
æfingar.
28.08.2008
Þar sem að æskuvinur minn og eðal-KA-maðurinn Gunnar Níelsson hefur á heimasíðu júdódeildar vitnað í atburð sem
átti sér stað í Grasagarðinum í Laugardal haustið 1997 þá telur sá er þetta ritar nauðsynlegt að segja frá
þessum atburði til að eyða öllum misskilningi. Frásögnin er eftirfarandi:
27.08.2008
Vetrarstarfið byrjar næsta mánudag. Það eru tvær æfingar eftir í þessari viku, júdóæfing á fimmtudaginn kl.
20:00 og síðan þrekæfing í Kjarnaskógi á föstudag kl. 20:00.
Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru:
26.08.2008
/*
Um komandi helgi er 4. flokkur karla í handbolta á leiðinni í æfingaferð til Ólafsfjarðar. Strákarnir
hófu æfingar fyrir um tveimur vikum síðan og hafa í heildina rúmlega 30 strákar verið að mæta á æfingarnar. Þrátt
fyrir að enn sé ágúst þá hefur mætingin aldrei farið undir tuttugu á æfingu sem er mjög gott.
23.08.2008
Leikur Íslands og Frakkalands um gullið á Ólympíuleikunum verður sýndur í Nýjabíó í fyrramálið. Leikurinn
við Spán var sýndur í gær og var húsfylli og stemmingin ólýsanleg.
Húsið opnar klukkan kl 07:00 í fyrramálið og leikurinn hefst kl 07:45. Dabbi Rún bíóstjóri lofar geggjaðri stemmingu og að
sjálfsögðu verður hægt að fá sér popp og kók í morgunmat.
Komum öll saman og styðjum "Strákana Okkar" í fyrramálið í Nýjabíó kl 07:00 !!!!!
22.08.2008
Í gærkvöldi tóku KA-menn á móti toppliði deildarinnar, Eyjamönnum, á glæsilegum Akureyrarvellinum. KA-menn sýndu mikinn karakter
í leiknum og uppskáru 2-1 sigur og fjórða sætið í bili.
22.08.2008
Æfingatöfluna má sjá á tenglinum "Æfingatafla" hér á heimasíðunni.
20.08.2008
Á mánudaginn var Akureyrarslagur af bestu gerð í öðrum flokk karla á Akureyrarvellinum en leikurinn var einnig áhugaverður fyrir þær
sakir að bæði lið eru að berjast í neðri hluta A-deildar og vantar sárnauðsynlega stig.
20.08.2008
Mættir: Ódi, Ingþór, Hans, Aggi,
Pétur.
Dagsskrá æfingar:
20.08.2008
Á morgun mætir KA toppliði ÍBV á Akureyrarvelli og hefst leikurinn klukkan 18.30. KA er sem stendur í 5. sæti á meðan ÍBV vantar
aðeins sex stig til að komast upp.
KA-stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 17:30 og þar verða Vinir Sagga fremstir í flokki áður en haldið verður á
Akureyrarvöll.