Fréttir

47 frá KA á Partille Cup

/* Hið alþjóðlega handboltamót Partille Cup í Svíþjóð fer fram í sumar eins og áður. Þar eru samankomnir yfir 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum að spila handbolta. Næstkomandi mánudag mun 4. flokkur KA fara á mótið (bæði drengir og stúlkur), eins og hefur ávallt verið annað hvert ár hjá KA, en allt í allt fara fjörtíu og sjö unglingar frá KA á mótið að spila.

Yfirlýsing frá Vinum Sagga - Allinn kl. 17:30 á föstudag!

Heimasíðunni barst yfirlýsing frá formanni stuðningsmannafélagsins ,,Vinir Sagga" en þeir eru að undirbúa sig fyrir nágrannaslaginn og vilja fá hjálp allra KA-manna!

Mikilvægur fundur á morgun - Framtíðarskipulag

Á morgun, mánudag, er fundur í KA-heimilinu kl. 20:00 um framtíðarskipulag á KA-svæðinu en eins og flestir ættu að hafa tekið eftir eru að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu og verður farið yfir stöðu mála í þeim efnum.

Umfjöllun: KA - Leiknir

KA-menn tóku á móti Leiknismönnum í dag í fínu veðri á Akureyrarvellinum en skemmst er frá því að segja að strákarnir völtuðu yfir Leiknismennina og unnu að lokum 6-0 sigur.

Upphitun: KA - Leiknir

Í dag mætast lið KA og Leiknis Reykjavíkur á Akureyrarvelli klukkan 16.00 og þarf liðið virkilega á stuðning áhorfenda á að halda. Vinir Sagga ætla að hita upp á Allanum klukkan 15.00 en þar verða þeir með nýja sendingu af bolum í sölu. Allir á völlinn!

Umfjöllun: Breiðablik - KA

KA sótti úrvalsdeildarlið Breiðabliks heim í 32-liða úrslitum í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru fallegar og Kópavogsvöllur skartaði sínu fegursta, veðrið með besta móti og áhorfendur alltof fáir (197). Svo fór að Blikar skoruðu eina mark leiksins úr aukaspyrnu en þar var að verki hinn sterki framherji Prince Linval Reuben Mathilda á 37. mínútu. Blikar því áfram í 16-liða úrslit.

Upphitun: Breiðablik - KA

Í kvöld leika okkar menn gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 18:00.

Strandblaksæfingarnar að hefjast

Þá eru strandblaksæfingarnar að hefjast hjá Blakdeild KA. Fyrsta æfingin verður núna á föstudaginn 20. júní á strandblaksvellinum við KA heimilið. Það eiga allir að mæta á sama tíma (strákar og stelpur) á fyrstu æfinguna kl. 17:30-19:00.

Umfjöllun: ÍBV - KA

Sl. laugardag ferðuðust KA-menn til Vestmannaeyja til að taka á toppliði ÍBV sem hafði ekki tapað stigi fyrir leikinn og einungis fengið á sig eitt mark fyrir leikinn.

Upphitun: ÍBV - KA

Á morgun, laugardag, fara strákarnir til Vestmannaeyja og etja kappi við topplið ÍBV. Ljóst er að leikurinn verður virkilega erfiður enda Eyjamenn efstir með fullt hús stiga. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Hásteinsvelli.