05.09.2008
Handboltatímabilið hefst nú um helgina með árlegu
æfingamóti sem að þessu sinni er kennt við veitingahúsið Greifann. Leikið er í íþróttahúsi Síðuskóla
þar sem bæði KA heimilið og Íþróttahöllin eru í notkun fyrir stórmót í blaki.
Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar um Greifamótið.
04.09.2008
Æfingargjöld leggjast inn á reikning 302-26-50530. Kennitala: 561089-2569. Taka verður fram nafn
barns og kennitölu.
Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að
áramótum í heild sinni. ( 4 mán ).
Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn.
K. Hilmar Trausti
04.09.2008
Í gærkvöldi mættust KA og Þór í síðari leik liðanna í sumar en KA-menn stálu sigrinum í síðasta leik
með sigurmarki í uppbótartíma og áttu Þórsarar því harma að hefna frá þeim leik.
03.09.2008
Í gærkvöldi (þriðjudag) gengu Árni Þór Sigtryggsson og Akureyri Handboltafélag
formlega frá samningi um að hann leiki með liðinu á komandi leiktímabili. Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir handboltann á Akureyri en
Árni er örvhent skytta og frábær spilari sem öll lið vilja hafa í sínum röðum.
Jafnframt er danski markvörðurinn Jesper Sjøgren kominn til liðsins.
Nánar á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags.
02.09.2008
U18 ára landslið Íslands hefur lokið keppni á æfingamóti í Tékklandi sem fram fór í síðustu viku. Eins og kunnugt er
voru tveir KA-menn í hópnum, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson og stóðu þeir sig með prýði ytra.
02.09.2008
Þá er komið að næstsíðasta heimaleik okkar manna í sumar og það er stórleikur gegn erkifjendunum í Þór. Leikurinn
hefst kl. 18:00 og fer auðvitað fram á Akureyrarvellinum.
02.09.2008
KA-menn endurheimtu fjórða sætið með 3-2 sigri á Leikni í Breiðholtinu á laugardaginn en upphaflega átti leikurinn að fara fram deginum
áður en vegna veðurs komust KA-menn ekki suður þá.
01.09.2008
Júdóæfingar hefjast í dag skv. æfingatöflu. Nýliðar þurfa ekki að skrá sig, bara að mæta, ekkert óþarfa
vesen.
31.08.2008
4. flokkur karla í handbolta fór um helgina í æfingaferð til Ólafsfjarðar. Þar var m.a. æft það sem lagt verður upp með
í vetur en forkeppni fyrir Íslandsmótið er eftir tvær vikur hjá flokknum. Einnig var þetta gott tækifæri fyrir hópinn að ná
enn betur saman. 27 drengir fóru í ferðina en nokkrir komust ekki með þar sem þeir voru í öðrum landshluta eða jafnvel erlendis. Ferðin
heppnaðist mjög vel og verða hér birtar myndir frá ferðinni.
30.08.2008
Mánudaginn 1. september eru allir áhugamenn um handbolta á Akureyri boðaðir á fund sem haldinn
verður í kaffiteríu Íþróttahallarinnar. Þar verður vetrarstarfið kynnt en ætlunin er að skapa skemmtilega og magnaða stemmingu
í kringum heimaleiki liðsins í vetur. Á fundinum verða kynntar ýmsar hugmyndir sem uppi eru auk annarra mála sem eru í farvatninu.
Upphaflega var meiningin að halda þennan fund fyrir nokkrum dögum síðan en því miður varð að fresta honum þá en nú er allt til
reiðu og öruggt að af fundingum verður á mánudaginn.
Allir þeir sem láta sig varða handboltann á Akureyri og eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til strákana okkar eru hvattir til að koma
á fundinn og taka sem flesta með sér. Fundurinn verður eins og áður segir í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:00 og í
leiðinni verður hægt að kíkja á nýtt parketgólf hallarinnar en nú er verið að leggja lokahönd á lagningu þess.