03.05.2008
Í hinni árlegu spá hjá sparkvefsíðunni Fótbolta.net fyrir fyrstu deildina var KA spáð áttunda
sætinu en það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem spá.
03.05.2008
KA leikur sinn síðasta leik á sunnudaginn áður en Íslandsmótið hefst en um er að ræða minningarleik gegn nágrönnunum í
Þór.
30.04.2008
Dagana 2.-4. maí fer fram 5. umferð í Íslandsmóti 6. flokks karla hér á Akureyri. Mótið fer fram hér á Akureyri og nefnist
Hagkaupsmót KA og Þórs. Leikið er í KA-húsinu við Dalsbraut svo og í Síðuskóla við Bugðusíðu.
Upplýsingar um leikjafyrirkomulag er hægt
að nálgast hér.
28.04.2008
B-lið 4. flokks lék til úrslita á Íslandsmótinu í dag gegn Fram. Í gær vann
liðið sem kunnugt er frábæran sigur á Gróttu sem liðið hafði ekki náð að sigra áður í vetur. Leikurinn í dag
fór ekki líkt og vonast var til og vann Fram stóran sigur á KA. KA-menn mega þó vel við una en bæði A og B lið 4. flokks fóru
í úrslitaleiki Íslandsmótsins þetta tímabilið.
26.04.2008
Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að B lið 4. flokks karla sigraði Gróttu í undanúrslítaleik
Íslandsmótsins núna rétt í þessu 20-14 eftir að hafa verið yfir 11-8 í hálfleik. Strákarnir munu því leika til
úrslita á morgun um Íslandsmeistaratitilinn en andstæðingur þeirra verða Frammarar. Úrslitaleikurinn verður klukkan 14:30 í Austurbergi.
Þetta er frábært hjá strákunum og gaman ef þeim tekst að bæta árangur A liðsins sem einnig lék til úrslita í
sínum flokki um síðustu helgi en hafnaði þá í öðru sæti.
24.04.2008
B lið 4. flokks kvenna brunaði í gær, síðasta vetrardag, suður til að etja kappi við Gróttu2 í 8 liða úrslitum
Íslandsmótsins.
Leikurinn hófst af krafti, stemmingin í húsinu var stórgóð og mikið af áhorfendum og látum. Óákveðni og mistök
einkenndu sóknarleikinn í fyrri hálfleik skiluðu fáum mörkum, en gríðarlega sterk vörn KA stúlkna skilaði sömuleiðins
fáum mörkum á móti.
24.04.2008
B-lið 4. flokks karla vann í dag HK sannfærandi í 8-liða úrslitum Íslandsmótins. KA byrjaði leikinn afar vel og komst í 7-2. Leikur KA
datt aðeins niður eftir það og staðan í hálfleik var svo 9-6. Í seinni hálfleik voru strákarnir mikið sterkari og komust mest 10
mörkum yfir. Lokatölur urðu svo 23-15 sigur.
24.04.2008
Nú rétt í þessu var leikur KA og HK að ljúka í Kórnum í Kópavogi. Heimamenn höfðu betur 3-1. Það var Haukur
Hinriksson sem skoraði mark KA manna gegn Úrvaldsdeildarliðinu.
23.04.2008
Miðjumaðurinn Steinn Gunnarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp U19 karla sem heldur til Noregs á laugardaginn til að taka þátt
í milliriðli EM en hann kemur inn í hópinn í stað Viktors Unnars Illugasonar leikmanns Reading sem er meiddur.
23.04.2008
B-lið 4. flokks karla á leik í 8 liða úrslitum á morgun, fimmtudag. Þá mæta strákarnir HK í KA heimilinu og hefst leikurinn
klukkan 15:00. Ef KA nær að sigra farar strákarnir suður strax um helgina í undanúrslit og síðan í úrslitaleikinn eða þá
í leik um þriðja sæti.