02.04.2008
Fréttin sem rituð var um ráðningu Sigfús Helgasonar framkvæmdastjóra og formanns Þórs í stöðu framkvæmdastjóra KA,
var aprílgabb. Fréttin fékk gríðarlegar viðtökur í gær og létu fjölmargir blekkjast. Það var Óskar Þór
Halldórsson sem átti heiðurinn af fréttinni, en hugmyndin kveiknaði á fundi nokkurra KA manna um síðastliðna helgi.
01.04.2008
Sigfús Ólafur Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KA. Stjórn félagsins gekk frá ráðningu hans í
gær og komst hún að einróma niðurstöðu. Sigfús var einn átta umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra KA, en
umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Síðasti starfsdagur Gunnars Jónssonar, framkvæmdastjóra KA, var í gær, en
þó er ljóst að hann mun um hríð verða með annan fótinn í KA-heimilinu og koma nýjum framkvæmdastjóra inn í
starfið.
31.03.2008
Það er greinilegt að KA menn eiga öflugt lið í blakinu þessa dagana. Alla vega fóru þeir hlaðnir verðlaunum af lokahófi Blaksambandsins
sem fram fór á laugardagskvöldið var.
31.03.2008
tjarnan - KA 3-0 (25-20, 25-18, 25-18)
Þar sem leikurinn hafði enga sérstaka þýðingu fyrir KA menn ákvað Marek Bernat þjálfari liðsins að gefa yngri leikmönnum
þess færi á að spila í leiknum og léku KA menn án Piotr Kempesty og Davíðs Búa Halldórssonar. Ungu strákarnir
stóðu sig með prýði og stóðu töluvert í meisturunum í öllum hrinunum.
29.03.2008
KA menn tryggðu sér silfurverðlaunin í deildarkeppninni í blaki í gær með 3-2 sigri gegn Ísland- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leikurinn
í Ásgarði í kvöld bar þess merki að í liðin vantaði lykilleikmenn.
27.03.2008
Þá er loksins búið að ráða þjálfara fyrir hinn efnilega annan flokk hjá KA en strax í haust varð ljóst að Örlygur
Þór Helgason yrði ekki áfram með flokkinn þar sem hann tók við meistaraflokki Dalvíkur/Reynis.
19.03.2008
Lúðvík S. Georgsson, varaformaður Knattspyrnusambands Íslands og formaður mannvirkjanefndar KSÍ, hélt 14. mars sl. afar fróðlegan fyrirlestur
í KA-heimilinu um uppbyggingu knattspyrnuvalla á Íslandi og beindi hann sjónum einkum að þeirri þróun sem orðið hefur í uppbyggingu
gervigrasvalla, sem hann sagðist vilja kalla keppnisgrasvelli.
18.03.2008
Um helgina lauk ótrúlegri sigurgöngu KA-liðsins
En um liðna helgi töpuðu KA-menn sinni fyrstu hrinu gegn ÍS í undanúrslitum Brosbikarsins þar sem þeir töpuðu gegn ÍS 25-18 en
þar á undan höfðu KA menn ekki tapað hrinu síðan þann 17. nóvember þegar þeir töpuðu 3-0 gegn Þrótti R. Sigurgangan
hófst síðan þann 7. desember og endaði 15. mars og stóð því yfir í 100 daga.
16.03.2008
Eins og glöggir gestir KA - Heimilisins hafa tekið eftir þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í félagsheimilnu undanfarnar vikur. Búið
er að skipta um gólfefni og mála í samkomusalnum, á næstunni verður svo fundarherbergið tekið í gegn. Það var snillingurinn Tryggvi
"Tryggur" Gunnars sem tók að sér byggingarstjórastöðuna en málarameistari var Halldór "Dóri" Aðalsteinsson.
16.03.2008
KA spilaði úrslitaleikinn í Bros-bikarnum í dag gegn Stjörnunni. Leikurinn var jafn og spennandi en Stjarnan vann 3-1. KA-ÍS 3-2 (21-25,30-28,25-20,25-16).
Í gær spilaði KA í undanúrslitum og vann þá ÍS 3-2 25-18,20-25,18-25,25-19,15-7)í leik sem lauk ekki fyrr kl: 22:00 í um
kvöldið. Það er ljóst að þessi erfiði 5 hrinu leikur sat í KA mönnum í dag en þreytu fór að gæta hjá
þeim þegar leið á leikinn.