24.04.2008
Nú rétt í þessu var leikur KA og HK að ljúka í Kórnum í Kópavogi. Heimamenn höfðu betur 3-1. Það var Haukur
Hinriksson sem skoraði mark KA manna gegn Úrvaldsdeildarliðinu.
23.04.2008
Miðjumaðurinn Steinn Gunnarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp U19 karla sem heldur til Noregs á laugardaginn til að taka þátt
í milliriðli EM en hann kemur inn í hópinn í stað Viktors Unnars Illugasonar leikmanns Reading sem er meiddur.
23.04.2008
B-lið 4. flokks karla á leik í 8 liða úrslitum á morgun, fimmtudag. Þá mæta strákarnir HK í KA heimilinu og hefst leikurinn
klukkan 15:00. Ef KA nær að sigra farar strákarnir suður strax um helgina í undanúrslit og síðan í úrslitaleikinn eða þá
í leik um þriðja sæti.
23.04.2008
Strákarnir munu fara suður á morgun, sumardaginn fyrsta, og mæta úrvalsdeildarliði HK í æfingaleik sem fer fram í Kórnum og hefst hann
kl. 10:30.
21.04.2008
Lið frá Blakdeild KA náðu frábærum árangri á yngriflokkamóti BLÍ sem fór fram um helgina í Mosfellsbæ. Annar
flokkur karla vann HK örugglega 3-0 í síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en liðið hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir
leikinn. Þriðji flokkur kvenna átti frábært mót, vann alla sína leiki og vann sig upp úr þriðja sæti, frá fyrra
móti ársins, í það fyrsta. Fimmti flokkur a liða vann alla sýna leiki og tryggði sér Íslandsmeistartitilinn af öryggi.
Fjórði flokkur kvenna fékk bronsverðlaun. Blakdeild KA hefur aldrei fengið jafn marga Íslandsmeistaratitla á einu og sama árinu í
yngriflokkum.
20.04.2008
Nú er rétt nýlokið æsispennandi úrslitaleik um Íslandsmeistaratign A liða í 4. flokki karla. KA strákar léku
úrslitaleikinn gegn FH og fór leikurinn fram í Hafnarfirði fyrir fullu húsi heimamanna. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik
en KA ávallt með frumkvæði og hafði eins marks forystu í hálfleik 12-11. Sama spenna hélst í síðari hálfleik en svo fór
að FH hafði eins marks sigur 22-21 en KA strákar áttu síðustu sóknina í leiknum en náðu ekki að jafna metin.
Að vonum eru strákarnir svekktir enda voru þeir svo nálægt því að krækja í titilinn, en þess ber að geta að árangur
þeirra í vetur er búinn að vera frábær og þeir eru deildarmeistarar.
20.04.2008
Annar flokkurinn lék sinn fyrsta alvöruleik undir stjórn Eggerts nýráðins þjálfara í gærkvöldi gegn meistaraflokki KS/Leifturs en
þeir voru þó ekki með alla sína sterkustu menn.
19.04.2008
KA strákarnir í 4. flokki A-liða sigruðu í dag Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins 27-22 og eru þar með komnir í
úrslitaleikinn sem verður leikinn á morgun, sunnudag klukkan 12:30 í Strandgötunni í Hafnarfirði.
18.04.2008
Stelpurnar í A liði fóru suður í gær til að keppa við HK í 8 liða úrslitum.
Fyrirfram var vitað að leikurinn yrði erfiður. KA stelpurnar hafa leikið í 2. deildinni í vetur og staðið sig þar með sóma
þrátt fyrir stöku mótlæti. HK hefur á að skipa gríðarlega breiðum hóp af sterkum handboltastelpum og eru núverandi deildar- og
bikarmeistarar 4. flokks kvenna. Það sem þó gerði stöðuna enn erfiðari fyrir stelpurnar var að þetta var fjórði leikurinn
þeirra á aðeins sex dögum.
17.04.2008
Um helgina fara strákarnir í A-liði 4. flokks suður að leika á úrslitahelgi yngri flokka. Á laugardag leika þeir í undanúrslitum
gegn nágrönnum sínum í Þór. Leikurinn fer fram í Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14:00 og er fólk á
höfuðborgarsvæðinu eindregið hvatt til þess að mæta og sjá hörkuleik. Nái strákarnir að sigra þann leik munu þeir
spila um gullið á Íslandsmótinu á sunnudag.