24.02.2008
4. flokkur karla lék við Þór á miðvikudagskvöld en bæði A og B lið áttust við í
Síðuskóla. Segja má að KA hafi verið mun sterkara í báðum leikjunum og unnið örugga sigra. Í A-liðum vann KA 21-28 eftir að
hafa verið 10-14 yfir í hálfleik. Í B-liðum vann KA 21-26 eftir að hafa leitt 10-14 í hálfleik. Í A-liðum er KA á toppi deildarinnar
og með fæst töpuð stig. B liðið á góðan séns á að ná öðru sæti deildarinnar.
21.02.2008
Á laugardaginn ætlum við að halda mót fyrir A hópana, A-2 til A-7.Mótið hefst kl 13:30 og eiga iðkendur að mæta kl 13:00
Börnin fá með sér blað heim með nánari upplýsingum.
21.02.2008
Stjórn fimleikafélagsins vantar heimasíðustjóra strax til starfa.Nánari upplýsingar gefur Þórhildur í síma 862-4258.
19.02.2008
Á morgun, miðvikudag, fara fram hörkuleikir í 4. flokki karla. Þá verður Akureyrarslagur milli KA og Þór en leikirnir fara
fram í Síðuskóla. A-liðin munu hefja leik klukkan 20:00 og B-liðin þar á eftir eða klukkan 21:00.
Fólk er eindregið hvatt til að mæta á leikina og sjá unga handboltamenn í bænum. KA hefur unnið báða leikina í B-liðunum til
þessa en í A-liðinum var jafntefli í fyrri leiknum og KA vann svo seinni leikinn.
18.02.2008
Mikið fjölmenni var á aðalfundi knattspyrnudeildar K.A. sem haldinn var í kvöld. Alls voru mættir 68 félagar, en sjaldan hafa verið jafn margir á aðalfundi hjá félaginu. Fráfarandi formaður Tómas L. Vilbergsson setti fundinn og tilnefndi Gunnar Níelsson sem fundarstjóra og Gunnar Þórir Björnsson sem fundarritara. Næst fór Tómas yfir starfsemi liðins árs og bar þar hæst íslandsmeistaratilill 3. flokks karla. Næst fóru Bjarni Áskelsson og Gunnar Jónsson yfir reikninga knattspyrnudeildarinnar. Velta deildarinnar jókst töluvert á milli ára. Þá var gengið kosningar nýrrar stjórnar og var hún samþykkt með lófaklappi. Nýja stjórn skipa, Gunnar Gunnarsson sem verður formaður, Bjarni Áskelsson, Valgerður Davíðsdóttir, Hallur Stefánsson, Gunnar Níelsson, Tómas Lárus Vilbergsson og Auðunn Víglundsson . Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.Nokkrar umræður sköpuðust undir liðnum ýmis mál, s.s. um fyrirhugaðar vallarframkvæmdir á K.A. svæðinu. Tómas Lárus færði Magnúsi Sigurólasyni og Gunnari Gunnarssyni gjafir og þakkir fyrir þeirra störf í þágu knattspyrnudeildarinnar en Magnús hættir stjórnarstörfum eftir magra ára stjórnarsetu og Gunnar lét nýlega af stöfum sem framkvæmdastjór deildarinnar eftir 6 ára starf.Í lok fundar var fundargestum boðið uppá veitingar í boði knattspyrnudeildar.Myndir frá fundinum hér
18.02.2008
Pétur Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari allra flokka félagsins, en í því felst yfirumsjón og samræming
þjálfunar hjá félaginu.
18.02.2008
Bikarmót FSÍ 2008 fór fram um helgina 16.til 17.febrúar í Versölum hjá
Gerplu. 3 lið frá Fimleikafélagi Akureyrar tóku þátt á mótinu.Eitt lið í 4.þrepi pilta.
17.02.2008
KA-piltar kræktu sér í sex mikilvæg stig um helgina þegar Reykjavíkur-Þróttarar komu í heimsókn. Liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið 23 hrinur í röð í deild og bikar. Eftir leiki helgarinnar er KA komið í mikinn slag við Þrótt og Stjörnuna um toppsætið í deildinni. Stjarnan og KA eiga eftir að mætast tvívegis en KA á einnig eftir tvo leiki við HK.
16.02.2008
KA-piltar kræktu sér í sex mikilvæg stig um helgina þegar Reykjavíkur-Þróttarar komu í heimsókn. Liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið 23 hrinur í röð í deild og bikar. Eftir leiki helgarinnar er KA komið í mikinn slag við Þrótt og Stjörnuna um toppsætið í deildinni. Stjarnan og KA eiga eftir að mætast tvívegis en KA á einnig eftir tvo leiki við HK.Staða efstu liða: Stjarnan 32 stig eftir 11 leiki Þróttur 29 stig eftir 13 leiki KA 27 stig eftir 12 leiki
16.02.2008
KA vann enn einn 3-0 sigur sinn í deildinni í kvöld þegar Þróttarar lágu í valnum. Þróttur er sem stendur í toppsæti deildarinnar en með sigrinum er KA farið að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna. Nú er KA-liðið búið að vinna 20 hrinur í röð í deild og bikar og virðist komið á gott skrið.KA og Þróttur spila aftur á morgun, laugardag kl 16:00.