09.04.2008
Velkomin á nýtt heimili handknattsleiksdeildar K.A. á vefnum. Eins og oft vill verða þegar nýjir hlutir eru teknir í notkun eru nokkrir hnökrar
á síðunni. Við búumst við að allt verði komið í samt lag undir lok vikunnar. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
09.04.2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ mun miðvikudaginn 9. apríl n.k. halda fyrirlestur á vegum
yngriflokkaráðs KA sem hann nefnir „Hvað þarf til að ná langt í knattspyrnu?“.
09.04.2008
Hinn áttatíu og sex ára gamli taívanski Chen Tsai-chi náði þeim merka áfanga að fá 9.dan þann 31. Desember
sl. Gráðan er nokkurs konar heiðurgráða og fær hann hana fyrir ævistarf sitt, m.a. fyrir að kenna grunnskólabörnum judo
í 53 ár. Hann hefur æft judo frá 15 ára aldri. 9.dan er næsthæsta gráðan í júdó og
er hann einn fárra í heiminum sem getur með sanni borið rautt belti. Nú er bara að bíða og vona að hann lifi svo lengi að hann
nái 10.dan.
09.04.2008
Kyu mót I. 2008 verður haldið í ÍR heimilinu Laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um mótið í
meðfylgjandi skjali.Samhliða mótinu verður haldið dómaranámskeið og próf.Námskeiðið verður Föstudagskvöldið 15. feb.
frá kl. 19-21 og verður það einnig í ÍR heimilinu.Daginn eftir þurfa þeir sem ætla í próf að dæma á Kyu
mótinu.Þeir sem ætla á dómaranámskeiðið eru beðnir að skrá sig á sama blað og keppendur skrá sig og taka þar
fram í dálknum Ath. að þetta sé skráning á námskeiðið.
Skráningarfrestur bæði á mót og dómaranámskeið er til hádegis miðvikudagsins 13. febrúar.
09.04.2008
Eins og greint var frá í síðustu viku, þá lét Gunnar Jónsson af störfum framkvæmdastjóra þann 31. mars s.l. Gunnar hefur
nú snúið til annara starfa eftir um 10 ár hjá félaginu.
09.04.2008
Í kvöld lék KA gegn Þrótti Rvík. í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA menn þurftu sigur til að
knýja fram oddaleik á Akureyri, eftir tapið á sunnudaginn. Skemmst er frá að segja að leikurinn var æsispennandi frá fyrstu
mínútu. Skiptust liðin á að vinna og þurfti oddahrinu til að skera úr um sigur og í henni hafði
Þróttur betur. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Þrótt og KA menn eru úr leik í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.
08.04.2008
Það er að duga eða drepast fyrir KA í úrslitakeppninni í blaki í kvöld en liðið mætir Þrótti Reykjavík í
úrslitakeppninni í blaki. Þróttur vann fyrsta leik liðanna 3-0 í hörkuleik og það er ljóst að hart verður barist i kvöld um
sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn er kl. 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans að Háteigsvegi
í Reykjavík í kvöld. Við hvetjum KA menn í Rvk. að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.
06.04.2008
Leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akureyri kl. 13:00 næstkomandi sunnudag 6. apríl. Búast má við spennandi leik en liðin hafa skiptst á
að vinna hvort annað í vetur en KA vann sér heimaleikja rétt í þriðja leik ef til hans kemur með því að leggja Stjörnuna 3-2 um
síðustu helgi. Við hvetjum alla KA menn til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.
06.04.2008
KA-Þróttur R 0:3 (19-25, 20-25, 23-25)
KA átti ekki góðan dag gegn Þrótti og tapaði illa 0:3. Annar leikur í einvíginu er fyrir sunnan á þriðjudag og ef KA nær
sigri þar þá verður úrslitaleikurinn fyrir norðan á fimmtudag.
Stig KA (sókn-hávörn-uppgjöf): Piotr Kampisty 14 (14-0-0), Davíð Búi Halldórsson 7 (7-0-0), Filip Szewczyk 7 (3-2-2), Kristján Valdimarsson 4
(3-0-1), Hafsteinn Valdimarsson 3 (3-0-0), Hilmar Sigurjónsson 2 (1-0-1). Mistök andstæðinga 25.
03.04.2008
Leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akureyri kl. 13:00 næstkomandi sunnudag 6. apríl. Búast má við spennandi leik en liðin hafa skiptst á
að vinna hvort annað í vetur en KA vann sér heimaleikja rétt í þriðja leik ef til hans kemur með því að leggja Stjörnuna 3-2 um
síðustu helgi. Við hvetjum alla KA menn til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.