Fréttir

Fimm dagar - Myndaveisla frá Portúgal

Auðunn Víglundsson, varamaður í stjórn og fararstjóri í Portúgal, var með myndavélina á lofti í ferðinni og við ætlum að líta á nokkrar velvaldar myndir úr ferðinni.

Sex dagar - Almarr Ormarsson í viðtali: Þrjú stig í öllum leikjum

Heimasíðan sló á þráðinn til fyrirliðans Almarrs Ormarssonar og spurði hann út í komandi sumar, nýju stöðuna hans og fleira en nú eru ekki nema sex dagar þar til boltinn fer að rúlla í deildinni!

Árlegt kynningarkvöld á föstudaginn

Föstudagskvöldið komandi verður hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA kl. 20:30 í KA-heimilinu.

Aðalfundur Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í KA heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði deildarinnar.

Myndaveisla: Strákarnir skelltu sér í ísbað

Það er ekkert slegið slöku við í æfingum þrátt fyrir að það sé einungis vika í mót en eftir æfingu dagsins skelltu strákarnir sér í ísbað áður en farið var í heita pottinn að slaka á. Við skulum líta á hvernig það gekk.

Yfirliðsbræður í KA-Heimilinu

Mánudaginn 12 maí ( annar í hvítasunnu ) kl.20 verður haldin söng og grínskemmtun í KA-heimilinu með þeim Yfirliðsbræðrum. Yfirliðsbræður eru þeir Óskar Pétursson og Örn Árnason ásamt undirleikaranum Jónasi Þórir.

Opinn fundur hjá Vinum Sagga

Vinir Sagga, stuðningsmannafélagið ötula, ætlar að halda opinn fund um komandi sumar á fimmtudagskvöldið nk. kl 20:30 í KA-heimilinu.

KA sigur á Þór í síðasta leik fyrir mót

Það var blíðskaparveður er leikur KA og Þórs hófst í dag í Boganum. Leikurinn var minningarleikur um fyrrverandi formann Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2-2. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KA 5-4. Þessi leikur var síðasti æfingarleikurinn fyrir mót sem hefst í næstu viku.

Íslandsmót karla 6. flokkur lokaúrslit

Um helgina fór fram Íslandsmót 6. flokks stráka sem haldið var af KA og Þór.  Hér má sjá öll úrslit og lagfærða lokastöðu mótsins.

KA lagði Þór í vináttuleik

Nú er nýlega lokið leik KA og Þórs. Leikurinn var minningarleikur um fyrrverandi formann Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2-2, því þurfti að framlengja og var staðan jöfn eftir framlenginu. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KA 5-4. Þessi leikur var síðasti æfingarleikurinn fyrir mót sem hefst í næstu viku. Nánari umfjöllun er að vænta á næstu dögum.