Fréttir

Akureyrarmót

Akureyrarmót verður í Glerárskóla 20.apríl fyrir M hópa.

Akureyrarfjör

Akureyrafjör verður í Ka heimilinu 12-13 apríl.

KA fær góðan stuðning frá Landsbankanum

Í dag, miðvikudaginn 5. mars, undirrituðu fulltrúar Landsbankans, þeir Helgi Teitur Helgason og Birgir Björn Svavarsson, útibússtjórar á Akureyri og hins vegar þeir Árni Jóhannsson og Gunnar Jónsson, fulltrúar Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, undir viðauka við styktarsamning Landsbankans og Knattspyrnufélags Akureyrar í tilefni af 80 ára afmælisári félagsins. Viðaukinn felur í sér aukinn styrk til KA á afmælisárinu.

Kvennalið KA tapaði 2-0 fyrir Skautafélaginu

Kvennalið KA og Skauptafélag Akureyrar áttust við í 2. deild kvenna í KA heimilinu gærkveldi. Lið Skautafélagsins vann öruggan sigur 2-0 (25-8) (25-14).

6.þreps mót í áhaldafimleikum

Laugardaginn 1.mars var haldið 6.þreps mót í áhaldafimleikum í  íþróttahúsi Glerárskóla.  Fjórir hópar tóku þátt í þessu móti, þeir voru F1a,F2,F3 og F4.  Keppt var á slá, tvíslá,stökki og dýnuæfingu.

KA-HK 2. flokkur - Nánar

KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsilega í 3 hringum gegn engri (24-26) (21-25) og (12-25). Sjá myndir af móttöku við heimkomuna. 

Ekki besti dagur strákanna en sigur samt A-lið 4. flokks mættu Aftureldingu á laugardag. Strax frá byrjum sást að strákarnir voru ekki nógu vel stemmdir í þennan leik og var leikurinn jafn allan tímann. Eftir jafnan leik náði KA að knýja fram sigur, 25-22, eftir að hafa hreinlega átt slakan dag.

Góður árangur Fimak-stúlkna á Íslandsmóti í Þrepum

Íslandsmótið í þrepum var haldið laugardaginn 1.mars í Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnafirði.Krýndir voru Íslandsmeistarar í öllum 5 þrepum íslenska fimleikastigans, stúlkna og pilta.

5. flokkur KA vann Goðamótið

KA náði frábærum árangri á Goðamóti Þórs í fimmta flokki karla, sem lauk ídag. KA varð Goðamótsmeistari í bæði A- og B-liðum, í þriðja sæti í C-liðumog D-liðum og fimmta sæti og þar með B-úrslitameistarar í E-liðum.

KA menn Íslandsmeistarar í 2. fl. karla !

KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki karla með því að leggja HK glæsliega í 3 hringum gegn engri (24-26) (21-25) og (12-25) KA vann fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 3-0 tapaði öðrum leik liðanna 1-3 en vann síðan í dag eins og áður segir 3-0. KA menn eru þannig búnir að tryggja sér titilinn með 7 stig gegn 3 þó að einn leikur sé eftir í viðureiginni en hann fer fram 20. apríl á yngriflokkamóti BLÍ. Til hamingju strákar með glæslegan árangur! :D