Fréttir

Sala að hefjast í Arsenalskólann

Arsenalskólinn fer fram 20.-24. júní 2012 og sala hefst eftir rúma viku á plássum í skólann. Nánar með því að smella á myndina eða á http://ka.fun.is/arsenal

Töfluröð 1. deildar sumarið 2012

Nú liggur fyrir töfluröð fyrir komandi keppnistímabil í 1. deildinni, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ sl. laugardag. Hér er einungis um að umferðarröðina, en dagsetningar leikjanna liggja ekki fyrir. Eins og sjá má byrjar KA á tveimur útileikjum gegn Breiðholtsliðunum báðum. Á móti kemur síðan að síðari umferðin hefst á tveimur heimaleikjum og því er uppi sú óvenjulega staða að KA er með þrjá heimaleiki í röð um mitt sumar. KA lýkur síðan móti með lengsta ferðalaginu á útivöll - vestur á Ísafjörð. Það sem er vissulega nokkuð óvenjulegt við komandi keppnistímabil er fjöldi liða í deildinni af landsbyggðinni. Þau voru reyndar fimm sl. sumar, en fjölgar nú um eitt. Upp úr 1. deildinni fóru tvö landsbyggðarlið - ÍA og Selfoss - og úr deildinni féllu tvö lið af höfuðborgarsvæðinu - HK og Grótta. Úr Pepsídeildinni féllu niður í 1. deild annars vegar Þór Ak og hins vegar Víkingur R. Upp í 1. deildinni úr 2. deild komu Tindastól á Sauðárkróki og Höttur á Egilsstöðum. Helmingur liða í 1. deildanna næsta sumar kemur af landsbyggðinni: KA, Þór, Víkingur Ó, BÍ/Bolungarvík, Tindastóll og Höttur. Hin sex liðin eru af höfuðborgarsvæðinu: Haukar, Leiknir, ÍR, Víkingur R, Þróttur R og Fjölnir. Töfluröðin fyrir komandi keppnistímabil er sem hér segir: 1. umferð:ÍR-KA 2. umferð:Leiknir-KA 3. umferð:KA-Víkingur 4. umferð:Fjölnir-KA 5. umferð:KA-Tindastóll 6. umferð:Höttur-KA 7. umferð:KA-Þór 8. umferð:Þróttur R-KA 9. umferð:KA-Haukar 10. umferð:Víkingur Ó-KA 11. umferð:KA-BÍ-Bolungarvík 12. umferð:KA-ÍR 13. umferð:KA-Leiknir R 14. umferð:Víkingur R-KA 15. umferð:KA-Fjölnir 16. umferð:Tindastóll-KA 17. umferð:KA-Höttur 18. umferð:Þór-KA 19. umferð:KA-Þróttur R 20. umferð:Haukar-KA 21. umferð:KA-Víkingur Ó 22. umferð:BÍ/Bolungarvík-KA

Fjölmargir KA-krakkar á landsliðsæfingar um komandi helgi

Fjölmargir KA-krakkar eru boðaðir á landsliðsúrtaksæfingar í sínum aldurshópi um komandi helgi. Í landsliðshópi U17-kvenna er Lára Einarsdóttir boðuð á æfingar og í U-19 landsliðshópi kvenna er Helena Einarsdóttir boðuð á æfingar. Einnig verða úrtaksæfingar í Boganum fyrir drengi af Norðurlandi f. 1997 - þ.e. á yngra ári í 3. flokki.

Lára og Helena í landsliðsúrtaki

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir (f. 1995) og Helena Jónsdóttir (f. 1994) hafa verið valdar á úrtaksæfingar um komandi helgi í annars vegar U-17 landsliði og hins vegar U-19 landsliði kvk. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem stelpurnar eru boðaðar á landsliðsæfingar.

Fannar við æfingar hjá Tottenham

Fannar Hafsteinsson markvörður hjá KA og U-17 landsliðinu verður þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.

Fjórir KA-strákar í landsliðsúrtak

Fjórir piltar úr KA hafa verið valdir í U-17 landsliðsúrtak um komandi helgi. Þetta eru þeir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, báðir fæddir 1995, og Ívar Örn Árnason og Gauta Gautason, báðir fæddir árið 1996.

Ómar spilaði allan leikinn gegn Norðmönnum

KA-maðurinn Ómar Friðriksson spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í gær í 2-2 jafntefli gegn Norðmönnum.

Bjarki Baldvinsson til liðs við KA

Húsvíkingurinn Bjarki Baldvinsson hefur gengið til liðs við KA og mun hann spila með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Gengið var í dag frá samningi við Bjarka til tveggja ára.

Æfingum í Boganum aflýst í dag - fimmtudaginn 27. október!

Öllum æfingum KA í knattspyrnu í dag, fimmtudaginn 27. október, í Boganum er aflýst vegna hreinsunar sem ráðist var í í morgun á gervigrasinu í Boganum. Ljóst er að grasið þornar ekki nægilega til þess að unnt sé að hleypa knattspyrnuiðkendum þar inn í dag og því þarf að aflýsa öllum æfingum dagsins. Næsti æfingadagur verður því nk. laugardagur.

Lára og Helena í landsliðsúrtak

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í landsliðsúrtak um næstu helgi - Lára í U-17 og Helena í U-19. Báðar eru þær leikmenn Þórs/KA, Lára miðju- og kantspilari en Helena markvörður.