31.10.2011
Fjórir piltar úr KA hafa verið valdir í U-17 landsliðsúrtak um komandi helgi. Þetta eru þeir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson,
báðir fæddir 1995, og Ívar Örn Árnason og Gauta Gautason, báðir fæddir árið 1996.
27.10.2011
KA-maðurinn Ómar Friðriksson spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í gær
í 2-2 jafntefli gegn Norðmönnum.
27.10.2011
Húsvíkingurinn Bjarki Baldvinsson hefur gengið til
liðs við KA og mun hann spila með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Gengið var í dag frá samningi við Bjarka til tveggja ára.
27.10.2011
Öllum æfingum KA í knattspyrnu í dag, fimmtudaginn 27. október, í Boganum er aflýst vegna hreinsunar sem ráðist var í í
morgun á gervigrasinu í Boganum. Ljóst er að grasið þornar ekki nægilega til þess að unnt sé að hleypa knattspyrnuiðkendum þar
inn í dag og því þarf að aflýsa öllum æfingum dagsins. Næsti æfingadagur verður því nk. laugardagur.
24.10.2011
KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í landsliðsúrtak um næstu helgi - Lára í U-17 og Helena
í U-19. Báðar eru þær leikmenn Þórs/KA, Lára miðju- og kantspilari en Helena markvörður.
23.10.2011
Ómar Friðriksson, leikmaður KA, spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu gegn Kýpur í öðrum leik liðsins í undankeppni
Evrópumótsins á Kýpur í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.
21.10.2011
Varnarmaðurinn Gunnar Valur Gunnarsson, sem hefur síðustu ár verið fyrirliði Fjölnis í Grafarvogi, hefur ákveðið að ganga til liðs
við KA og spila með félaginu næstu tvö ár. Samkomulag þess efnis var staðfest í dag.
20.10.2011
Innheimta æfingagjalda í
knattspyrnu hefst í KA-heimilinu miðvikudaginn 26. október kl. 17-18. Síðan verður innheimta alla miðvikudaga í nóvember á sama
tíma. Forráðamenn iðkenda eru eindregið hvattir til þess að greiða æfingagjöldin á þessum auglýsta tíma. Afar
mikilvægt er að gera grein fyrir æfingagjöldunum eigi síðar en í lok nóvember.
19.10.2011
KA hefur gert nýjan eins árs samning við skoska miðjumanninn Brian Thomas Gilmour, en hann kom til KA í félagaskiptaglugganum í júlí sl. og
spilaði átta leiki með félaginu út tímabilið.
17.10.2011
Landslið Íslands i karlaflokki í knattspyrnu undir 17 ára gerði sér lítið fyrir í dag og sigraði Ísraelsmenn í lokaleik
síns riðils í undankeppni Evrópumóts landsliða í Ísrael og þar með sigruðu Íslendingar riðilinn og tryggðu sér
farseðilinn í milliriðla keppninnar. KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson stóð á milli stanganna í marki Íslands í öllum þremur
leikjunum og stóð sannarlega fyrir sínu.