Fréttir

Ómar spilaði allan leikinn gegn Kýpur

Ómar Friðriksson, leikmaður KA, spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu gegn Kýpur í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.

Gunnar Valur Gunnarsson í KA

Varnarmaðurinn Gunnar Valur Gunnarsson, sem hefur síðustu ár verið fyrirliði Fjölnis í Grafarvogi, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA og spila með félaginu næstu tvö ár. Samkomulag þess efnis var staðfest í dag.

Innheimta æfingagjalda iðkenda yngri flokka í knattspyrnu

Innheimta æfingagjalda í knattspyrnu hefst í KA-heimilinu miðvikudaginn 26. október kl. 17-18. Síðan verður innheimta alla miðvikudaga í nóvember á sama tíma. Forráðamenn iðkenda eru eindregið hvattir til þess að greiða æfingagjöldin á þessum auglýsta tíma. Afar mikilvægt er að gera grein fyrir æfingagjöldunum eigi síðar en í lok nóvember.

KA gerir nýjan samning við Brian Gilmour

KA hefur gert nýjan eins árs samning við skoska miðjumanninn Brian Thomas Gilmour, en hann kom til KA í félagaskiptaglugganum í júlí sl. og spilaði átta leiki með félaginu út tímabilið.

U-17 landsliðið áfram í milliriðil - Fannar varði mark Íslands í öllum leikjunum

Landslið Íslands i karlaflokki í knattspyrnu undir 17 ára gerði sér lítið fyrir í dag og sigraði Ísraelsmenn í lokaleik síns riðils í undankeppni Evrópumóts landsliða í Ísrael og þar með sigruðu Íslendingar riðilinn og tryggðu sér farseðilinn í milliriðla keppninnar. KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson stóð á milli stanganna í marki Íslands í öllum þremur leikjunum og stóð sannarlega fyrir sínu.

KA-stelpurnar útnefndar í 2. flokki kvk í Þór/KA

Í lokahófi Þórs/KA sl. föstudagskvöld fengu þrjár KA-stelpu viðurkenningar fyrir að skara framúr í 2. flokki á liðnu keppnistímabili. Ágústa Kristinsdóttir var valin sú besta í flokknum, Lára Einarsdóttir efnilegust og Freydís Kjartansdóttir var útnefnd leikmaður leikmannanna.

2.flokkur hefur æfingar 25.október

2.flokkur KA kemur saman að nýju eftir haustfrí 25.október kl 18:30 í boganum.

Davíð Rúnar og Ómar gera nýja tveggja ára samninga við KA

Davíð Rúnar Bjarnason og Ómar Friðriksson, leikmenn meistaraflokks KA í knattsyrnu, framlengdu í dag samninga sína við félagið til næstu tveggja ára.

Ómar valinn í U-19 landsliðið

Ómar Friðriksson hefur verið valinn í U-19 landsliðið sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur dagana 21. til 26. október nk.

Ómar valinn bestur og Ævar efnilegastur á lokahófi 2. flokks

Lokahóf 2. flokks var haldið um helgina með pompi og prakt. Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar, sá um grilla ofan í mannskapinn og Petar Ivancic sá um skemtiatriði.