Fréttir

Getraunastarf hefst á ný eftir stutt jólafrí

Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð. Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.

KA hefur leik í Hleðslumótinu nk. laugardag (uppfærðar breytingar á leikjaplani)

Norðurlandsmótið í fótbolta í Boganum - sem í fyrra hét Soccerademótið en í ár Hleðslumótið - hefst nk. laugardag, 7. janúar, þegar bæði KA 1 og KA 2 eiga leiki. KA 1 spilar gegn Magna og KA 2 gegn Dalvík-Reyni.

Stórskemmtilegt innanhússmót

Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!

Leikjafyrirkomulag á innanhússmótinu

Nú er allt orðið klárt fyrir mótið á morgun. Mótið hefst kl 17.00 stundvíslega og ætlum við okkur að láta þetta ganga smurt fyrir sig. Við viljum biðja lið að vera klár í leiki strax og þeirra leikur á að hefjast svo við náum að ljúka þessu á tilsettum tíma.

Góð þátttaka í innanhússmótinu 30. desember

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9 lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.

Hver er maðurinn? - Fótboltaspilið í verðlaun

Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar (tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er nýtt og glæsilegt spil sem nefnist Fótboltaspilið og er kjörið spil fyrir alla fótboltaáhugamenn. En spilið er að verðmæti 8.000 kr.

N1-kortið skilar KA ávinningi!

N1 er stærsti samstarfsaðili knattspyrnudeildar KA og í gegnum það samstarf býðst öllum stuðningsmönnum félagsins að sækja um N1-kort. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á sölustöðum N1 á Akureyri, á www.n1.is eða hjá knattspyrnudeild KA. Allir sannir stuðningsmenn knattspyrnudeildar KA eru hvattir til að fá sér N1-vildarkortið, sem veitir afslátt bæði af eldsneyti og öðrum rekstrarvörum sem félagið selur og um leið renna nokkrar krónur til KA.

Skráning hafin í N1-mótið og Greifamót KA

Skráning er nú hafin í N1-mót KA í knattspyrnu, sem verður haldið dagana 4.-7. júlí 2012 á KA-svæðinu.

Foreldrahandbók á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu!

Nú hefur verið tekin saman ítarleg foreldrahandbók fyrir foreldra iðkenda í yngri flokkum KA í knattspyrnu þar sem fram koma þær upplýsingar sem foreldrar þurfa að búa yfir - varðandi þjálfun og æfingar, æfingagjöld, mót, útbúnað og margt fleira. Bráðnauðsynleg lesning fyrir alla. Foreldrahandbókina er að finna á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu á slóðinni http://ka.fun.is/?page_id=28

Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar

Á fyrsta stjórnarfundi knattspyrnudeildar í dag eftir aðalfundinn fyrr í þessum mánuði skipti stjórnin með sér verkum. Gunnar Níelsson tekur við formannssætinu af Bjarna Áskelssyni, sem færir sig yfir í gjaldkerann. Halldór Aðalsteinsson er nýr ritari stjórnar, Páll S. Jónsson og Hjörvar Maronsson eru meðstjórnendur og varmenn eru Sævar Helgason og Eggert Sigmundsson.