03.01.2012
Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og
flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum
tveimur.
02.01.2012
Norðurlandsmótið í fótbolta í Boganum - sem í fyrra hét Soccerademótið en í ár Hleðslumótið - hefst nk.
laugardag, 7. janúar, þegar bæði KA 1 og KA 2 eiga leiki. KA 1 spilar gegn Magna og KA 2 gegn Dalvík-Reyni.
31.12.2011
Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir
ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan
úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að
þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!
29.12.2011
Nú er allt orðið klárt fyrir mótið á morgun. Mótið hefst kl 17.00 stundvíslega og ætlum við okkur að láta þetta
ganga smurt fyrir sig. Við viljum biðja lið að vera klár í leiki strax og þeirra leikur á að hefjast svo við náum að ljúka
þessu á tilsettum tíma.
27.12.2011
Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9
lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.
22.12.2011
Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar
þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að
senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar (tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í
verðlaun er nýtt og glæsilegt spil sem nefnist Fótboltaspilið og er kjörið spil fyrir alla fótboltaáhugamenn. En spilið er að
verðmæti 8.000 kr.
22.12.2011
N1 er stærsti samstarfsaðili knattspyrnudeildar KA og í gegnum það samstarf býðst öllum stuðningsmönnum félagsins að sækja um
N1-kort. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á sölustöðum N1 á Akureyri, á www.n1.is eða hjá knattspyrnudeild KA. Allir sannir stuðningsmenn knattspyrnudeildar KA eru hvattir til að fá sér N1-vildarkortið, sem veitir
afslátt bæði af eldsneyti og öðrum rekstrarvörum sem félagið selur og um leið renna nokkrar krónur til KA.
21.12.2011
Skráning er nú hafin í N1-mót KA í knattspyrnu, sem verður haldið dagana 4.-7. júlí 2012 á KA-svæðinu.
20.12.2011
Nú hefur verið tekin saman ítarleg foreldrahandbók fyrir foreldra iðkenda í yngri flokkum KA í knattspyrnu þar sem fram koma þær
upplýsingar sem foreldrar þurfa að búa yfir - varðandi þjálfun og æfingar, æfingagjöld, mót, útbúnað og margt
fleira. Bráðnauðsynleg lesning fyrir alla. Foreldrahandbókina er að finna á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu á slóðinni
http://ka.fun.is/?page_id=28
19.12.2011
Á fyrsta stjórnarfundi knattspyrnudeildar í dag eftir aðalfundinn fyrr í þessum mánuði skipti stjórnin með sér verkum. Gunnar
Níelsson tekur við formannssætinu af Bjarna Áskelssyni, sem færir sig yfir í gjaldkerann. Halldór Aðalsteinsson er nýr ritari stjórnar,
Páll S. Jónsson og Hjörvar Maronsson eru meðstjórnendur og varmenn eru Sævar Helgason og Eggert Sigmundsson.