09.01.2012
Síðastliðinn laugardag - þegar skrifað var undir samning við Jóhann Helgason - var skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning
knattspyrnudeildar og Hölds - Bílaleigu Akureyrar.
08.01.2012
Í gær, laugardaginn 7. janúar, var framlengdur samningur knattspyrnudeildar KA við Ingvar Má Gíslason, aðstoðarþjálfara meistaraflokks KA,
og mun hann Gunnlaugi Jónssyni til aðstoðar á undirbúningstímabilinu og næsta sumar, eins og á sl. keppnistímabili.
07.01.2012
KA 1 sigraði Magna í dag í fyrsta leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum með þremur mörkum gegn engu. Sigurinn var fyllilega
sanngjarn og hefði getað orðið mun stærri. KA 2 tapaði fyrir Dalvík/Reyni með fimm mörkum gegn engu.
07.01.2012
Miðjumaðurinn Jóhann Helgason gekk í dag í raðir KA – síns uppeldisfélags – á lánssamningi frá Grindavík og
mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar. Samningur við Jóhann var undirritaður í KA-heimilinu í dag.
05.01.2012
Framherjinn Jóhann Örn Sigurjónsson, sem er fæddur 1993, samdi í dag við knattspyrnudeild KA til tveggja ára.
03.01.2012
Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og
flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum
tveimur.
02.01.2012
Norðurlandsmótið í fótbolta í Boganum - sem í fyrra hét Soccerademótið en í ár Hleðslumótið - hefst nk.
laugardag, 7. janúar, þegar bæði KA 1 og KA 2 eiga leiki. KA 1 spilar gegn Magna og KA 2 gegn Dalvík-Reyni.
31.12.2011
Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir
ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan
úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að
þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!
29.12.2011
Nú er allt orðið klárt fyrir mótið á morgun. Mótið hefst kl 17.00 stundvíslega og ætlum við okkur að láta þetta
ganga smurt fyrir sig. Við viljum biðja lið að vera klár í leiki strax og þeirra leikur á að hefjast svo við náum að ljúka
þessu á tilsettum tíma.
27.12.2011
Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9
lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.