Fréttir

Nýr samningur knattspyrnudeildar við Höld

Síðastliðinn laugardag - þegar skrifað var undir samning við Jóhann Helgason - var skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning knattspyrnudeildar og Hölds - Bílaleigu Akureyrar.

Framlengdur samningur við Ingvar Má Gíslason

Í gær, laugardaginn 7. janúar, var framlengdur samningur knattspyrnudeildar KA við Ingvar Má Gíslason, aðstoðarþjálfara meistaraflokks KA, og mun hann Gunnlaugi Jónssyni til aðstoðar á undirbúningstímabilinu og næsta sumar, eins og á sl. keppnistímabili.

KA 1 sigraði Magna - KA 2 tapaði fyrir Dalvík/Reyni

KA 1 sigraði Magna í dag í fyrsta leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum með þremur mörkum gegn engu. Sigurinn var fyllilega sanngjarn og hefði getað orðið mun stærri. KA 2 tapaði fyrir Dalvík/Reyni með fimm mörkum gegn engu.

Jóhann Helgason kominn heim!

Miðjumaðurinn Jóhann Helgason gekk í dag í raðir KA – síns uppeldisfélags – á lánssamningi frá Grindavík og mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar. Samningur við Jóhann var undirritaður í KA-heimilinu í dag.

Jóhann Örn semur við KA

Framherjinn Jóhann Örn Sigurjónsson, sem er fæddur 1993, samdi í dag við knattspyrnudeild KA til tveggja ára.

Getraunastarf hefst á ný eftir stutt jólafrí

Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð. Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.

KA hefur leik í Hleðslumótinu nk. laugardag (uppfærðar breytingar á leikjaplani)

Norðurlandsmótið í fótbolta í Boganum - sem í fyrra hét Soccerademótið en í ár Hleðslumótið - hefst nk. laugardag, 7. janúar, þegar bæði KA 1 og KA 2 eiga leiki. KA 1 spilar gegn Magna og KA 2 gegn Dalvík-Reyni.

Stórskemmtilegt innanhússmót

Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!

Leikjafyrirkomulag á innanhússmótinu

Nú er allt orðið klárt fyrir mótið á morgun. Mótið hefst kl 17.00 stundvíslega og ætlum við okkur að láta þetta ganga smurt fyrir sig. Við viljum biðja lið að vera klár í leiki strax og þeirra leikur á að hefjast svo við náum að ljúka þessu á tilsettum tíma.

Góð þátttaka í innanhússmótinu 30. desember

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9 lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.