10.12.2011
KA-menn tóku daginn snemma og óku suður á Akranes þar sem þeir spiluðu æfingaleik við heimamenn kl. 13.00 í dag - og höfðu betur
með tveimur mörkum gegn einu.
09.12.2011
Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um
hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar
(tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er veglega gjafakarfa frá Maxi.is
07.12.2011
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA var haldinn kl. 20.00 í fyrrakvöld (5. desember 2011) í KA-heimilinu og þar voru tveir nýir fulltrúar kjörnir
í stjórn. Úr stjórn gengu Sigurður Skúli Eyjólfsson og Sigurbjörn Sveinsson en í þeirra stað voru kjörnir í
stjórn Eggert H. Sigmundsson og Sævar Helgason.
05.12.2011
Skráning í Arsenalskólann hófst sl. laugardag og fór vel af stað. Áfram verður tekið við skráningum á yngriflokkarad@gmail.com .
02.12.2011
Í dag hefjum við nýjan leik hér á KA-síðunni sem nefnist Hver er maðurinn. Um er að
ræða vísbendingaspurningar sem fjalla um einhvern mann sem tengjist eða hefur tengst knattspyrnu hjá KA og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem
veit hver kauði er.
02.12.2011
Sala á gjafabréfum í Arsenalskólann sem verður haldinn dagana 20.-24. júní 2012 á Akureyri hefst laugardaginn 3. desember kl.
10.00. Hægt verður að kaupa gjafabréfin í KA-heimilinu, í Hamri, félagsheimili Þórs og á netinu - www.ka.fun.is/arsenal
Engar pantanir verða afgreiddar fyrirfram en aðrar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið yngriflokkarad@gmail.com.
30.11.2011
Arsenalskólinn verður starfræktur á KA-svæðinu þriðja árið í röð sumarið 2012, en sala í skólann hefst nk.
laugardag, 3. desember.
28.11.2011
Arsenalskólinn fer fram 20.-24. júní 2012 og sala hefst 3. desember nk. á plássum í skólann.
Nánar með því að smella á http://ka.fun.is/arsenal
27.11.2011
Nú þegar mánuður er liðinn af undirbúningstímabilinu sló heimasíðan á þráðinn til Gunnlaugs Jónssonar,
þjálfara og spurði hann út í byrjunina. Gulli er ánægður með hópinn sem hann hefur í höndunum og telur að betri bragur
sé á þessu en á sama tíma í fyrra „Mér líst
mjög vel á hópinn, nú höfum við samanburð miðað við sama tíma í fyrra og það er betri bragur á þessu,"
sagði Gulli
25.11.2011
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 5. desember kl. 20.00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál. KA-félagar eru hvattir til að mæta og taka þannig virkan þátt í starfi knattspyrnudeildarinnar.
Stjórn knattspyrnudeildar KA