Fréttir

Arsenalskólinn: Salan hefst laugardaginn 3. desember í KA-heimilinu og Hamri

Sala á gjafabréfum í Arsenalskólann sem verður haldinn dagana 20.-24. júní 2012 á Akureyri hefst laugardaginn 3. desember kl. 10.00. Hægt verður að kaupa gjafabréfin í KA-heimilinu, í Hamri, félagsheimili Þórs og á netinu - www.ka.fun.is/arsenal   Engar pantanir verða afgreiddar fyrirfram en aðrar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið yngriflokkarad@gmail.com.

Jay yfirþjálfari í Arsenalskólanum: Krakkarnir dýrka fótbolta

Arsenalskólinn verður starfræktur á KA-svæðinu þriðja árið í röð sumarið 2012, en sala í skólann hefst nk. laugardag, 3. desember.

Arsenal-skólinn: Sala hefst 3. desember

Arsenalskólinn fer fram 20.-24. júní 2012 og sala hefst 3. desember nk. á plássum í skólann. Nánar með því að smella á http://ka.fun.is/arsenal

Gunnlaugur: Betri bragur en á sama tíma í fyrra

Nú þegar mánuður er liðinn af undirbúningstímabilinu sló heimasíðan á þráðinn til Gunnlaugs Jónssonar, þjálfara og spurði hann út í byrjunina. Gulli er ánægður með hópinn sem hann hefur í höndunum og telur að betri bragur sé á þessu en á sama tíma í fyrra „Mér líst mjög vel á hópinn, nú höfum við samanburð miðað við sama tíma í fyrra og það er betri bragur á þessu,"  sagði Gulli 

Aðalfundur knattspyrnueildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 5. desember kl. 20.00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. KA-félagar eru hvattir til að mæta og taka þannig virkan þátt í starfi  knattspyrnudeildarinnar. Stjórn knattspyrnudeildar KA

Sala að hefjast í Arsenalskólann

Arsenalskólinn fer fram 20.-24. júní 2012 og sala hefst eftir rúma viku á plássum í skólann. Nánar með því að smella á myndina eða á http://ka.fun.is/arsenal

Töfluröð 1. deildar sumarið 2012

Nú liggur fyrir töfluröð fyrir komandi keppnistímabil í 1. deildinni, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ sl. laugardag. Hér er einungis um að umferðarröðina, en dagsetningar leikjanna liggja ekki fyrir. Eins og sjá má byrjar KA á tveimur útileikjum gegn Breiðholtsliðunum báðum. Á móti kemur síðan að síðari umferðin hefst á tveimur heimaleikjum og því er uppi sú óvenjulega staða að KA er með þrjá heimaleiki í röð um mitt sumar. KA lýkur síðan móti með lengsta ferðalaginu á útivöll - vestur á Ísafjörð. Það sem er vissulega nokkuð óvenjulegt við komandi keppnistímabil er fjöldi liða í deildinni af landsbyggðinni. Þau voru reyndar fimm sl. sumar, en fjölgar nú um eitt. Upp úr 1. deildinni fóru tvö landsbyggðarlið - ÍA og Selfoss - og úr deildinni féllu tvö lið af höfuðborgarsvæðinu - HK og Grótta. Úr Pepsídeildinni féllu niður í 1. deild annars vegar Þór Ak og hins vegar Víkingur R. Upp í 1. deildinni úr 2. deild komu Tindastól á Sauðárkróki og Höttur á Egilsstöðum. Helmingur liða í 1. deildanna næsta sumar kemur af landsbyggðinni: KA, Þór, Víkingur Ó, BÍ/Bolungarvík, Tindastóll og Höttur. Hin sex liðin eru af höfuðborgarsvæðinu: Haukar, Leiknir, ÍR, Víkingur R, Þróttur R og Fjölnir. Töfluröðin fyrir komandi keppnistímabil er sem hér segir: 1. umferð:ÍR-KA 2. umferð:Leiknir-KA 3. umferð:KA-Víkingur 4. umferð:Fjölnir-KA 5. umferð:KA-Tindastóll 6. umferð:Höttur-KA 7. umferð:KA-Þór 8. umferð:Þróttur R-KA 9. umferð:KA-Haukar 10. umferð:Víkingur Ó-KA 11. umferð:KA-BÍ-Bolungarvík 12. umferð:KA-ÍR 13. umferð:KA-Leiknir R 14. umferð:Víkingur R-KA 15. umferð:KA-Fjölnir 16. umferð:Tindastóll-KA 17. umferð:KA-Höttur 18. umferð:Þór-KA 19. umferð:KA-Þróttur R 20. umferð:Haukar-KA 21. umferð:KA-Víkingur Ó 22. umferð:BÍ/Bolungarvík-KA

Fjölmargir KA-krakkar á landsliðsæfingar um komandi helgi

Fjölmargir KA-krakkar eru boðaðir á landsliðsúrtaksæfingar í sínum aldurshópi um komandi helgi. Í landsliðshópi U17-kvenna er Lára Einarsdóttir boðuð á æfingar og í U-19 landsliðshópi kvenna er Helena Einarsdóttir boðuð á æfingar. Einnig verða úrtaksæfingar í Boganum fyrir drengi af Norðurlandi f. 1997 - þ.e. á yngra ári í 3. flokki.

Lára og Helena í landsliðsúrtaki

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir (f. 1995) og Helena Jónsdóttir (f. 1994) hafa verið valdar á úrtaksæfingar um komandi helgi í annars vegar U-17 landsliði og hins vegar U-19 landsliði kvk. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem stelpurnar eru boðaðar á landsliðsæfingar.

Fannar við æfingar hjá Tottenham

Fannar Hafsteinsson markvörður hjá KA og U-17 landsliðinu verður þessa viku við æfingar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.