Fréttir

2.fl: Gríðarlega mikilvægur leikur á föstudag

Annar flokkur KA spilar gríðarlega mikilvægan leik í 2. flokki kk á Akureyrarvelli nk. föstudag, 16. september, kl. 17 þegar hann tekur á móti Fjölni/Birninum. Með einu stigi úr þessum leik hafa KA-strákar tryggt sæti í A-deildinni að ári.

KA mætir KF/Tindastóli í úrslitum Valitor bikarsins á Akureyrarvelli í dag

KA mætir í dag, miðvikudaginn 14. september, kl. 17.00 á Akureyrarvelli KF/Tindastóli í 3. flokki karla í úrslitum Valitor bikarsins fyrir Norður- og Austurland. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Fótboltaveðrið getur ekki verið betra og völlurinn fínn og því eru aðstæður eins og best verður á kosið fyrir skemmtilegan fótboltaleik.

Dean Martin er í 100 leikja klúbbnum

Dean Edward Martin eða Dínó eins og hann er oftast kallaður er þriðji leikmaðurinn sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins. Dínó hefur spilað 148 leiki fyrir félagið og skorað 12 mörk. Hann kom til landsins 1998 og spilaði fyrsta tímabilið með ÍA i Landsímadeildinni, sem þá var úrvalsdeildin. Hann fór svo til Englands í tvö ár en sneri til Íslands á nýjan leik 2001 og gekk þá til liðs við KA. Hann spilaði með KA út tímabilið 2004 áður en að hann sneri aftur á Akranes. 

Fótbolti: Fjör á lokahófi yngriflokka!

Lokahóf yngriflokka í knattspyrnu fór fram s.l. fimmtudag í KA heimilinu. Þar var glatt á hjalla, sumarið gert upp og leikmenn meistaraflokks KA grilluðu svo ofaní mannskapinn. Sævar Geir ljósmyndari var á svæðinu og smellti nokkrum myndum af. Þær má finna með því að smella hér.

Skellur á Skaganum

KA-menn máttu þola skell gegn frísku Skagaliði á Akranesi í gær. Þjóðhátíðarstemning var á Akranesi í gær af þeim sökum að félagið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í 1. deildinni að leik loknum. KA-menn hefðu hins vegar getað spillt gleðinni eilítið með góðri frammistöðu inni á vellinum, en það fór heldur betur á annan veg.

KA fer á Skagann í dag

Næstsíðasta umferð 1.deildarinnar fer fram í dag og fara okkar menn á Akranes þar sem þeir mæta nýkrýndum meisturum ÍA. Eins og allir vita eru Skagamenn löngu búnir að tryggja sig upp í deild þeirra bestu en KA hefur hins vegar tryggt sætið í deildinni og því má búast við ágætis leik þar sem bæði lið verða afslöppuð og njóta þess að spila fótbolta með litlu að keppa að nema þremur stigum að sjálfsögðu. 

Elmar Dan er í 100 leikja klúbbnum

Elmar Dan Sigþórsson er annar leikmaður sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins, (leikmenn birtir i handahófskenndri röð). 

Æfingatafla í knattspyrnu yngri flokka í Boganum veturinn 2011-2012

Nú liggur fyrir æfingatafla í knattspyrnu yngri flokka í knattspyrnu hjá KA á komandi vetri - 2011-2012. Sem fyrr verða æfingar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Boganum og hefjast þær fimmtudaginn 29. september nk.

Íbúafundur um Dalsbraut á fimmtudaginn

Fimmtudagskvöldið 8. september verður haldinn íbúafundur vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut". Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30. Við hvetjum alla til að mæta.

Lokahóf yngri flokka í fótboltanum fimmtudaginn 8. september

Næstkomandi fimmtudag, 8. september, verður efnt til lokahófs yngri flokka KA í knattspyrnu í KA-heimilinu og eru allir iðkendur í sumar eindregið hvattir til að mæta og taka þátt.