19.09.2011
Það verður örugglega ekkert gefið eftir á Þórsvelli kl. 17.00 á morgun, þriðjudag, þegar 2. flokkur Þórs og KA
mætast í síðasta leik sumarsins í A-deild Íslandsmótsins. Og ekki nóg með að þetta verði Akureyrarslagur með öllu sem
því fylgir, heldur verður þetta væntanlega hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fellur úr A-deildinni niður í B-deild á næsta
keppnistímabili.
18.09.2011
Haukur Heiðar Hauksson var útnefndur leikmaður ársins hjá meistaraflokki KA í knattspyrnu í lokahófi félagsins á Hótel KEA
í gærkvöld. Ómar Friðriksson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn.
16.09.2011
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Akureyrarvelli, heimavelli KA, núna í sumar. Þetta er loksins allt að smella, stúkan að verða
klár og þökulagning í kringum völlin hafin. Nú er nánast búið að þekja gömlu hlaupabrautina, síðan verður
þökulagt sunnan við völlinn á næstunni. Það er síðan von manna að hægt verði að færa völlinn seinna meir aðeins
sunnar á nýtt gras og sömuleiðis aðeins vestar, nær stúkunni. Það mun bæði bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunar og
einnig yfirlit yfir völlinn úr stúkunni.
14.09.2011
KA-strákarnir í 3. flokki karla eru bikarmeistarar KSÍ fyrir Norður- og Austurland. Þeir sigruðu KF/Tindastól í frábærum
úrslitaleik á Akureyrarvelli í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur.
14.09.2011
Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni í sumar og víðar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Akureyrarvelli í sumar
- þ.e. í stúku vallarins. Þessum framkvæmdum er ekki lokið - en þó er komin bærileg mynd á þær. Öllum sem vilja
skoða breytta stúku Akureyrarvallar er hér með boðið að koma í stúkuna nk. laugardag, 17. september, kl. 11.00-12.15 og að
því loknu er upplagt að setjast í stúkuna/brekkuna og hvetja KA-strákana til sigurs í síðasta leiknum í sumar gegn lærisveinum
Guðjóns Þórðarsonar, BÍ/Bolungarvík. Veitingar verða í boði í stúkunni. Frítt verður á
leikinn og er hér með skorað á alla stuðningsmenn KA að fjölmenna á leikinn og öskra strákana til sigurs.
14.09.2011
Annar flokkur KA spilar gríðarlega mikilvægan leik í 2. flokki kk á Akureyrarvelli nk. föstudag, 16. september, kl. 17 þegar hann tekur á
móti Fjölni/Birninum. Með einu stigi úr þessum leik hafa KA-strákar tryggt sæti í A-deildinni að ári.
14.09.2011
KA mætir í dag, miðvikudaginn 14. september, kl. 17.00 á Akureyrarvelli KF/Tindastóli í 3. flokki karla í úrslitum Valitor bikarsins fyrir
Norður- og Austurland. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Fótboltaveðrið getur ekki verið betra og
völlurinn fínn og því eru aðstæður eins og best verður á kosið fyrir skemmtilegan fótboltaleik.
12.09.2011
Dean Edward Martin eða Dínó eins og hann er oftast kallaður er þriðji leikmaðurinn sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins.
Dínó hefur spilað 148 leiki fyrir félagið og skorað 12 mörk. Hann kom til landsins 1998 og spilaði fyrsta tímabilið með ÍA i
Landsímadeildinni, sem þá var úrvalsdeildin. Hann fór svo til Englands í tvö ár en sneri til Íslands á nýjan leik 2001 og
gekk þá til liðs við KA. Hann spilaði með KA út tímabilið 2004 áður en að hann sneri aftur á Akranes.
12.09.2011
Lokahóf yngriflokka í knattspyrnu fór fram s.l. fimmtudag í KA heimilinu. Þar var glatt á hjalla, sumarið gert upp og leikmenn meistaraflokks KA
grilluðu svo ofaní mannskapinn. Sævar Geir ljósmyndari var á svæðinu og smellti nokkrum myndum af. Þær má finna með því að smella hér.
11.09.2011
KA-menn máttu þola skell gegn frísku Skagaliði á Akranesi í gær. Þjóðhátíðarstemning var á Akranesi í
gær af þeim sökum að félagið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í 1. deildinni að leik loknum. KA-menn hefðu hins vegar getað spillt
gleðinni eilítið með góðri frammistöðu inni á vellinum, en það fór heldur betur á annan veg.