10.09.2011
Næstsíðasta umferð 1.deildarinnar fer fram í dag og fara okkar menn á Akranes þar sem þeir mæta nýkrýndum meisturum ÍA. Eins
og allir vita eru Skagamenn löngu búnir að tryggja sig upp í deild þeirra bestu en KA hefur hins vegar tryggt sætið í deildinni og því
má búast við ágætis leik þar sem bæði lið verða afslöppuð og njóta þess að spila fótbolta með
litlu að keppa að nema þremur stigum að sjálfsögðu.
09.09.2011
Elmar Dan Sigþórsson er annar leikmaður sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins, (leikmenn birtir i handahófskenndri
röð).
08.09.2011
Nú liggur fyrir æfingatafla í knattspyrnu yngri flokka í knattspyrnu hjá KA á komandi vetri - 2011-2012. Sem fyrr verða æfingar á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Boganum og hefjast þær fimmtudaginn 29. september nk.
06.09.2011
Fimmtudagskvöldið 8. september verður haldinn íbúafundur vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut".
Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30. Við hvetjum alla til að mæta.
06.09.2011
Næstkomandi fimmtudag, 8. september, verður efnt til lokahófs yngri flokka KA í knattspyrnu í KA-heimilinu og eru allir iðkendur í sumar
eindregið hvattir til að mæta og taka þátt.
05.09.2011
Það verður ekki annað sagt en að gærdagurinn, sunnudagurinn 4. september, hafi verið heldur erfiður fyrir yngri flokka KA í fótbolta.
Fjórir flokkar voru í eldlínunni í úrslitum Íslandsmótsins í fótbolta en allir leikir gærdagsins töpuðust.
03.09.2011
Srdjan Tufegdzic betur þekktur sem Túfa hefur fyrir löngu skráð nafn sitt í hjörtu KA-manna en hann kom hingað frá Serbíu árið
2006. Síðan þá eru liðinn 101 leikur og hann því kominn í 100 leikja klúbinn sem undirritaður er að fara yfir og verða þeir
leikmenn sem komnir eru með yfir 100 leiki fyrir félagið nefndir hér á síðunni með nokkra daga millibili. En við óskum Túfa til hamingju
með þennan áfanga!!
03.09.2011
Það verða nokkrir gríðarlega mikilvægir leikir hjá yngri flokkum KA á morgun, sunnudag, í úrslitakeppni Íslandsmótsins
í knattspyrnu og eru allir sannir KA-menn hvattir til þess að hvetja okkar krakka af krafti.
03.09.2011
KA-menn sigldu góðum 4-3 sigri í land á Akureyrarvelli í dag gegn Víkingi Ólafsvík og eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar.
03.09.2011
Fjórði flokkur karla og kvenna hjá KA standa í ströngu núna um helgina. A-lið beggja flokka eru í úrslitakeppni Íslandsmótsins -
strákarnir hér á Akureyri og stelpurnar fyrir sunnan.