Fréttir

Erfiður sunnudagur hjá yngri flokkunum

Það verður ekki annað sagt en að gærdagurinn, sunnudagurinn 4. september, hafi verið heldur erfiður fyrir yngri flokka KA í fótbolta. Fjórir flokkar voru í eldlínunni í úrslitum Íslandsmótsins í fótbolta en allir leikir gærdagsins töpuðust.

Túfa í 100 leikja klúbbinn

Srdjan Tufegdzic betur þekktur sem Túfa hefur fyrir löngu skráð nafn sitt í hjörtu KA-manna en hann kom hingað frá Serbíu árið 2006. Síðan þá eru liðinn 101 leikur og hann því kominn í 100 leikja klúbinn sem undirritaður er að fara yfir og verða þeir leikmenn sem komnir eru með yfir 100 leiki fyrir félagið nefndir hér á síðunni með nokkra daga millibili. En við óskum Túfa til hamingju með þennan áfanga!!

Stórleikir hjá yngri flokkunum í úrslitum Íslandsmótsins á sunnudag (auglýsing)

Það verða nokkrir gríðarlega mikilvægir leikir hjá yngri flokkum KA á morgun, sunnudag, í úrslitakeppni Íslandsmótsins í knattspyrnu og eru allir sannir KA-menn hvattir til þess að hvetja okkar krakka af krafti.

Góður sigur á Víkingi Ólafsvík

KA-menn sigldu góðum 4-3 sigri í land á Akureyrarvelli í dag gegn Víkingi Ólafsvík og eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar.

4. flokkur karla og kvenna í úrslitakeppni um helgina

Fjórði flokkur karla og kvenna hjá KA standa í ströngu núna um helgina. A-lið beggja flokka eru í úrslitakeppni Íslandsmótsins - strákarnir hér á Akureyri og stelpurnar fyrir sunnan.

KA upp um deild í 3. flokki karla

KA-strákar í þriðja flokki sigruðu Fjarðabyggð/Leikni í dag í Fjarðabyggðarhöllinni með einu marki gegn engu. Þessi sigur þýðir að KA, sem hefur verið í C-deild í þriðja flokki, vann þar með sæti í B-deild á næsta keppnistímabili og spilar við Þrótt Reykjavík nk. sunnudag kl. 14.00 á Blönduósi um sigur í C-deildinni. Sigurliðið úr þeim leik spilar síðan í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla.

Ólsarar koma í bæinn (Myndband)

Á morgun laugardag tökum við á móti galvöskum Víkingum frá Ólafsvík í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Blásið verður til leiks kl 14 af dómara leiksins en hann verður samkv. heimasíðu KSÍ Pétur Guðmundsson.

Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna - A-liðum verður á Hlíðarenda á sunnudag

Í dag ákvað KSÍ að úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna í A-liðum verði á Hlíðarenda - heimavelli Vals - nk. sunnudag 4. september og hefst hann kl. 16.00. Valsstelpur taka þar á móti okkar KA-stelpum og vonandi verður það spennandi og áhugaverð viðureign. Allir sannir KA-menn, ættingjar og vinir eru hvattir til að taka frá þennan tíma. Nú fjölmennum við á Hlíðarenda og styðjum stelpurnar duglega. Þær ætla alla leið, en til þess þarf ykkar stuðning!!

KA tapaði hlutkesti enn og aftur!

Hlutkesti og KA eiga ekki samleið, það er margsannað og sannaðist enn einu sinni í dag þegar KA tapaði hlutkesti um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmóts í 5. flokki drengja - A-liðum og sömuleiðis tapaði KA í dag hlutkesti um leikstað í undanúrslitum í 3. flokki karla.

KA spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í A-liðum í 5. flokki kvenna!

Stelpurnar í A-liði KA í 5. flokki kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í hreinum úrslitaleik við Val um Íslandsmeistaratitilinn. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær úrslitaleikurinn fer fram.