Fréttir

Hver er maðurinn? - Fótboltaspilið í verðlaun

Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar (tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er nýtt og glæsilegt spil sem nefnist Fótboltaspilið og er kjörið spil fyrir alla fótboltaáhugamenn. En spilið er að verðmæti 8.000 kr.

N1-kortið skilar KA ávinningi!

N1 er stærsti samstarfsaðili knattspyrnudeildar KA og í gegnum það samstarf býðst öllum stuðningsmönnum félagsins að sækja um N1-kort. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á sölustöðum N1 á Akureyri, á www.n1.is eða hjá knattspyrnudeild KA. Allir sannir stuðningsmenn knattspyrnudeildar KA eru hvattir til að fá sér N1-vildarkortið, sem veitir afslátt bæði af eldsneyti og öðrum rekstrarvörum sem félagið selur og um leið renna nokkrar krónur til KA.

Skráning hafin í N1-mótið og Greifamót KA

Skráning er nú hafin í N1-mót KA í knattspyrnu, sem verður haldið dagana 4.-7. júlí 2012 á KA-svæðinu.

Foreldrahandbók á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu!

Nú hefur verið tekin saman ítarleg foreldrahandbók fyrir foreldra iðkenda í yngri flokkum KA í knattspyrnu þar sem fram koma þær upplýsingar sem foreldrar þurfa að búa yfir - varðandi þjálfun og æfingar, æfingagjöld, mót, útbúnað og margt fleira. Bráðnauðsynleg lesning fyrir alla. Foreldrahandbókina er að finna á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu á slóðinni http://ka.fun.is/?page_id=28

Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar

Á fyrsta stjórnarfundi knattspyrnudeildar í dag eftir aðalfundinn fyrr í þessum mánuði skipti stjórnin með sér verkum. Gunnar Níelsson tekur við formannssætinu af Bjarna Áskelssyni, sem færir sig yfir í gjaldkerann. Halldór Aðalsteinsson er nýr ritari stjórnar, Páll S. Jónsson og Hjörvar Maronsson eru meðstjórnendur og varmenn eru Sævar Helgason og Eggert Sigmundsson.

Æfingaleikir í fótbolta: KA með tvo sigra

Meistaraflokkur KA spilaði tvo æfingaleiki í síðustu viku - á fimmtudag og laugardag - gegn Völsungi og Tindastóli og unnust þeir báðir. KA-menn sigruðu Völsung 2-1 og Tindastól 3-0.

Innanhússfótboltamót 30. desember

Ákveðið hefur verið að efna til innanhússmóts í knattspyrnu í KA-heimilinu föstudaginn 30. desember og er þetta gráupplagt tækifæri fyrir knattspyrnuhetjur á öllum aldri að hittast, efla liðsandann og rifja upp gamlar og góðar minningar.

Hver er maðurinn? - Birkir Kristinsson

Birkir Kristinsson er maðurin sem um var spurt að þessu sinni. Birkir er eins og flestir vita einn besti markvörður sem ísland hefur átt og lék á ferli sínum 74 landsleiki. Þá var hann  á mála hjá m.a Stoke City, Bolton og Birmingham. Flesta leiki lék hann hér heim með fram eða u.þ.b 150 leiki. Þá spilaði hann með ÍA, ÍBV, Einhverja og KA. Það er deilt um það hvort hann hafi leikið 1 eða 2 leiki með KA en allavega meiddist hann illa og spilaði svo ekki meira með félaginu og fór til ÍA. 

Jólasveinar í fótbolta

Jólasveinar eru farnir að láta sjá sig í byggð og skemmta sér á ýmsan hátt. Tveir sveinkar kíkkuðu inn á æfingar hjá KA-krökkum í Boganum í dag og reyndu fyrir sér í fótbolta með krökkunum. Það gekk svona og svona, en allir skemmtu sér vel og þá er takmarkinu náð. Síðasta æfing yngri flokka KA á þessu ári verður nk. laugardag og að henni lokinni tekur við gott jólafrí.

Áhugaverður riðill í Lengjubikarnum

Nú liggja fyrir drög að leikjauppröðun í Lengjubikarnum og samkvæmt þeim eru andstæðingar KA fjögur úrvalsdeildarlið og þrjú fyrstudeildarlið: ÍBV, Stjarnan, ÍA, Keflavík, ÍR, Víkingur R og Tindastóll.