19.12.2011
Meistaraflokkur KA spilaði tvo æfingaleiki í síðustu viku - á fimmtudag og laugardag - gegn Völsungi og Tindastóli og unnust þeir
báðir. KA-menn sigruðu Völsung 2-1 og Tindastól 3-0.
19.12.2011
Ákveðið hefur verið að efna til innanhússmóts í knattspyrnu í KA-heimilinu föstudaginn 30. desember og er þetta gráupplagt
tækifæri fyrir knattspyrnuhetjur á öllum aldri að hittast, efla liðsandann og rifja upp gamlar og góðar minningar.
16.12.2011
Birkir Kristinsson er maðurin sem um var spurt að þessu sinni. Birkir er eins og flestir
vita einn besti markvörður sem ísland hefur átt og lék á ferli sínum 74 landsleiki. Þá var hann á mála hjá m.a
Stoke City, Bolton og Birmingham. Flesta leiki lék hann hér heim með fram eða u.þ.b 150 leiki. Þá spilaði hann með ÍA, ÍBV, Einhverja og
KA.
Það er deilt um það hvort hann hafi leikið 1 eða 2 leiki með KA en allavega meiddist hann illa og spilaði svo ekki meira með félaginu og fór til
ÍA.
15.12.2011
Jólasveinar eru farnir að láta sjá sig í byggð og skemmta sér á ýmsan hátt. Tveir sveinkar kíkkuðu inn á
æfingar hjá KA-krökkum í Boganum í dag og reyndu fyrir sér í fótbolta með krökkunum. Það gekk svona og svona, en allir skemmtu
sér vel og þá er takmarkinu náð. Síðasta æfing yngri flokka KA á þessu ári verður nk. laugardag og að henni lokinni tekur
við gott jólafrí.
14.12.2011
Nú liggja fyrir drög að leikjauppröðun í Lengjubikarnum og samkvæmt þeim eru andstæðingar KA fjögur úrvalsdeildarlið og
þrjú fyrstudeildarlið: ÍBV, Stjarnan, ÍA, Keflavík, ÍR, Víkingur R og Tindastóll.
10.12.2011
KA-menn tóku daginn snemma og óku suður á Akranes þar sem þeir spiluðu æfingaleik við heimamenn kl. 13.00 í dag - og höfðu betur
með tveimur mörkum gegn einu.
09.12.2011
Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um
hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar
(tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er veglega gjafakarfa frá Maxi.is
07.12.2011
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA var haldinn kl. 20.00 í fyrrakvöld (5. desember 2011) í KA-heimilinu og þar voru tveir nýir fulltrúar kjörnir
í stjórn. Úr stjórn gengu Sigurður Skúli Eyjólfsson og Sigurbjörn Sveinsson en í þeirra stað voru kjörnir í
stjórn Eggert H. Sigmundsson og Sævar Helgason.
05.12.2011
Skráning í Arsenalskólann hófst sl. laugardag og fór vel af stað. Áfram verður tekið við skráningum á yngriflokkarad@gmail.com .
02.12.2011
Í dag hefjum við nýjan leik hér á KA-síðunni sem nefnist Hver er maðurinn. Um er að
ræða vísbendingaspurningar sem fjalla um einhvern mann sem tengjist eða hefur tengst knattspyrnu hjá KA og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem
veit hver kauði er.