28.08.2011
Daniel Jason Howell minnti rækilega á sig á Seltjarnarnesinu í gær þegar hann skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í
Gróttu í afar mikilvægum 3-0 sigri KA á Seltirningum í 1. deildinni í fótbolta. Sigurinn gerði það að verkum að KA hefur
nú tryggt sæti sitt í 1. deildinni og nú er bara að klára hana með stæl í þeim þremur leikjum sem eftir eru gegn Víkingi
Ólafsvík og Bí/Bolungarvík á heimavelli og Skagamönnum á útivelli.
27.08.2011
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í 5. flokki kvenna í knattspyrnu verður haldin á KA-svæðinu um helgina í bæði A- og
B-liðum. KA teflir fram liðum í báðum styrkleikaflokkum.
26.08.2011
KA leikur á morgun gegn Gróttu á Gróttuvelli í 19. umferð íslandsmótsins í 1 deild og hefst leikurinn kl 16.
25.08.2011
Árangur KA í yngri flokkunum í knattspyrnu í sumar er sérlega ánægjulegur og eftirtektarverður. Til marks um góðan árangur KA
í ár á félagið lið í úrslitum Íslandsmótsins í 5. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna, A-lið 3.
flokks karla er komið í undanúrslit í C-deild Íslandsmótsins og á góða möguleika á að tryggja sér sæti
í úrslitakeppni Íslandsmótsins og 6. flokkur karla og kvenna sigraði svæðiskeppni Norður- og Austurlands í A-liðum.
25.08.2011
Ómar Friðriksson, leikmaður meistaraflokks og 2. flokks KA í knattspyrnu, hefur verið valinn í U-19 ára landslið Íslands sem mætir Eistum
í tveimur vináttulandsleikjum í Eistlandi í september.
24.08.2011
Á morgun fimmtudaginn 25.Ágúst tekur 2.flokkur á móti FH á Akureyrarvelli klukkan 18:00. FH er sem stendur á toppum með 29 stig en KA í
7.sæti með 18 en einn leik inni! Allir á völlinn klukkan 18:00 á morgun! Mætingin hefur vægast sagt verið ömurleg í síðustu
leikjum!
23.08.2011
Í kvöld fara okkar menn suður og leika við Fjölni en þetta er frestaður leikur vegna þáttöku Fjölnis í Futsal. Leikurinn hefst klukkan
18:30 á Fjölnisvelli og allir á völlinn í gulu og bláu og styðja okkar menn!!! ÁFRAM KA
20.08.2011
6. flokkur karla og kvenna léku í dag á annars vegar Pollamóti og hins vegar Hnátumóti sem eru Íslandsmót 6. flokks. Mótunum er skipt
í Suðurlandskeppni og Norður-&Austurlandskeppni
20.08.2011
Nú þegar skólarnir eru í þann mund að byrja hefur tímatafla ynfri flokka tekið nokkrum breytingum og æfa flokkarnir frá og með
mánudeginum næsta til 8.september eins og stendur hér að neðan:
20.08.2011
Á morgun tekur 2.flokkur á mót ÍA í A-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Akureyrarvelli og allir eru hvattir til að láta sjá sig
eftir frábæran 3-0 sigur á Víking! Fyrri leikur liðanna fór 3-3 í hörku leik þar sem KA jafnaði á 93.mínútu og
því má búast við hörku leik aftur á morgun. Liðin sitja í 5 og 6 sæti deildarinnar og eru Skagamenn með 19 stig einu meira en KA.
Þannig allir á völlinn á morgun og styðjum KA!!!!