02.09.2011
KA-strákar í þriðja flokki sigruðu Fjarðabyggð/Leikni í dag í Fjarðabyggðarhöllinni með einu marki gegn engu. Þessi sigur
þýðir að KA, sem hefur verið í C-deild í þriðja flokki, vann þar með sæti í B-deild á næsta keppnistímabili
og spilar við Þrótt Reykjavík nk. sunnudag kl. 14.00 á Blönduósi um sigur í C-deildinni. Sigurliðið úr þeim leik spilar
síðan í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla.
02.09.2011
Á morgun laugardag tökum við á móti galvöskum Víkingum frá Ólafsvík í 19 umferð Íslandsmótsins í
knattspyrnu. Blásið verður til leiks kl 14 af dómara leiksins en hann verður samkv. heimasíðu KSÍ Pétur Guðmundsson.
31.08.2011
Í dag ákvað KSÍ að úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna í A-liðum verði á Hlíðarenda -
heimavelli Vals - nk. sunnudag 4. september og hefst hann kl. 16.00. Valsstelpur taka þar á móti okkar KA-stelpum og vonandi verður það spennandi og
áhugaverð viðureign. Allir sannir KA-menn, ættingjar og vinir eru hvattir til að taka frá þennan tíma. Nú fjölmennum við á
Hlíðarenda og styðjum stelpurnar duglega. Þær ætla alla leið, en til þess þarf ykkar stuðning!!
29.08.2011
Hlutkesti og KA eiga ekki samleið, það er margsannað og sannaðist enn einu sinni í dag þegar KA tapaði hlutkesti um laust sæti í
undanúrslitum Íslandsmóts í 5. flokki drengja - A-liðum og sömuleiðis tapaði KA í dag hlutkesti um leikstað í undanúrslitum
í 3. flokki karla.
28.08.2011
Stelpurnar í A-liði KA í 5. flokki kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í hreinum
úrslitaleik við Val um Íslandsmeistaratitilinn. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær úrslitaleikurinn fer fram.
28.08.2011
Daniel Jason Howell minnti rækilega á sig á Seltjarnarnesinu í gær þegar hann skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í
Gróttu í afar mikilvægum 3-0 sigri KA á Seltirningum í 1. deildinni í fótbolta. Sigurinn gerði það að verkum að KA hefur
nú tryggt sæti sitt í 1. deildinni og nú er bara að klára hana með stæl í þeim þremur leikjum sem eftir eru gegn Víkingi
Ólafsvík og Bí/Bolungarvík á heimavelli og Skagamönnum á útivelli.
27.08.2011
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í 5. flokki kvenna í knattspyrnu verður haldin á KA-svæðinu um helgina í bæði A- og
B-liðum. KA teflir fram liðum í báðum styrkleikaflokkum.
26.08.2011
KA leikur á morgun gegn Gróttu á Gróttuvelli í 19. umferð íslandsmótsins í 1 deild og hefst leikurinn kl 16.
25.08.2011
Árangur KA í yngri flokkunum í knattspyrnu í sumar er sérlega ánægjulegur og eftirtektarverður. Til marks um góðan árangur KA
í ár á félagið lið í úrslitum Íslandsmótsins í 5. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna, A-lið 3.
flokks karla er komið í undanúrslit í C-deild Íslandsmótsins og á góða möguleika á að tryggja sér sæti
í úrslitakeppni Íslandsmótsins og 6. flokkur karla og kvenna sigraði svæðiskeppni Norður- og Austurlands í A-liðum.
25.08.2011
Ómar Friðriksson, leikmaður meistaraflokks og 2. flokks KA í knattspyrnu, hefur verið valinn í U-19 ára landslið Íslands sem mætir Eistum
í tveimur vináttulandsleikjum í Eistlandi í september.