17.10.2011
Landslið Íslands i karlaflokki í knattspyrnu undir 17 ára gerði sér lítið fyrir í dag og sigraði Ísraelsmenn í lokaleik
síns riðils í undankeppni Evrópumóts landsliða í Ísrael og þar með sigruðu Íslendingar riðilinn og tryggðu sér
farseðilinn í milliriðla keppninnar. KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson stóð á milli stanganna í marki Íslands í öllum þremur
leikjunum og stóð sannarlega fyrir sínu.
17.10.2011
Í lokahófi Þórs/KA sl. föstudagskvöld fengu þrjár KA-stelpu viðurkenningar fyrir að skara framúr í 2. flokki á
liðnu keppnistímabili. Ágústa Kristinsdóttir var valin sú besta í flokknum, Lára Einarsdóttir efnilegust og Freydís
Kjartansdóttir var útnefnd leikmaður leikmannanna.
14.10.2011
2.flokkur KA kemur saman að nýju eftir haustfrí 25.október kl 18:30 í boganum.
13.10.2011
Davíð Rúnar Bjarnason og Ómar Friðriksson, leikmenn meistaraflokks KA í knattsyrnu, framlengdu í dag samninga sína við félagið til
næstu tveggja ára.
10.10.2011
Ómar Friðriksson hefur verið valinn í U-19 landsliðið sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur dagana 21. til 26.
október nk.
03.10.2011
Lokahóf 2. flokks var haldið um helgina með pompi og prakt. Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar, sá um
grilla ofan í mannskapinn og Petar Ivancic sá um skemtiatriði.
03.10.2011
KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson, markmaður og Ævar Ingi Jóhannesson, miðjumaður, hafa verið valdir í landslið Íslands U-17 ára sem keppir
í undankeppni Evrópumótsins í Ísrael 12. til 17. október nk.
30.09.2011
Getraunastarf KA hefst á ný eftir sumarfrí. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði en áður eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna borgarferð í vetur (flug, bíll, gisting, matur og leikhús fyrir tvo) sem
eru fyrstu verðlaun fyrir áramót. Einnig eru veitt verðlaun fyrir 2. og 3. sætið bæði fyrir og eftir áramót sem og fyrir besta seðil
ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.
Heildarverðmæti vinninga er tæp hálf milljón króna.
28.09.2011
Nú þegar eru farnar að berast fyrirspurnir um hvenær hið vinsæla N1-mót KA í knattspyrnu í 5. aldursflokki drengja verði á næsta
ári. Það skal hér með upplýst að mótið verður haldið dagana 4. til 7. júlí 2012 á KA-svæðinu. Mótið
hefst að vanda á miðvikudegi - 4. júlí - og því lýkur laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar verða birtar á
heimasíðu mótsins - sjá hnapp hér efst á síðunni lengst til hægri.
27.09.2011
Kvennalið Þórs/KA spilar á morgun, miðvikudaginn, 27. september, kl. 16.15 við þýska liðið 1. FFC Turbine Potsdam á
Þórsvelli og eru allir hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.