04.02.2012
Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00, verður úrslitaleikur Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum þar sem mætast KA1 og
Þór1. Bæði lið eru ósigruð í mótinu að riðlakeppni lokinni.
03.02.2012
Í dag voru undirritaðir tveggja ára samningar knatttspyrnudeildar KA við tvo pilta í 2. flokki - Kristján Frey Óðinsson og Gunnar Örvar
Stefánsson.
31.01.2012
Í morgun var tímasetningu á úrslitaleik Hleðslumótsins í fótbolta milli KA1 og Þórs1 breytt í þá veru að
hann verður kl. 14.00 nk. sunnudag - 5. febrúar - en ekki klukkan 17.00 eins og til stóð. Látið þetta endilega berast - við hvetjum KA-menn til þess
að fjölmenna í Bogann og hvetja strákana til sigurs!
31.01.2012
KA2 varð að sætta sig við 0-2 tap gegn Völsungi í Hleðslumótinu í Boganum sl. sunnudag. Þar með endaði KA2 í neðsta
sæti síns riðils í mótinu og spila við Þór2 um neðstu tvö sætin í mótinu. KA1 spilar hins vegar til úrslita
í mótinu við Þór1.
29.01.2012
KA1 sigraði KF með fimm mörkum gegn þremur í miklum baráttuleik í Boganum í gær þar sem dæmdar voru þrjár
vítaspyrnur, fjöldi gulra spjalda fór á loft og eitt rautt. Þar með endaði KA1 með fullt hús stiga í riðlinum og spilar til
úrslita í Hleðslumótinu gegn annað hvort Þór1 eða Dalvík/Reyni, en þessi lið mætast í dag og dugar Þór1
jafntefli til þess að halda efsta sæti riðilsins og spila úrslitaleikinn gegn KA1.
27.01.2012
Bæði KA1 og KA2 spila í Hleðslumótinu í Boganum um helgina. KA1 mætir KF á morgun, laugardag, kl. 17.30 og KA2 mætir Völsungum á
sunnudag kl. 17.15. Þetta eru síðustu leikir liðanna í riðlakeppni Hleðslumótsins. KA1 er með fullt hús stiga í sínum riðli en
KA2 eru án stiga. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.
22.01.2012
KA 2 tapaði 1-4 fyrir Þór 1 í öðrum leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum í dag. Miklar sviptingar voru í leiknum
og fengu leikmenn í báðum liðum að líta rauða spjaldið.
18.01.2012
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011.
Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og
í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.
14.01.2012
KA 1 spilaði annan leik sinn í Hleðslumótinu í fótbolta í Boganum í dag gegn Þór 2. Okkar menn höfðu öruggan
sigur, 5-1. Staðan var 2-1 í hálfleik.
13.01.2012
Í dag var gengið frá samningum við KA-stelpurnar Ágústu Kristinsdóttur og Helenu Jónsdóttur, en báðar eru þær leikmenn
meistaraflokks Þórs/KA.