27.01.2012
Bæði KA1 og KA2 spila í Hleðslumótinu í Boganum um helgina. KA1 mætir KF á morgun, laugardag, kl. 17.30 og KA2 mætir Völsungum á
sunnudag kl. 17.15. Þetta eru síðustu leikir liðanna í riðlakeppni Hleðslumótsins. KA1 er með fullt hús stiga í sínum riðli en
KA2 eru án stiga. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.
22.01.2012
KA 2 tapaði 1-4 fyrir Þór 1 í öðrum leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum í dag. Miklar sviptingar voru í leiknum
og fengu leikmenn í báðum liðum að líta rauða spjaldið.
18.01.2012
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011.
Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og
í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.
14.01.2012
KA 1 spilaði annan leik sinn í Hleðslumótinu í fótbolta í Boganum í dag gegn Þór 2. Okkar menn höfðu öruggan
sigur, 5-1. Staðan var 2-1 í hálfleik.
13.01.2012
Í dag var gengið frá samningum við KA-stelpurnar Ágústu Kristinsdóttur og Helenu Jónsdóttur, en báðar eru þær leikmenn
meistaraflokks Þórs/KA.
09.01.2012
Síðastliðinn laugardag - þegar skrifað var undir samning við Jóhann Helgason - var skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning
knattspyrnudeildar og Hölds - Bílaleigu Akureyrar.
08.01.2012
Í gær, laugardaginn 7. janúar, var framlengdur samningur knattspyrnudeildar KA við Ingvar Má Gíslason, aðstoðarþjálfara meistaraflokks KA,
og mun hann Gunnlaugi Jónssyni til aðstoðar á undirbúningstímabilinu og næsta sumar, eins og á sl. keppnistímabili.
07.01.2012
KA 1 sigraði Magna í dag í fyrsta leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum með þremur mörkum gegn engu. Sigurinn var fyllilega
sanngjarn og hefði getað orðið mun stærri. KA 2 tapaði fyrir Dalvík/Reyni með fimm mörkum gegn engu.
07.01.2012
Miðjumaðurinn Jóhann Helgason gekk í dag í raðir KA – síns uppeldisfélags – á lánssamningi frá Grindavík og
mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar. Samningur við Jóhann var undirritaður í KA-heimilinu í dag.
05.01.2012
Framherjinn Jóhann Örn Sigurjónsson, sem er fæddur 1993, samdi í dag við knattspyrnudeild KA til tveggja ára.