12.06.2011
Margrét Árnadóttir í A-liði 5. flokks KA var valin efnilegasti leikmaðurinn á Pæjumótinu í Eyjum sem lauk í gær.
Margrét er vel að þessari viðurkenningu komin, enda mikið efni á ferð. Hún hefur í vetur æft jöfnum höndum með 5. og 4. flokki KA
og spilað með báðum flokkum. Til hamingju Margrét með viðurkenninguna!
12.06.2011
Það er alltaf gaman að fá þá viðurkenningu að vera prúðasta liðið. Það sýnir góðan liðsanda, kurteisi og
virðingu. Stelpurnar í fimmta flokki KA fengu þessa viðurkenningu á Pæjumótinu í Eyjum sem lauk í gær. Meðfylgjandi mynd var tekin af
öllum stelpunum þegar þær veittu þessari viðurkenningu viðtöku.
11.06.2011
Stelpurnar í A-liði KA í 5. flokki gerðu sér lítið fyrir í morgun og sigruðu Pæjumótið í Eyjum. Stelpurnar unnu mikinn
baráttusigur á Breiðabliki í gær í riðlakeppninni og tryggðu sér sæti í úrslitum. Í morgun spiluðu stelpurnar
síðan tvo úrslitaleiki þar sem þær sigruðu Stjörnuna 2-1 og Hauka 1-0 og stóðu þar með uppi sem sigurvegarar
í A-liða keppninni. Og ekki nóg með það. KA var útnefnt prúðasta félag mótsins, sem ástæða er til að vera
stolt af og Margrét Árnadóttir í A-liði KA var útnefnd efnilegasti leikmaður mótsins.
10.06.2011
KA-menn tóku á móti Fjölni í blíðskaparveðri á Þórsvellinum fyrr í kvöld. Fyrir fram mátti búast við
hörkuleik en raunin varð önnur.
09.06.2011
Á morgun tekur KA á móti Fjölni í 1.deildinni á ÞÓRSVELLI, leikurinn hefst klukkan 18:15 og allir eru hvattir til að mæta
því strákarnir þurfa stuðning núna eftir tvo tapleiki í röð. Leikurinn verður að öllum líkindum í beinni
útsendingu á netinu, en það er fátt sem kemur í veg fyrir það. Mun ég þá sjálfur annast lýsingu á leiknum.
Vegna tímaskorts verður upphitunin ekki lengri að sinni en allir eru hvattir til að mæta!
08.06.2011
Umfjöllun um leik KA gegn Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli í gærkvöldi sem endaði með 1-0 tapi í leik þar sem KA liðið
náði aldrei að sýna sínar réttu hliðar.
07.06.2011
KA sótti ekki gull í greipar Þróttara á Valbjarnarvelli í kvöld. Þróttarar höfðu sigur 1-0 og eru nú komnir með 10
stig í öðru sæti á eftir Skagamönnum sem verma sem fyrr toppsætið með þrettán stig eftir stórsigur á
Bí-Bolungarvík 6-0. KA situr í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig.
07.06.2011
KA fer suður í dag og fer þar í heimsókn á Valbjarnarvöll, heimavöll Þróttara. Leikurinn hefst 19:30 og eru allir hvattir að
mæta sem tök hafa á.
07.06.2011
Næsti heimaleikur KA, sem verður gegn Fjölni nk. föstudag kl. 18.15, verður á Þórsvelli. Ástæðan er sú að ekki er unnt
að hleypa leikmönnum og áhorfendum inn á Akureyrarvöll vegna þeirra framkvæmda sem þar eru í fullum gangi.
06.06.2011
Knattspyrnuunnendum verður í júní boðið upp á 10% afslátt af
bókinni: 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi. Hér er um að ræða glæsilega bók upp á 384
blaðsíður, sem segir sögu knattspyrnunnar á Íslandi í máli og myndum. Í bókinni er sagt frá upphafi knattspyrnunnar á
Íslandi frá 1870 fram til að fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og er sagt frá þróun knattspyrnunnar á Íslandi til 1965.
Seinna bindið (1966-2011) kemur út 11. nóvember 2011. Afsláttarverð bókarinnar, fyrra
bindi, er kr. 7.900.