Fréttir

Tap á Valbjarnarvelli

KA sótti ekki gull í greipar Þróttara á Valbjarnarvelli í kvöld. Þróttarar höfðu sigur 1-0 og eru nú komnir með 10 stig í öðru sæti á eftir Skagamönnum sem verma sem fyrr toppsætið með þrettán stig eftir stórsigur á Bí-Bolungarvík 6-0. KA situr í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig.

Þróttur - KA í dag!!!!

KA fer suður í dag og fer þar í heimsókn á Valbjarnarvöll, heimavöll Þróttara. Leikurinn hefst 19:30 og eru allir hvattir að mæta sem tök hafa á. 

Leikurinn við Fjölni verður á Þórsvelli

Næsti heimaleikur KA, sem verður gegn Fjölni nk. föstudag kl. 18.15, verður á Þórsvelli. Ástæðan er sú að ekki er unnt að hleypa leikmönnum og áhorfendum inn á Akureyrarvöll vegna þeirra framkvæmda sem þar eru í fullum gangi.

100 ára saga Íslandsmótsins - tilboðskjör í júní

Knattspyrnuunnendum verður í júní boðið upp á 10% afslátt af bókinni: 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi. Hér er um að ræða glæsilega bók upp á 384 blaðsíður, sem segir sögu knattspyrnunnar á Íslandi í máli og myndum. Í bókinni er sagt frá upphafi knattspyrnunnar á Íslandi frá 1870 fram til að fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og er sagt frá þróun knattspyrnunnar á Íslandi til 1965. Seinna bindið (1966-2011) kemur út 11. nóvember 2011. Afsláttarverð bókarinnar, fyrra bindi, er kr. 7.900.      

Hvar er hann nú: Örn Kató Hauksson

Þá er komið að næsta manni á dagskrá í "Hvar er hann nú?" og það er hinn ávallt góði Örn Kató Hauksson sem er uppalinn hjá KA en yfirgaf liðið árið 2005 og spilaði eftir það með Val, Fram, Fjarðabyggð og Aftureldingu en hann spilaði þó ekki mikið vegna mikilla meiðsla. Hann snéri í millitíðinni heim á láni frá Val og var í byrjunarliði gegn Þór í bikarnum 11. júní 2007. Hann fór útaf illa handleggsbrotinn eftir 9 mínútur.

KA - Haukar: Er þetta virkilega víti?

Í leik KA og Hauka gerðist fátt sem var okkur KA mönnum að skapi enda tapaðist leikurinn tvö núll. Á 20. mínutu fengu Haukar hins vegar vítaspyrnu sem má alveg deila um hvort hafi verið réttur eða rangur dómur. Að mínu mati er þessi vítaspyrna alveg út í hött - eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi myndbandi - og gula spjaldið átti að fara á rauða treyju en ekki gula!

Viðtöl eftir leik KA og Hauka (Myndbönd)

Viðtöl við Gunnlaug Jónsson, þjálfara KA, eftir dapurt tap KA á móti Haukum fyrr í kvöld, þá ræðum við einnig við sérfræðingin Magnús Gylfason sem þjálfar Hauka og Aksentije Milisic sérfræðing KA-Sport eftir leikinn, smellið á "Lesið meira" til að skoða viðtölin.

Tap gegn Haukum

Haukar úr Hafnarfirði gerðu góða ferð norður í dag og fóru með öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign þeirra við KA í Boganum. Haukarnir komu mun grimmari til leiks í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk - annars vegar með skalla eftir aukaspyrnu og hins vegar úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sandor Matus.

Ágætur sigur hjá Þór/KA

Stelpurnar í Þór/KA unnu góðan sigur í gærkvöld á Fylkisstelpum, 3-1. Spilað var á Þórsvelli.

Upphitun og viðtal: KA-Haukar!!!

Á morgun (fimmtudag) fær KA lið Hauka í heimsókn. Leikurinn verður í Boganum en ekki á Þórsvelli eins og ætlað var og er að vegna þess að eina æfingasvæði sem KA-menn geta notfært sér nú um stundir er Boginn og því best að spila þar. ALLIR ÆTTU AÐ MÆTA OG GERA SÉR GLAÐAN DAG Í HÓPI KA-MANNA!! frítt fyrir 16 ára og yngri en 1000 kr fyrir aðra.