Fréttir

Gunnlaugur: Mjög jákvætt að halda hreinu

KA gerði markalaust jafntefli gegn Leikni fyrr í kvöld. Heimasíðan heyrði í manninum í brúnni eftir leik, sem var sáttur með stig á erfiðum útivelli. “Heilt yfir var ég sáttur með spilamennskuna, við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttum klárlega að skora þá,” sagði Gulli og hélt áfram: “Í þeim síðari, komust Leiknismenn betur inn í leikinn og áttu þá hættulegar sóknir. En ég held að þetta hafi verið sanngjarnt.” 

Endurnýjaður samningur við Landsbankann

Knattspyrnudeild KA hefur endurnýjað samstarfssamning við Landsbankann til tveggja ára og var skrifað undir hann í Landsbankahúsinu á Akureyri sl. miðvikudag.

KA gerir samning við Flugfélag Íslands

Knattspyrnudeild KA hefur gert samstarfssamning við Flugfélag Íslands, sem er deildinni afar mikilvægur.

Jóhann Már í nýju KA-treyjunni

KA-menn ganga inn á Leiknisvöll kl. 20.00 í kvöld í splunkunýjum treyjum, sem raunar eru sáralítið öðruvísi en treyjurnar á síðasta keppnistímabili, en merki tveggja nýrra stuðningsaðila hafa þó bæst við á ermarnar.

Húsbúnaður óskast

Knattspyrnudeild KA bráðvantar nokkra hluti í íbúð fyrir einn af leikmönnum okkar í sumar.

Davíð Örn Atlason til KA

Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir KA og mun spila með félaginu í sumar á lánssamningi frá Víkingi Reykjavík.

Á morgun: Leiknir - KA (upphitun)

Eftir stífar æfingar og mikla vinnu verður Íslandsmótinu í 1. deildinni loksins sparkað af stað á nýjan leik á morgun, athöfnin sem við KA-menn viljum fylgjast með fer fram á Leiknisvelli í Breiðholtinu. 

Aci semur við KA

Knattspyrnudeild KA hefur gert tveggja ára samning við Aksentije Milisic (Aci), leikmann í öðrum flokki KA.

Knattspyrnudeild vantar sjálfboðaliða

Okkur vantar hjálpfúsar hendur til að aðstoða við framkvæmd á heimaleikjum KA í sumar.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30 í KA-heimilinu - daginn fyrir fyrsta heimaleik KA, sem verður föstudaginn 20. maí gegn ÍR.