Fréttir

2.flokkur leikur við Val í kvöld

2.flokkur spilar í kvöld sinn fyrsta heimaleik í deildinni á þessu ári þegar Valsarar koma í heimsókn. KA hefur spilað tvö leiki til þessa og náðu jafntefli gegn ÍA á Skaganum og töpuðu naumlega fyrir KR í Frostaskjóli um síðustu helgi. Þá léku þeir við Þór í vikunni og töpuðu einni naumlega 4-3 fyrir þeim, en þó vantaði 5 sterka menn í lið KA. Þeir strákar verða  trúlega með í kvöld og endilega allir að mæta á völlinn og kíkja á okkar menn. Leikurinn byrjar klukkan 18:00og er í Boganum

Leikir vikunnar hjá yngri flokkum: Uppfært

Níu leikir eru á dagskrá hjá yngri flokkum KA þessa vikuna. 3. flokkur kvenna hefur leik í kvöld gegn Tindastól/Neista í Boganum klukkan 18:00.

KA dagurinn á fimmtudaginn

KA dagurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. júní, uppstigningardag. Þar verða æfingagjöld innheimt, æfingatafla og þjálfarar kynntir, allir iðkendur fá afhentan DVD disk að gjöf frá KSÍ sem heitir Tækniskóli KSÍ,  o.fl.

Gunnlaugur: Þessi leikur sýndi þrjár hliðar á okkar liði

Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA var hæstánægður með frábæra endurkomu liðsins gegn HK sl. laugardag, þar sem liðið lenti 3-1 undir en sýndi mikinn karakter og kom til baka

Umfjöllun: HK - KA

KA-menn unnu mikinn karaktersigur á HK í gærdag eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik. Umfjöllun um leikinn.

Sárt tap hjá 2. flokki gegn Þór

Það voru tæplega 200 manns sem mættu í Bogann í gær til að horfa á leik KA og Þórs í 32ja liða úrslitum Valitor bikars 2. flokks. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik þrátt fyrir að KA vantaði 5 sterka menn.

HK - KA Á MORGUN!!

KA fer suður yfir heiðar á morgun og leikur þar við HK á Kópavogsvelli, leikurinn hefst klukkan 14:00 og allir KA- menn sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og gera sér vonandi glaðan dag. 

2. flokkur spilar við Þór í kvöld

Í kvöld leikur 2.flokkur KA við Þór í valitor bikarunm, leikið er að vanda í Boganum. Nokkra leikmenn vantar í lið KA eftir leikina um síðustu helgi, en bræðurnir Fannar og Jakob Hafsteinssynir ásasmt Ómari Friðrikssyni og Davíði Erni Atlasyni eru í Reykjavík með meistaraflokki en þeir leika gegn HK kl 14:00 á morgun. Þá er Jóhann Örn fjarverandi vegna vinnu. En samt sem áður á KA góðan möguleika í leiknum og hvetjum við alla að mæta í Bogann klukkan 20:00 í kvöld og hvetja okkar menn!

Umfjöllin, viðtöl og Myndir: Tap gegn Grindavík

Það var vel mætt í svifrykstank Akureyrar eða Bogann eins og sumir kalla hann í kvöld þegar KA tók á móti Grindavík í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins. Eins og flestum er kunnugt spila Grindavíkingar í úrvalsdeild og þóttu sigurstranglegir þrátt fyrir að KA hafi sýnt að það búi margt og mikið gott í þessu liði.

Yngri flokkar: Íslandsmótið rúllar af stað (úrslit dagsins)

Í vikunni rúlla Íslandsmótin af stað hjá 5. flokki karla og kvenna og 4.flokki karla.