24.05.2011
Á morgun, miðvikudaginn 25. maí tekur KA á móti úrvalsdeildarliði
Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Valitor - bikarsins. Gæti orðið mjög áhugaverður leikur og ALLIR eru hvattir til að mæta, 1000 kr.
inn fyrir 16 ára og eldri og ATH að ársmiðar KA gilda ekki á bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 19:15
23.05.2011
Leikur KA og Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins nk. miðvikudag hefur verið færður inn í Boga, þetta staðfesti
KSÍ í dag. Fyrirhugað var að leikurinn yrði á Þórsvelli en honum hefur einfaldlega verið lokað. Leik Þórs og FH, sem vera
átti í kvöld, hefur verið frestað og leikur Þórs og Leiknis F í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins færður í Bogann.
Meðfylgjandi er auglýsing fyrir leikinn gegn Grindavík sem hefst klukkan 19:15 á miðvikudagskvöldið, 25. maí. Verð aðgöngumiða er kr.
1.000, frítt fyrir yngri en 16 ára. Athugið að ársmiðar á leiki KA í 1. deild Íslandsmótsins gilda ekki á leikinn.
22.05.2011
Stelpurnar í Þór/KA spiluðu sinn annan deildarleik í dag þegar þær sóttu heim Grindavíkinga og höfðu sigur, 1-2. Sigurinn
var kærkomin eftir afleita byrjun, en sem kunnugt er töpuðu stelpurnar illa heima í fyrsta leik gegn ÍBV 0-5.
22.05.2011
Strákarnir í 2. flokki urðu að játa sig sigraða í öðrum leik sínum í Íslandsmótinu þegar þeir sóttu
heim KR-inga í Vesturbæinn í dag. KR-ingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki okkar manna.
21.05.2011
2. flokkur karla hóf í dag leik á Íslandsmótinu. Strákarnir fóru suður á Akranes og kepptu þar við heimamenn í
ÍA og gerðu við þá jafntefli í hörkuleik, 3-3.
21.05.2011
KA sigraði ÍR í gær 3-0 eins og alþjóð veit, en ég var á staðnum ásamt Frey Baldurssyni og tókum við leikinn upp,
ég setti það svo saman í skemmtilegt myndband, eins og sjá má þá hefðu KA getað skorað u.þ.b 5 mörk á fyrstu 10
mínútunum
21.05.2011
KA tók á móti ÍR í Boganum í kvöld og fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik. Svo ég vitni í spá
Páls Viðars Gíslasonar fyrir leikinn segir hún allt sem segja þarf um leikinn: “KA-menn eru með hættulega framherja og þeir verða
illviðráðanlegir í þessum leik í Boganum. Þeir vinna þetta örugglega 3-0.” Það er spurning hvaða náðargáfu
Palli er gæddur en hann hafði á hárréttu að standa, KA voru illviðráðanlegir í leiknum og unnu mjög svo öruggan 3-0 sigur. Spurning
hvort Palli taki við af nafna sínum, kolkrabbanum Páli, sem spáði fyrir um leiki á HM.
20.05.2011
KA sigraði ÍR-inga örugglega með þremur mörkum gegn engu í Boganum í kvöld. KA leiddi í hálfleik með marki Daniel Jason Howell og
í þeim síðari skoruðu ÍR-ingar sjálfsmark og Howell bætti síðan við þriðja markinu undir lok leiksins.
20.05.2011
Ein vinsælasta síða Íslands í dag er heimasíðan FlickMyLife.com. Þar eru settar inn myndir sem teljast furðulegar og gert grín af
þeim. KA-menn fengu sínar 15 mínútur af frægð á síðunni í gær en þar birtist mynd af Sigurjóni Fannari, "Sissa",
leikmanni meistaraflokks. Þú getur séð dýrðina með því að smella hér. Við
óskum Sigurjóni innilega til hamingju með nýfengna frægð og vonum að hún skili honum ferskum á völlinn í kvöld!
20.05.2011
Heimasíðan tók viðtal við Gunnlaug Jónsson þjálfara KA fyrir leikinn á móti ÍR. Hann vonast eftir að ALLIR KA menn láti
sjá sig og geri allt vitlaust í Boganum (ekki slagsmál og læti heldur öskri úr sér hálskirtlana)