Fréttir

Sárt tap hjá 2. flokki gegn Þór

Það voru tæplega 200 manns sem mættu í Bogann í gær til að horfa á leik KA og Þórs í 32ja liða úrslitum Valitor bikars 2. flokks. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik þrátt fyrir að KA vantaði 5 sterka menn.

HK - KA Á MORGUN!!

KA fer suður yfir heiðar á morgun og leikur þar við HK á Kópavogsvelli, leikurinn hefst klukkan 14:00 og allir KA- menn sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og gera sér vonandi glaðan dag. 

2. flokkur spilar við Þór í kvöld

Í kvöld leikur 2.flokkur KA við Þór í valitor bikarunm, leikið er að vanda í Boganum. Nokkra leikmenn vantar í lið KA eftir leikina um síðustu helgi, en bræðurnir Fannar og Jakob Hafsteinssynir ásasmt Ómari Friðrikssyni og Davíði Erni Atlasyni eru í Reykjavík með meistaraflokki en þeir leika gegn HK kl 14:00 á morgun. Þá er Jóhann Örn fjarverandi vegna vinnu. En samt sem áður á KA góðan möguleika í leiknum og hvetjum við alla að mæta í Bogann klukkan 20:00 í kvöld og hvetja okkar menn!

Umfjöllin, viðtöl og Myndir: Tap gegn Grindavík

Það var vel mætt í svifrykstank Akureyrar eða Bogann eins og sumir kalla hann í kvöld þegar KA tók á móti Grindavík í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins. Eins og flestum er kunnugt spila Grindavíkingar í úrvalsdeild og þóttu sigurstranglegir þrátt fyrir að KA hafi sýnt að það búi margt og mikið gott í þessu liði.

Yngri flokkar: Íslandsmótið rúllar af stað (úrslit dagsins)

Í vikunni rúlla Íslandsmótin af stað hjá 5. flokki karla og kvenna og 4.flokki karla.

Upphitun: KA - Grindavík!

Á morgun, miðvikudaginn 25. maí tekur KA á móti úrvalsdeildarliði Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Valitor - bikarsins. Gæti orðið mjög áhugaverður leikur og ALLIR eru hvattir til að mæta, 1000 kr. inn fyrir 16 ára og eldri og ATH að ársmiðar KA gilda ekki á bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 19:15

KA - Grindavík í Boganum (auglýsing)

Leikur KA og Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins nk. miðvikudag hefur verið færður inn í Boga, þetta staðfesti KSÍ í dag. Fyrirhugað var að leikurinn yrði á Þórsvelli en honum hefur einfaldlega verið lokað. Leik Þórs og FH, sem vera átti í kvöld, hefur verið frestað og leikur Þórs og Leiknis F í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins færður í Bogann. Meðfylgjandi er auglýsing fyrir leikinn gegn Grindavík sem hefst klukkan 19:15 á miðvikudagskvöldið, 25. maí. Verð aðgöngumiða er kr. 1.000, frítt fyrir yngri en 16 ára. Athugið að ársmiðar á leiki KA í 1. deild Íslandsmótsins gilda ekki á leikinn.

Þór/KA náði í fyrstu þrjú stigin til Grindavíkur

Stelpurnar í Þór/KA spiluðu sinn annan deildarleik í dag þegar þær sóttu heim Grindavíkinga og höfðu sigur, 1-2. Sigurinn var kærkomin eftir afleita byrjun, en sem kunnugt er töpuðu stelpurnar illa heima í fyrsta leik gegn ÍBV 0-5.

2. flokkur tapaði naumlega fyrir KR-ingum

Strákarnir í 2. flokki urðu að játa sig sigraða í öðrum leik sínum í Íslandsmótinu þegar þeir sóttu heim KR-inga í Vesturbæinn í dag. KR-ingar skoruðu tvö mörk gegn einu marki okkar manna.

2. flokkur gerði jafntefli við Skagann í fyrsta leik

2. flokkur karla hóf í dag leik á Íslandsmótinu. Strákarnir fóru suður á Akranes og kepptu þar við heimamenn í ÍA og gerðu við þá jafntefli í hörkuleik, 3-3.