Fréttir

Þjáfari ÍR: Við munum leggja allt í sölurnar

Heimasíðan náði í skottið á Guðlaugi Baldurssyni þjálfara ÍR fyrir leikinn í kvöld. “Leikurinn leggst vel í mig. Það er alltaf gaman að koma norður yfir heiðar og heimsækja höfuðstað Norðulands.”

Fyrsti heimaleikur í kvöld - KA í úrvalsdeild í umgjörð

Fyrsti heimaleikurinn okkar er í kvöld og þar sem menn vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun verður hann leikinn inni í "hlýja" Boganum. Tekin var sú ákvörðun á vördögum að reyna eftir fremsta megni að skapa flotta umgjörð í kringum heimaleiki KA og ætlum við svo sannarlega að vera í úrvalsdeild í þeim efnum.

Kynningarkvöld KA heppnaðist vel (myndir)

Hin árlega kynning á leikmönnum m.fl. karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Gunnlaugur Jónsson þjálfari fór yfir liðið og kynnti áherslurnar fyrir sumarið. Kvöldið var vel sótt af dyggum stuðningsmönnum félagsins. Sævar Sig ljósmyndari var að sjálfsögðu á svæðinu. Myndirnar má sjá hér.

Upphitun: Doktorinn mætir og þú líka! (myndband)

Á morgun(föstudag) tekur KA á móti ÍR í 2.umferð 1.deildar karla í knattspyrnu. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur KA á tímabilinu, leikurinn fer fram í Boganum eins og felstir vita enda mikið fjaðrafok verið útaf þeirri ákvörðun Þórs að leyfa ekki KA að leika á sínum velli.

Nivea og Strikið veita manni leiksins veglega pakka

Árlega velur dómnefnd, sem fer huldu höfði,  mann leiksins á hverjum heimaleik og alltaf hefur verið veglegur fengur í boði fyrir þann sem þykir standa sig best í hverjum leik. Búið er að skipa dómnefnd og gerður var samningur við Strikið, sem hefur undanfarin ár gefið gjafabréf og Nivea sem veitir stútfulla gjafakörfu af "beauty" vörum

Melar Sport bjóða nú upp á glænýtt námskeið

Melar Sport bjóða nú upp á glænýtt námskeið fyrir 19 ára og yngri Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fræðslunámskeiðinu AFREKSMAÐURINN og fjallar sérstaklega um hugarfar og íþróttasálfræði.

Í þá gömlu góðu daga: Palli Gísla í KA?! (Mynd)

Nú kynnum við til leiks nýjan lið hér á KA - síðunni sem ber nafnið "Í þá gömlu góðu daga". Eins og nafnið gefur til kynna verður ferðast aftur í sögu KA sem er löng og glæsileg. Til halds og trausts eru bækurnar "Saga KA" sem allir KA menn ættu að eiga, en þær fást í KA - heimilinu. En nóg um það, við ætlum að hverfa 19 ár aftur í tímann til ársins 1992. Það ár lék nefnilega Páll Viðar Gíslason, sem er einn nafntogaðasti Þórsari bæjarins og nú þjálfari m.fl. karla Þórs, með KA!

Fyrsti heimaleikur KA fer fram í Boganum

Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili fer fram í Boganum nk. föstudagskvöld kl. 19.00. Andstæðingarnir eru ÍR-ingar, sem spáð hefur verið góðu gengi í 1. deildinni á þessari leiktíð.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar fimmtudagskvöldið 19. maí

Knattspyrnudeild KA efnir til kynningarkvölds vegna komandi sumars annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. maí, kl. 20.30 í KA-heimilinu.

Æfingaleikur: KA 3-0 Magni

KA og Magni léku æfingaleik í kvöld á Hrafnagili, þar sem bæði lið æfa þessa dagana en þetta er nánast eina grassvæðið í Eyjafirði sem er klárt undir fótboltaiðkun. Gulli var þarna að leyfa þeim sem minna hafa spilað að spreyta sig gegn sterkustu mönnum Magna.