21.05.2011
KA sigraði ÍR í gær 3-0 eins og alþjóð veit, en ég var á staðnum ásamt Frey Baldurssyni og tókum við leikinn upp,
ég setti það svo saman í skemmtilegt myndband, eins og sjá má þá hefðu KA getað skorað u.þ.b 5 mörk á fyrstu 10
mínútunum
21.05.2011
KA tók á móti ÍR í Boganum í kvöld og fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik. Svo ég vitni í spá
Páls Viðars Gíslasonar fyrir leikinn segir hún allt sem segja þarf um leikinn: “KA-menn eru með hættulega framherja og þeir verða
illviðráðanlegir í þessum leik í Boganum. Þeir vinna þetta örugglega 3-0.” Það er spurning hvaða náðargáfu
Palli er gæddur en hann hafði á hárréttu að standa, KA voru illviðráðanlegir í leiknum og unnu mjög svo öruggan 3-0 sigur. Spurning
hvort Palli taki við af nafna sínum, kolkrabbanum Páli, sem spáði fyrir um leiki á HM.
20.05.2011
KA sigraði ÍR-inga örugglega með þremur mörkum gegn engu í Boganum í kvöld. KA leiddi í hálfleik með marki Daniel Jason Howell og
í þeim síðari skoruðu ÍR-ingar sjálfsmark og Howell bætti síðan við þriðja markinu undir lok leiksins.
20.05.2011
Ein vinsælasta síða Íslands í dag er heimasíðan FlickMyLife.com. Þar eru settar inn myndir sem teljast furðulegar og gert grín af
þeim. KA-menn fengu sínar 15 mínútur af frægð á síðunni í gær en þar birtist mynd af Sigurjóni Fannari, "Sissa",
leikmanni meistaraflokks. Þú getur séð dýrðina með því að smella hér. Við
óskum Sigurjóni innilega til hamingju með nýfengna frægð og vonum að hún skili honum ferskum á völlinn í kvöld!
20.05.2011
Heimasíðan tók viðtal við Gunnlaug Jónsson þjálfara KA fyrir leikinn á móti ÍR. Hann vonast eftir að ALLIR KA menn láti
sjá sig og geri allt vitlaust í Boganum (ekki slagsmál og læti heldur öskri úr sér hálskirtlana)
20.05.2011
Heimasíðan náði í skottið á Guðlaugi Baldurssyni þjálfara
ÍR fyrir leikinn í kvöld. “Leikurinn
leggst vel í mig. Það er alltaf gaman að koma norður yfir heiðar og heimsækja höfuðstað Norðulands.”
20.05.2011
Fyrsti heimaleikurinn okkar er í kvöld og þar sem menn vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun verður hann leikinn inni í "hlýja"
Boganum. Tekin var sú ákvörðun á vördögum að reyna eftir fremsta megni að skapa flotta umgjörð í kringum heimaleiki KA og ætlum
við svo sannarlega að vera í úrvalsdeild í þeim efnum.
19.05.2011
Hin árlega kynning á leikmönnum m.fl. karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Gunnlaugur Jónsson þjálfari fór yfir liðið
og kynnti áherslurnar fyrir sumarið. Kvöldið var vel sótt af dyggum stuðningsmönnum félagsins. Sævar Sig ljósmyndari var að
sjálfsögðu á svæðinu. Myndirnar má sjá hér.
19.05.2011
Á morgun(föstudag) tekur KA á móti ÍR í 2.umferð 1.deildar karla í knattspyrnu.
Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur KA á tímabilinu, leikurinn fer fram í Boganum eins og felstir vita enda mikið fjaðrafok verið útaf þeirri
ákvörðun Þórs að leyfa ekki KA að leika á sínum velli.
18.05.2011
Árlega velur dómnefnd, sem fer huldu höfði, mann leiksins á hverjum heimaleik og alltaf hefur verið veglegur fengur í boði fyrir þann sem
þykir standa sig best í hverjum leik. Búið er að skipa dómnefnd og gerður var samningur við Strikið, sem hefur undanfarin ár gefið
gjafabréf og Nivea sem veitir stútfulla gjafakörfu af "beauty" vörum