05.07.2011
Hérna kemur myndband frá lokahófi N1 mótsins sem unnið var af Jóhanni Má og Frey Baldurssyni. Smellið á lesa meira
03.07.2011
2 flokkur brá sér suður yfir heiðar um helgina og lék tvö leiki í Íslandsmótinu A riðli.
02.07.2011
Veðrið í dag á lokadegi N1-mótsins í fótbolta hefur verið ótrúlegt. Hitinn núna eftir hádegið var yfir 20 stig og
nánast logn. Þetta löngu tímabæra veður hefur markað frábæra umgjörð á þetta mót og gert það að verkum
að allir brosa út af eyrum. Þetta er frábær punktur yfir i-ið á frábærlega vel heppnuð móti.
02.07.2011
Í hófi á Hótel KEA í gærvöld var gengið frá nýjum fimm ára samningi milli knattspyrnudeildar KA og N1 um áframhaldandi
samstarf. Samningurinn felur í sér stuðning N1 um framkvæmd N1-mótsins auk þess sem félagið verður næstu fimm árin aðal
styrktaraðili knattspyrnudeildar KA.
29.06.2011
Það var flautað til leiks í 25. skipti á N1 mótinu í dag. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi leikið mótsgesti grátt
í dag hefur allt gengið vel og hafa um 1500 strákar spilað fótbolta í dag án stórra áfalla. Mótið stendur að venju fram
á laugardag en því verður slitið um sex með glæsilegu lokahófi þar sem tónlistarmaðurinn Friðrik Dór kemur m.a. fram.
Hægt er að fylgjast með framgangi mótsins á heimasíðu N1-mótsins.
29.06.2011
Leik Ólafsvíkur og KA var að ljúka rétt í þessu. Fóru leikar svo að KA tapaði 2 - 1 þrátt fyrir að KA hafi tekið
forystuna í upphafi leiksins með marki Hallgríms Mar. Nánari umfjöllun um leikinn er að vænta. Áfram KA!
29.06.2011
Það er ekki einungis í undirbúningi á N1-mótinu sem KA-menn standa í ströngu þessa stundina því meistaraflokkurinn er á
leið til Ólafsvíkur að spila mikilvægan leik í fyrstu deildinni í kvöld.
27.06.2011
N1 er aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KA. Af því tilefni vill N1 bjóða stuðningmönnum liðsins sérskjör á eldsneyti og
ýmsu öðru sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
27.06.2011
Nú er hægt að nálgast nýjan og glæsilegan KA límmiða í bílinn. Límmiðinn er til sölu í KA-heimilinu og einnig er
hægt að gefa sig á tal við allflesta stjórnarmenn sem taka niður pantanir eða vísa fólki áfram.
26.06.2011
KA sigraði Gróttu á föstudaginn 1-0 og hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum ef smellt er á lesa meira