14.07.2011
Ef smellt er á tengilinn að neðan er hægt að sjá myndir frá tapi KA gegn ÍA í síðustu viku. Myndirnar tók Þórir
Tryggva
Myndir hér
13.07.2011
Annar flokkur tók á móti Þór í, eins og við var að búast, miklum
baráttuleik þar sem bæði lið áttu lipra spretti og góð færi á milli harðra tæklinga og smá handalögmála.
Leikurinn besta skemmtun og alvöru nágrannaslagur.
13.07.2011
KA og Þór eigast við í ,,mini-derby" leik á Akureyrarvelli í kvöld og hefst hann kl 19.30
13.07.2011
Því miður tókst okkur ekki að sækja það sem við ætluðum vestur á firði í gær eða 3
stig. Eftir að við höfðum haft forustuna lengi tókst heimamönnum að tryggja sér sigur.
12.07.2011
Okkar menn leika í kvöld seinasta leik í fyrri umferð Íslandsmótsins gegn BÍ/Bolungarvík. Leikurinn fer fram á
Torfnesvelli og hefst hann kl. 20.00.
Gestgjöfum okkar hefur gengið þokkalega í deild, en þeirra bestu stundir í ár hafa komið í bikarnum þar sem við
þeim blasir leikur í undanúrslitum gegn KR. BÍ/Bol er sem stendur í áttunda sæti með þrettán stig, við í tíunda
með tíu stig.
09.07.2011
2. flokkur fékk sameiginlegt lið Breiðabliks og Augnabliks nú fyrir stundu og var boðið upp á
sannkallað havarí! KA-menn byrjuðu vel og spiluðu mun betur en Blikarnir allan fyrri hálfleikinn.
09.07.2011
Skagamenn voru í heimsókn á KA-vellinum í kvöld (áður Akureyrarvöllur). Fyrir leikinn
mátti búast við erfiðum leik fyrir KA-menn enda Skagamenn taplausir á toppnum og með rosalega flott lið. Það kom á daginn.
08.07.2011
Eins og flestir sem sótt hafa heimaleiki KA í sumar vita hefur áhorfendum verið gefin kostur á að reyna við sláarskot
í hálfleik. Sláarskotið er í samstarfi við Flugskóla Akureyrar en skólinn býður upp á nám til einkaflugmannsréttinda.
Á heimasíðu skólans, flugnam.is, er hægt að bóka kynnisflug þar sem námið er kynnt
ítarlega og viðkomandi fer í flugferð.
07.07.2011
Á morgun föstudag fær KA Skagamenn í heimsókn á KA–völlinn (áður
Akureyrarvöllur). Skaginn er eins og allir vita langeftstir í deildinni en það stoppar ekki okkar menn. ALLIR á völlinn á morgun og styðjið
við bakið á strákunum!!!
06.07.2011
Öllum KA-mönnum sem á einn eða annan hátt komu að framkvæmd N1-mótsins 2011 eru færðar innilegar þakkir fyrir þeirra mikla og
góða framlag.