Fréttir

2. flokkur með stig úr háspennuleik

2. flokkur fékk sameiginlegt lið Breiðabliks og Augnabliks nú fyrir stundu og var boðið upp á sannkallað havarí! KA-menn byrjuðu vel og spiluðu mun betur en Blikarnir allan fyrri hálfleikinn.

Umfjöllun: Skagamenn tveimur númerum of stórir

Skagamenn voru í heimsókn á KA-vellinum í kvöld (áður Akureyrarvöllur). Fyrir leikinn mátti búast við erfiðum leik fyrir KA-menn enda Skagamenn taplausir á toppnum og með rosalega flott lið. Það kom á daginn.

Sláarskotið í boði flugnam.is

Eins og flestir sem sótt hafa heimaleiki KA í sumar vita hefur áhorfendum verið gefin kostur á að reyna við sláarskot í hálfleik. Sláarskotið er í samstarfi við Flugskóla Akureyrar en skólinn býður upp á nám til einkaflugmannsréttinda. Á heimasíðu skólans, flugnam.is, er hægt að bóka kynnisflug þar sem námið er kynnt ítarlega og viðkomandi fer í flugferð.

KA - ÍA á morgun (auglýsing)

Á morgun föstudag fær KA Skagamenn í heimsókn á KA–völlinn (áður Akureyrarvöllur). Skaginn er eins og allir vita langeftstir í deildinni en það stoppar ekki okkar menn.  ALLIR á völlinn á morgun og styðjið við bakið á strákunum!!!

Innilegar þakkir til KA-manna!

Öllum KA-mönnum sem á einn eða annan hátt komu að framkvæmd N1-mótsins 2011 eru færðar innilegar þakkir fyrir þeirra mikla og góða framlag.

N1 mót KA 2011 Myndband

Hérna kemur myndband frá lokahófi N1 mótsins sem unnið var af Jóhanni Má og Frey Baldurssyni. Smellið á lesa meira

2 flokkur karla gerir það gott

2 flokkur brá sér suður yfir heiðar um helgina og lék tvö leiki í Íslandsmótinu A riðli.

Stórkostlegt veður á N1-móti KA

Veðrið í dag á lokadegi N1-mótsins í fótbolta hefur verið ótrúlegt. Hitinn núna eftir hádegið var yfir 20 stig og nánast logn. Þetta löngu tímabæra veður hefur markað frábæra umgjörð á þetta mót og gert það að verkum að allir brosa út af eyrum. Þetta er frábær punktur yfir i-ið á frábærlega vel heppnuð móti.

Nýr fimm ára samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og N1

Í hófi á Hótel KEA í gærvöld var gengið frá nýjum fimm ára samningi milli knattspyrnudeildar KA og N1 um áframhaldandi samstarf. Samningurinn felur í sér stuðning N1 um framkvæmd N1-mótsins auk þess sem félagið verður næstu fimm árin aðal styrktaraðili knattspyrnudeildar KA.

Flautað til leiks á N1 mótinu í dag

Það var flautað til leiks í 25. skipti á N1 mótinu í dag. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi leikið mótsgesti grátt í dag hefur allt gengið vel og hafa um 1500 strákar spilað fótbolta í dag án stórra áfalla. Mótið stendur að venju fram á laugardag en því verður slitið um sex með glæsilegu lokahófi þar sem tónlistarmaðurinn Friðrik Dór kemur m.a. fram. Hægt er að fylgjast með framgangi mótsins á heimasíðu N1-mótsins.