Fréttir

Tap í Ólafsvík

Leik Ólafsvíkur og KA var að ljúka rétt í þessu. Fóru leikar svo að KA tapaði 2 - 1 þrátt fyrir að KA hafi tekið forystuna í upphafi leiksins með marki Hallgríms Mar. Nánari umfjöllun um leikinn er að vænta. Áfram KA!

Hörkuleikur í Ólafsvík í kvöld

Það er ekki einungis í undirbúningi á N1-mótinu sem KA-menn standa í ströngu þessa stundina því meistaraflokkurinn er á leið til Ólafsvíkur að spila mikilvægan leik í fyrstu deildinni í kvöld.

KA-menn fá betri kjör hjá N1

N1 er aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KA. Af því tilefni vill N1 bjóða stuðningmönnum liðsins sérskjör á eldsneyti og ýmsu öðru sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

KA límmiði í alla bíla!

Nú er hægt að nálgast nýjan og glæsilegan KA límmiða í bílinn. Límmiðinn er til sölu í KA-heimilinu og einnig er hægt að gefa sig á tal við allflesta stjórnarmenn sem taka niður pantanir eða vísa fólki áfram.

Svipmyndir úr KA - Grótta (myndband)

KA sigraði Gróttu á föstudaginn 1-0 og hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum ef smellt er á lesa meira

KA strákar gera það gott á Shellmóti

Nú er 3.dagur Shellmóts byrjaður en okkar strákar í 6.flokki hafa gert frábært mót til þessa. Fyrstu tveir dagar mótsins fara í það að raða niður í styrkleika og geta þannig A lið spilað við D lið og svo frammvegis. KA 1 komst vel frá þessum undanriðlum og sigruðu 5 leiki og gerðu 1 jafntefli og komust því í undanúrslita riðil, sem er sterkasti riðillinn.

Viðtöl og myndir eftir KA - Grótta

Eftir frábæran sigur er hægt að skoða myndir frá Sævari Geir hér og viðtöl við Gulla, Hauk Heiðar og Sigurð Helgason þjálfara Gróttu ef smellt er á lesa meira 

Umfjöllun: Nýtt KA-lið mætti til leiks!

KA fékk Gróttu í heimsókn og það var greinilegt að veðurguðirnir voru ánægður með að sjá leikinn á Akureyrarvelli því þeir blessuðu okkur með frábæru veðri. Talsvert var af fólki á leiknum og það fékk svo sannarlega að sjá KA-menn endurnærða eftir 2 vikna frí og 4 tapleiki í röð, því þeir stjórnuðu leiknum frá B-Ö, Grótta var sterkari fyrstu 5 mínúturnar en síðan sáust þeir ekki í sókn.

Sigur á Gróttu í kvöld!

KA-menn unnu góðan 1-0 vinnusigur á Gróttu í fyrsta eiginlega heimaleiknum okkar á þessu keppnistímabili. Þetta var fyrsti leikurinn á Akureyrarvelli í sumar og sigur KA var verðskuldaður.

KA - Grótta á Föstudag!!!!!

Á morgun föstudag fá okkar menn skemmtilega heimsókn frá Seltjarnarnesi þegar Grótta kemur í heimsókn á AKUREYRARVÖLL! Leikurinn hefst klukkan 18:15 og gengið verður inná völlinn norðan meginn vegna framkvæmda í stúkunni