18.05.2011
Melar Sport bjóða nú upp á glænýtt námskeið fyrir 19 ára og yngri
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fræðslunámskeiðinu AFREKSMAÐURINN og fjallar sérstaklega um hugarfar og
íþróttasálfræði.
18.05.2011
Nú kynnum við til leiks nýjan lið hér á KA - síðunni sem ber nafnið "Í þá gömlu góðu daga". Eins og nafnið
gefur til kynna verður ferðast aftur í sögu KA sem er löng og glæsileg. Til halds og trausts eru bækurnar "Saga KA" sem allir KA menn ættu að eiga, en
þær fást í KA - heimilinu. En nóg um það, við ætlum að hverfa 19 ár aftur í tímann til ársins 1992. Það
ár lék nefnilega Páll Viðar Gíslason, sem er einn nafntogaðasti Þórsari bæjarins og nú þjálfari m.fl. karla
Þórs, með KA!
18.05.2011
Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili fer fram í Boganum nk. föstudagskvöld kl. 19.00. Andstæðingarnir eru ÍR-ingar, sem spáð
hefur verið góðu gengi í 1. deildinni á þessari leiktíð.
18.05.2011
Knattspyrnudeild KA efnir til kynningarkvölds vegna komandi sumars annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. maí, kl. 20.30 í KA-heimilinu.
16.05.2011
KA og Magni léku æfingaleik í kvöld á Hrafnagili, þar sem bæði lið æfa þessa dagana en þetta er nánast eina
grassvæðið í Eyjafirði sem er klárt undir fótboltaiðkun. Gulli var þarna að leyfa þeim sem minna hafa spilað að spreyta sig gegn
sterkustu mönnum Magna.
16.05.2011
Framkvæmdir við stúkuna á Akureyrarvelli eru í fullum gangi. Áæltuð verklok á öllu eru í ágúst en stúkan
verður orðin góð að innan fyrir fyrsta leikinn sem spilaður verður á vellinum í byrjun júní. Stúkan verður öll hin
glæsilegasta að innan, auk þess sem byggt verður við hana. Í viðbyggingunni verður aðstaða fyrir blaðamenn og lyfta fyrir hjólastóla.
Við hér á síðunni fylgumst vel með gangi mála í stúkunni, hér er að finna myndir sem voru teknar í dag sem gefa góða
mynd af umfangi framkvæmdarinnar.
16.05.2011
Á fundi framkvæmdastjórnar Þórs í dag var beiðni knattspyrnudeildar KA um að fá að leika fyrsta heimaleik okkar á
Þórsvellinum hafnað. Ástæður sem gefnar eru að völlurinn sé ekki í nógu góðu ásigkomulagi og veðurspá
næstu daga sé ekki hagstæð. Í ljósi þessarar niðurstöðu hefur knattspyrnudeild KA nú þegar óskað eftir því
við KSÍ að leikurinn fari fram í Boganum nk. föstudagskvöld kl. 19.00. Beðið er ákvörðunar KSÍ í málinu.
15.05.2011
Þá er komið að næsta manni á dagskrá en það er KA-goðsögnin Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, mæli með því
að allir lesi þennan pistil frá Makan.
15.05.2011
Stelpurnar í Þór/KA léku sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í gær laugardag. Stelpurnar guldu afhroð í leiknum en ÍBV
sigraði með 5 mörkum gegn engu. Í samtali við thorsport.is viðurkenndi Viðar Sigurjónsson að þessi úrslit væru
niðurlæging. Hann benti þó á að liðið hafi verið meira með boltann, fengið mun fleiri hornspyrnur
og að leikmönnum ÍBV hafi nokkrum sinnum tekist að bjarga á línu.
14.05.2011
Það var mikil tilhlökkun í þeim gulu og bláu fyrir deginum í dag enda tæplega sjö mánaða undirbúningstímabili lokið
og loksins átti að byrja Íslandsmótið á leik gegn Leikni. KA-menn fengu verðugt verkefni í fyrsta leik en andstæðingarnir úr
Breiðholtinu voru hársbreidd frá því að komast upp í úrvalsdeild síðasta haust og er þeim spáð töluvert betra gengi
en KA í sumar.