16.05.2011
Framkvæmdir við stúkuna á Akureyrarvelli eru í fullum gangi. Áæltuð verklok á öllu eru í ágúst en stúkan
verður orðin góð að innan fyrir fyrsta leikinn sem spilaður verður á vellinum í byrjun júní. Stúkan verður öll hin
glæsilegasta að innan, auk þess sem byggt verður við hana. Í viðbyggingunni verður aðstaða fyrir blaðamenn og lyfta fyrir hjólastóla.
Við hér á síðunni fylgumst vel með gangi mála í stúkunni, hér er að finna myndir sem voru teknar í dag sem gefa góða
mynd af umfangi framkvæmdarinnar.
16.05.2011
Á fundi framkvæmdastjórnar Þórs í dag var beiðni knattspyrnudeildar KA um að fá að leika fyrsta heimaleik okkar á
Þórsvellinum hafnað. Ástæður sem gefnar eru að völlurinn sé ekki í nógu góðu ásigkomulagi og veðurspá
næstu daga sé ekki hagstæð. Í ljósi þessarar niðurstöðu hefur knattspyrnudeild KA nú þegar óskað eftir því
við KSÍ að leikurinn fari fram í Boganum nk. föstudagskvöld kl. 19.00. Beðið er ákvörðunar KSÍ í málinu.
15.05.2011
Þá er komið að næsta manni á dagskrá en það er KA-goðsögnin Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, mæli með því
að allir lesi þennan pistil frá Makan.
15.05.2011
Stelpurnar í Þór/KA léku sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í gær laugardag. Stelpurnar guldu afhroð í leiknum en ÍBV
sigraði með 5 mörkum gegn engu. Í samtali við thorsport.is viðurkenndi Viðar Sigurjónsson að þessi úrslit væru
niðurlæging. Hann benti þó á að liðið hafi verið meira með boltann, fengið mun fleiri hornspyrnur
og að leikmönnum ÍBV hafi nokkrum sinnum tekist að bjarga á línu.
14.05.2011
Það var mikil tilhlökkun í þeim gulu og bláu fyrir deginum í dag enda tæplega sjö mánaða undirbúningstímabili lokið
og loksins átti að byrja Íslandsmótið á leik gegn Leikni. KA-menn fengu verðugt verkefni í fyrsta leik en andstæðingarnir úr
Breiðholtinu voru hársbreidd frá því að komast upp í úrvalsdeild síðasta haust og er þeim spáð töluvert betra gengi
en KA í sumar.
13.05.2011
KA gerði markalaust jafntefli gegn Leikni fyrr í kvöld. Heimasíðan heyrði í
manninum í brúnni eftir leik, sem var sáttur með stig á erfiðum útivelli. “Heilt
yfir var ég sáttur með spilamennskuna, við vorum betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttum klárlega að skora
þá,” sagði Gulli og hélt áfram:
“Í þeim síðari, komust Leiknismenn betur inn í leikinn og áttu þá hættulegar sóknir. En ég held að þetta hafi
verið sanngjarnt.”
13.05.2011
Knattspyrnudeild KA hefur endurnýjað samstarfssamning við Landsbankann til tveggja ára og var skrifað undir hann í Landsbankahúsinu á Akureyri sl.
miðvikudag.
13.05.2011
Knattspyrnudeild KA hefur gert samstarfssamning við Flugfélag Íslands, sem er deildinni afar mikilvægur.
13.05.2011
KA-menn ganga inn á Leiknisvöll kl. 20.00 í kvöld í splunkunýjum treyjum, sem raunar eru sáralítið öðruvísi en treyjurnar
á síðasta keppnistímabili, en merki tveggja nýrra stuðningsaðila hafa þó bæst við á ermarnar.
12.05.2011
Knattspyrnudeild KA bráðvantar nokkra hluti í íbúð fyrir einn af leikmönnum okkar í sumar.