Fréttir

KA strákar gera það gott á Shellmóti

Nú er 3.dagur Shellmóts byrjaður en okkar strákar í 6.flokki hafa gert frábært mót til þessa. Fyrstu tveir dagar mótsins fara í það að raða niður í styrkleika og geta þannig A lið spilað við D lið og svo frammvegis. KA 1 komst vel frá þessum undanriðlum og sigruðu 5 leiki og gerðu 1 jafntefli og komust því í undanúrslita riðil, sem er sterkasti riðillinn.

Viðtöl og myndir eftir KA - Grótta

Eftir frábæran sigur er hægt að skoða myndir frá Sævari Geir hér og viðtöl við Gulla, Hauk Heiðar og Sigurð Helgason þjálfara Gróttu ef smellt er á lesa meira 

Umfjöllun: Nýtt KA-lið mætti til leiks!

KA fékk Gróttu í heimsókn og það var greinilegt að veðurguðirnir voru ánægður með að sjá leikinn á Akureyrarvelli því þeir blessuðu okkur með frábæru veðri. Talsvert var af fólki á leiknum og það fékk svo sannarlega að sjá KA-menn endurnærða eftir 2 vikna frí og 4 tapleiki í röð, því þeir stjórnuðu leiknum frá B-Ö, Grótta var sterkari fyrstu 5 mínúturnar en síðan sáust þeir ekki í sókn.

Sigur á Gróttu í kvöld!

KA-menn unnu góðan 1-0 vinnusigur á Gróttu í fyrsta eiginlega heimaleiknum okkar á þessu keppnistímabili. Þetta var fyrsti leikurinn á Akureyrarvelli í sumar og sigur KA var verðskuldaður.

KA - Grótta á Föstudag!!!!!

Á morgun föstudag fá okkar menn skemmtilega heimsókn frá Seltjarnarnesi þegar Grótta kemur í heimsókn á AKUREYRARVÖLL! Leikurinn hefst klukkan 18:15 og gengið verður inná völlinn norðan meginn vegna framkvæmda í stúkunni

Arsenalskólinn 2011 (myndband)

Arsenalskólinn var haldinn í síðustu viku við góðar undirtektir og var samstarfið við Arsenal í kjölfarið framlengt um 3 ár! En ég var eitthvað á vellinum og tók saman það sem gerðist í skólanum. 

Innheimtudagar yngri flokka í knattspyrnu

Æfingagjöld í yngri flokkum KA í knattspyrnu verða innheimt í KA-heimilinu á morgun, miðvikudaginn 22. júní, kl. 17.00 til 17.30. Einnig verða æfingagjöld innheimt miðvikudaginn 29. júní, miðvikudaginn 6. júlí og miðvikudaginn 13. júlí á sama tíma - þ.e. kl. 17.00 til 17.30.  

Skotglaðir Englendingar (myndband)

Farið var með þjálfara Arsenalskólans uppá skotsvæði á miðvikudaginn og þeir fengu að reyna sig á rifli og haglabyssu, skemmst er frá því að segja að ég, Andrew og Sævar vorum hlutskarpastir með haglabyssuna og tókum 3 af 5 dúfum en með riflinum var það Scarlett sem var hlutskörpust við mikla gremju viðstaddra. Svo var farið í hvalaskoðun og á sjóstöng þar sem þeir fengu að prófa aðra tegund af skoti eða íslenskt brennivín og að sjálfsögðu hákarl með.

Selfoss vs KA í kvöld

KA skreppur í kvöld í heimsókn á Selfoss og mæta þar heimamönnum, leikurinn hefst klukkan 20:00 og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og sjá KA menn rífa sig upp á nýjan leik.  Selfyssingar eru í 2 sæti með 10 stig en KA í 8 með 7 stig þannig það er stutt á milli og því verður að styðja vel við bakið á liðinu. Bein textalýsing verður á mbl.is í kvöld svo hægt verður að fylgjast með þar og einnig á facebook síðu KA.

Taka3 Snjóbrettamenn Englands (myndband)

Jæja nú virkar það! Þjálfarar Arsenalskólans fóru á mánudag á snjóbretti upp í Hlíðarfjalli, já snjóbretti 13. júní! Kaldhæðnislegt!  Bræðurnir Eiki og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni reyndu að leiðbeina þeim með misjöfnum árangri, uppistaðan er komin á myndband og er skylduáhorf fyrir hláturtaugarnar.