Fréttir

Arsenalskólinn 2011 (myndband)

Arsenalskólinn var haldinn í síðustu viku við góðar undirtektir og var samstarfið við Arsenal í kjölfarið framlengt um 3 ár! En ég var eitthvað á vellinum og tók saman það sem gerðist í skólanum. 

Innheimtudagar yngri flokka í knattspyrnu

Æfingagjöld í yngri flokkum KA í knattspyrnu verða innheimt í KA-heimilinu á morgun, miðvikudaginn 22. júní, kl. 17.00 til 17.30. Einnig verða æfingagjöld innheimt miðvikudaginn 29. júní, miðvikudaginn 6. júlí og miðvikudaginn 13. júlí á sama tíma - þ.e. kl. 17.00 til 17.30.  

Skotglaðir Englendingar (myndband)

Farið var með þjálfara Arsenalskólans uppá skotsvæði á miðvikudaginn og þeir fengu að reyna sig á rifli og haglabyssu, skemmst er frá því að segja að ég, Andrew og Sævar vorum hlutskarpastir með haglabyssuna og tókum 3 af 5 dúfum en með riflinum var það Scarlett sem var hlutskörpust við mikla gremju viðstaddra. Svo var farið í hvalaskoðun og á sjóstöng þar sem þeir fengu að prófa aðra tegund af skoti eða íslenskt brennivín og að sjálfsögðu hákarl með.

Selfoss vs KA í kvöld

KA skreppur í kvöld í heimsókn á Selfoss og mæta þar heimamönnum, leikurinn hefst klukkan 20:00 og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og sjá KA menn rífa sig upp á nýjan leik.  Selfyssingar eru í 2 sæti með 10 stig en KA í 8 með 7 stig þannig það er stutt á milli og því verður að styðja vel við bakið á liðinu. Bein textalýsing verður á mbl.is í kvöld svo hægt verður að fylgjast með þar og einnig á facebook síðu KA.

Taka3 Snjóbrettamenn Englands (myndband)

Jæja nú virkar það! Þjálfarar Arsenalskólans fóru á mánudag á snjóbretti upp í Hlíðarfjalli, já snjóbretti 13. júní! Kaldhæðnislegt!  Bræðurnir Eiki og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni reyndu að leiðbeina þeim með misjöfnum árangri, uppistaðan er komin á myndband og er skylduáhorf fyrir hláturtaugarnar.

Samantekt frá degi 1 í Arsenalskólanum (myndband)

Arsenalskólinn fór af stað í dag og fór ég á stjá með myndavélina eftir hádegi og myndaði það sem var að gerast, afraksturinn má sjá ef smellt er á lesa meira, það kemur samantekt frá öllum dögum skólans

Arsenalskólinn hafinn

Í morgun mættu vel á þriðja hundrað krakkar í KA-heimilið fullir tilhlökkunar til þess að taka þátt í Arsenalskólanum í knattspyrnu, en þetta er annað árið í röð sem slíkur knattspyrnuskóli er starfræktur á KA-svæðinu.

Vítaspyrnur úr KA - Fjölnir

KA fékk dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í leiknum gegn Fjölni, sú fyrri var á 20 mínútu eftir brot Hafþórs Þrastarsonar og var hún réttlætanleg sú seinni kom hins vegar á 63.mínútu og var vægast sagt umdeilanleg, Sigurjón Fannar brýtur þar á leikmanni Fjölnis UTAN TEIGS! en dómarinn dómarinn dæmir víti og rautt! Endilega segið hvað ykkur finnst um þennan dóm?

KA - Fjölnir Viðtöl

Jæja afsaka seina ganginn en vegna ferminga og annarra anna hefur ekki verið unnt að setja viðtöl eftir KA Fjölni inn fyrr en núna, Viðtöl við Gulla, Elvar Pál og Ásmund þjálfara Fjölnis má sjá ef smellt er á lesa meira. 

Margrét valin efnilegust

Margrét Árnadóttir í A-liði 5. flokks KA var valin efnilegasti leikmaðurinn á Pæjumótinu í Eyjum sem lauk í gær. Margrét er vel að þessari viðurkenningu komin, enda mikið efni á ferð. Hún hefur í vetur æft jöfnum höndum með 5. og 4. flokki KA og spilað með báðum flokkum. Til hamingju Margrét með viðurkenninguna!