25.06.2011
Nú er 3.dagur Shellmóts byrjaður en okkar strákar í 6.flokki hafa gert frábært mót til þessa. Fyrstu tveir dagar mótsins fara í
það að raða niður í styrkleika og geta þannig A lið spilað við D lið og svo frammvegis. KA 1 komst vel frá þessum undanriðlum og
sigruðu 5 leiki og gerðu 1 jafntefli og komust því í undanúrslita riðil, sem er sterkasti riðillinn.
24.06.2011
Eftir frábæran sigur er hægt að skoða myndir frá Sævari Geir hér og viðtöl við Gulla, Hauk Heiðar og Sigurð Helgason þjálfara Gróttu ef smellt er á lesa meira
24.06.2011
KA fékk Gróttu í heimsókn og það var greinilegt að veðurguðirnir voru
ánægður með að sjá leikinn á Akureyrarvelli því þeir blessuðu okkur með frábæru veðri. Talsvert var af fólki
á leiknum og það fékk svo sannarlega að sjá KA-menn endurnærða eftir 2 vikna frí og 4 tapleiki í röð, því þeir
stjórnuðu leiknum frá B-Ö, Grótta var sterkari fyrstu 5 mínúturnar en síðan sáust þeir ekki í sókn.
24.06.2011
KA-menn unnu góðan 1-0 vinnusigur á Gróttu í fyrsta eiginlega heimaleiknum okkar á þessu keppnistímabili. Þetta var fyrsti
leikurinn á Akureyrarvelli í sumar og sigur KA var verðskuldaður.
23.06.2011
Á morgun föstudag fá okkar menn skemmtilega heimsókn frá Seltjarnarnesi þegar Grótta kemur
í heimsókn á AKUREYRARVÖLL! Leikurinn hefst klukkan 18:15 og gengið verður inná völlinn norðan meginn vegna framkvæmda í
stúkunni
21.06.2011
Arsenalskólinn var haldinn í síðustu viku við góðar undirtektir og var samstarfið við Arsenal í kjölfarið framlengt um 3 ár! En
ég var eitthvað á vellinum og tók saman það sem gerðist í skólanum.
21.06.2011
Æfingagjöld í yngri flokkum KA í knattspyrnu verða innheimt í KA-heimilinu á morgun,
miðvikudaginn 22. júní, kl. 17.00 til 17.30. Einnig verða æfingagjöld innheimt miðvikudaginn 29. júní, miðvikudaginn 6. júlí og
miðvikudaginn 13. júlí á sama tíma - þ.e. kl. 17.00 til 17.30.
17.06.2011
Farið var með þjálfara Arsenalskólans uppá skotsvæði á miðvikudaginn og þeir fengu að reyna sig á rifli og haglabyssu, skemmst
er frá því að segja að ég, Andrew og Sævar vorum hlutskarpastir með haglabyssuna og tókum 3 af 5 dúfum en með riflinum var það
Scarlett sem var hlutskörpust við mikla gremju viðstaddra. Svo var farið í hvalaskoðun og á sjóstöng þar sem þeir fengu að prófa
aðra tegund af skoti eða íslenskt brennivín og að sjálfsögðu hákarl með.
15.06.2011
KA skreppur í kvöld í heimsókn á Selfoss og mæta þar heimamönnum, leikurinn hefst klukkan 20:00 og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir
til að mæta og sjá KA menn rífa sig upp á nýjan leik. Selfyssingar eru í 2 sæti með 10 stig en KA í 8 með 7 stig þannig
það er stutt á milli og því verður að styðja vel við bakið á liðinu. Bein textalýsing verður á mbl.is í
kvöld svo hægt verður að fylgjast með þar og einnig á facebook síðu KA.
15.06.2011
Jæja nú virkar það! Þjálfarar Arsenalskólans fóru
á mánudag á snjóbretti upp í Hlíðarfjalli, já snjóbretti 13. júní! Kaldhæðnislegt! Bræðurnir Eiki
og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni reyndu að leiðbeina þeim með misjöfnum árangri, uppistaðan er komin á myndband og er
skylduáhorf fyrir hláturtaugarnar.