Fréttir

Greifamót KA laugardaginn 30. apríl - æfingar allra flokka falla niður í Boganum

Þriðja og síðasta Greifamót KA í vetur verður haldið í Boganum nk. laugardag, 30. apríl, og af þeim sökum falla niður æfingar allra flokka í Boganum þann dag. Mótið stendur frá kl. 10 til ca. 15.

Fyrrverandi KA-maður á reynslu

Hinn ungi og efnilegi Davíð Örn Atlason er þessa dagana á reynslu hjá KA frá Víkingi. Davíð er ekki öllum KA-mönnum ókunnugur en hann æfði með KA í yngri flokkum og er sonur Atla Hilmarssonar fyrverandi þjálfara KA í handbolta og núverandi þjálfara Akureyrar.

Mynd vikunnar

Nú er komið að mynd vikunnar. Lítið hefur verið um það að fólk sendi einhverjar skemmtilegar myndir til okkar hér á síðunni og vil ég minna fólk á sem vill láta góðar og skemmtilegar myndir lýta dagsins ljós hér á síðunni að senda póst.

Hann spilaði með KA: Steinar Tenden

Þá er komið að nýjum lið eins og lofað var á Facebook í gær en hann nefnist "Hann spilaði með KA" og verður reglulega á dagskrá. Fyrstur í þessum lið er markamaskínan Steinar Tenden sem gerði garðinn frægan með KA árið 2003.

U-17 vann Svía í dag -Lára spilaði allan leikinn

KA-stelpan Lára Einarsdóttir og stöllur hennar í U-17 landsliðinu spiluðu sinn síðasta leik í dag í milliriðli EM í Póllandi. Mótherjarnir voru Svíar og voru íslensku stelpurnar ekki í vandræðum með að landa enn einum sigrinum. Lára spilaði allan leikinn á miðjunni og stóð sig með sóma. Leikurinn fór 4-1 og skoruðu Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV), Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) mörkin.

Umfjöllun KA - KR á N4

Umfjöllun og viðtöl um leik KA og KR var á N4 í gær, hægt er að sjá hana ef smellt er á lesa meira, umfjöllun um leikin hefst á 2:15  

Umfjöllun og myndir: KA 0 - 4 KR

KA fékk vesturbæjarstórveldið KR í heimsókn sl. föstudagskvöld. Ljóst var að leikurinn yrði erfiður fyrir KA- menn enda eru KR-ingar virkilega vel mannaðir með menn eins og Bjarna Guðjónsson og Baldur Sigurðsson, svo tveir af mörgum öflugum liðsmönnum KR séu nefndir.

Lára og U-17 landsliðið komin í undanúrslit Evrópukeppninnar

Lára Einarsdóttir er nú stödd með U-17 landsliðinu í Póllandi þar sem spilaður er milliriðill í Evrópukeppni landsliða. Eftir tvo 2-0 sigra gegn Englandi og Póllandi er ljóst að Ísland er komið í undanúrslit. Undanúrslitin og úrslitin fara fram í Sviss í lok júlí.

Sænskur miðvörður á reynslu til KA

Sænskur miðvörður að nafni Boris Lumbana frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro verður á reynslu hjá KA næstu daga. Lumbana er væntanlegur til landsins í dag og tekur að óbreyttu þátt í æfingu hjá KA á morgun, þriðjudag.

Skemmdarverk á KA-vellinum

Til er það fólk, því miður, sem þrífst á því að skemma eigur annarra og er einskis svifist í þeim efnum. Dæmi um þetta blasti við fólki í KA-heimilinu í morgun, sunnudag, þegar litið var yfir þann hluta KA-vallarins sem í daglegu tali kallast Wembley og er sunnan KA-heimilisins.