11.04.2011
KA fékk vesturbæjarstórveldið KR í heimsókn sl. föstudagskvöld. Ljóst var
að leikurinn yrði erfiður fyrir KA- menn enda eru KR-ingar virkilega vel mannaðir með menn eins og Bjarna Guðjónsson og Baldur Sigurðsson, svo tveir af mörgum
öflugum liðsmönnum KR séu nefndir.
11.04.2011
Lára Einarsdóttir er nú stödd með U-17 landsliðinu í Póllandi þar sem spilaður er milliriðill í Evrópukeppni landsliða.
Eftir tvo 2-0 sigra gegn Englandi og Póllandi er ljóst að Ísland er komið í undanúrslit. Undanúrslitin og úrslitin fara fram í
Sviss í lok júlí.
11.04.2011
Sænskur miðvörður að nafni Boris Lumbana frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro verður á reynslu hjá KA næstu daga.
Lumbana er væntanlegur til landsins í dag og tekur að óbreyttu þátt í æfingu hjá KA á morgun, þriðjudag.
10.04.2011
Til er það fólk, því miður, sem þrífst á því að skemma eigur annarra og er einskis svifist í þeim
efnum. Dæmi um þetta blasti við fólki í KA-heimilinu í morgun, sunnudag, þegar litið var yfir þann hluta KA-vallarins sem í daglegu tali
kallast Wembley og er sunnan KA-heimilisins.
08.04.2011
Nú ætlum við að fara af stað með nýjung hérna á ka-sport.is. Liðurinn heitir "Mynd vikunnar",. Viljum við leita til allra KA-manna,
sem eigið einhverjar flottar, skrítnar, fyndnar eða skondnar KA-myndir að senda okkur þær með texta þar sem komi eitthvað fram um viðkomandi
mynd, hverjir eru á henni og hvenær hún er tekin. Þessi liður mun birtast hér á síðunni á föstudögum.
07.04.2011
Heimasíðan náði á Gulla þjálfara KA fyrir leikinn á morgun gegn KR. Nokkra sterka leikmenn vantar í lið KA, þar á
meðal þremenningana Hafþór Þrastarson, sem er í Portúgal með FH, Andrés Vilhjálmsson, sem er í fríi og Dan Howell, sem er
farinn til Bandaríkjanna.
07.04.2011
Á heimasíðu stuðningsmanna Selfoss er reglulega birt það sem þeir kalla sjálfir: "Sjónarmið andstæðinganna". Í þetta
skiptið eru það við KA-menn sem kynnum okkar sjónarmið en spurningarnar sem lagðar voru fyrir fulltrúa KA eru af ýmsum toga.
05.04.2011
Næstur á dagskrá er eilífðar sjarmörinn Guðmundur Óli Steingrímsson
05.04.2011
Næstur á dagskrá í hin hliðin er sjarmörinn Guðmundur Óli Steingrímsson
04.04.2011
Framkvæmdir við endurbætur á stúku Akureyrarvallar hófust í síðustu viku og í dag, þegar tíðindamaður
síðunnar leit við í stúkunni,var þar fjöldi iðnaðarmanna að störfum. Þess er vænst að lokið verði við sem mest af
endurbótunum inni í stúkuhúsinu í maí.