02.05.2011
Heimasíðan tók nýjasta leikmann KA, Boris Lumbana, tali í gær og hér er mjög skemmtilegt viðtal við kappann.
01.05.2011
Þá er það ljóst að KA mætir Draupni í 2. umferð Valitors-bikarsins eftir að Draupnir lagði Kormák 3-2 fyrr í dag. Þetta
er annað árið í röð sem þessi lið mætast í 2. umferð en í fyrra sigraði KA 2-0. Leikurinn fer fram 9. maí næstkomandi
í Boganum.
30.04.2011
Blikinn Ágúst Örn Arnarson sem kom til KA að láni í febrúar síðastliðnum verður ekki með KA í sumar eftir að hafa
slitið krossband á æfingu fyrir tveim vikum, þetta staðfesti Óskar Þór Halldórsson í gær " Það er því
miður alveg ljóst að hann verður ekkert með okkur í sumar," sagði Óskar. Ágúst spilaði 4 leiki í KA búningi og þakkar
heimasíðan honum hans framlag til liðsins á þeim tíma og óskar honum skjóts bata.
29.04.2011
Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig völlurinn okkar kemur undan vetri og er alveg ljóst að vallarstarfsmenn mega girða sig í brók til að
kippa honum í liðinn. Myndina tók Þórir Tryggvasson og sést að völlurinn minnir frekar á fallega strönd á Flórida en
fótboltasvæði
29.04.2011
KA sigraði Njarðvík 3-2 í æfingaleik núna í kvöld en leikið var á grasvellinum í Þorlákshöfn þar sem KA-menn
eru í æfingaferð.
29.04.2011
Hinn eiturspræki Svíi Boris Lumbana gekk formlega í raðir KA í gær en hann kemur að láni frá hinu fróma úrvalsdeildarfélagi
Örebro. Strákurinn er flottur fótboltamaður, snöggur varnarjaxl. En hann er ekki bara fótboltamaður, o nei, ne,i nei, hann er líka
tónlistarmaður og hefur gefið út nokkur lög. Tónlistin sem hann gerir er svokölluð RnB tónlist, en sú stefna tröllríður
öllu um þessar mundir og skemmst er að minnast vinsælda hins íslenska Friðriks Dórs í þeim efnum. Heyrst hefur að ónefndir
aðilar á Akureyri sem tengjast útvarps- og tónlistarbransanum séu spenntir fyrir Boris og ætli þeir jafnvel að gera eitthvað úr
sönghæfileikum hans!
28.04.2011
Sænski varnarmaðurinn Boris Lumbana hefur gengið til liðs við KA og er hann væntanlegur til landsins í dag og mun verða í æfingabúðum
með KA-liðinu um helgina.
28.04.2011
Laugardaginn 30. apríl stendur yngriflokkastarf KA fyrir árlegu Greifamóti í Boganum fyrir yngstu krakkana, 8. flokk, 7. flokk kk og kvk og 6. flokk kvk. Vel á
þriðja hundrað krakkar eru skráðir til leiks.
27.04.2011
Í dag skrifuðu knattspyrnumennirnir Þórður Arnar Þórðarson og Sigurjón Fannar Sigurðsson undir nýja tveggja ára samninga við
KA.
24.04.2011
Þriðja og síðasta Greifamót KA í vetur verður haldið í Boganum nk. laugardag, 30. apríl, og af þeim sökum falla niður
æfingar allra flokka í Boganum þann dag. Mótið stendur frá kl. 10 til ca. 15.