06.05.2011
Á vefsíðunni Fotbolti.net í dag er KA spáð 9. sæti í 1. deildinni í sumar. Þetta er sama sæti og liðið endaði
í á sl. keppnistímabili.
05.05.2011
Nú þegar 8.dagar eru í íslandsmót er ágætt að fólk viti hvaða leikmenn eru að fara að spila fyrir liðið í sumar,
myndband má sjá ef smellt er á lesa meira.
05.05.2011
Tvær KA-stelpur hafa verið valdar í undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni Evrópumóts U-17 landsliða í Sviss undir lok júlí.
Þetta eru Lára Einarsdóttir (f. 1995) og Ágústa Kristinsdóttir (f. 1994).
03.05.2011
Nú þegar tæpar þrjár vikur eru í fyrsta leik KA á heimavelli, skaust ég niður á Akureyrarvöll og myndaði stemninguna
þar. Eins og sjá má á myndunum eru framkvæmdir á fullu og grasið farið að taka við sér.
02.05.2011
Knattspyrnudeild KA gerði í dag samning við þrjá unga og efnilega leikmenn sem allir eru uppaldir KA-menn og eru nú á eldra ári í
þriðja flokki - þ.e.a.s. fæddir árið 1995. Þetta eru Lára Einarsdóttir, Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson.
02.05.2011
Heimasíðan tók nýjasta leikmann KA, Boris Lumbana, tali í gær og hér er mjög skemmtilegt viðtal við kappann.
01.05.2011
Þá er það ljóst að KA mætir Draupni í 2. umferð Valitors-bikarsins eftir að Draupnir lagði Kormák 3-2 fyrr í dag. Þetta
er annað árið í röð sem þessi lið mætast í 2. umferð en í fyrra sigraði KA 2-0. Leikurinn fer fram 9. maí næstkomandi
í Boganum.
30.04.2011
Blikinn Ágúst Örn Arnarson sem kom til KA að láni í febrúar síðastliðnum verður ekki með KA í sumar eftir að hafa
slitið krossband á æfingu fyrir tveim vikum, þetta staðfesti Óskar Þór Halldórsson í gær " Það er því
miður alveg ljóst að hann verður ekkert með okkur í sumar," sagði Óskar. Ágúst spilaði 4 leiki í KA búningi og þakkar
heimasíðan honum hans framlag til liðsins á þeim tíma og óskar honum skjóts bata.
29.04.2011
Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig völlurinn okkar kemur undan vetri og er alveg ljóst að vallarstarfsmenn mega girða sig í brók til að
kippa honum í liðinn. Myndina tók Þórir Tryggvasson og sést að völlurinn minnir frekar á fallega strönd á Flórida en
fótboltasvæði
29.04.2011
KA sigraði Njarðvík 3-2 í æfingaleik núna í kvöld en leikið var á grasvellinum í Þorlákshöfn þar sem KA-menn
eru í æfingaferð.