Fréttir

Umfjöllun um Þór - KA á N4 (Myndband)

Nýjasta sjónvarpsstjarna Akureyringa kemur frá okkur KA - mönnum en það er enginn annar en síðuritarinn Jóhann Már Kristinsson. Hann ásamt tökumönnum frá N4 skelltu sér á leikinn s.l. fimmtudag. Hér er hægt að sjá myndir frá leiknum og viðtöl eftir leik.

Tvífarar: Benedikt Brynleifsson og....

Tvífarar þessa vikuna er aðsendir frá vini okkar allra Gunnari Níelssyni en þar eru tveir ofurtöffarar á ferðinni, annars vegar Benedikt Brynleifsson betur þekktur sem Benni tromari í 200.000 Naglbítum en hann æfði og spilaði með KA í yngri flokkum og hins vegar 

Til minningar um Steindór Gunnarsson - kveðja frá knattspyrnudeild KA

Steindór Gunnarsson var vakinn og sofinn yfir velferð KA. Hann var KA-maðurinn,sem var alltaf boðinn og búinn að leggja hönd á plóg. Einkum naut knattspyrnan hans stuðnings og starfsorku. Knattspyrnudeild KA hefur misst einn af sínum dyggustu stuðningsmönnum og velunnurum.

Eiður Smári til KA (skjalfest)

KA fékk í morgun gífurlegan liðsstyrk þegar framherjinn Eiður Smári Guðjónssen gekk til liðsins frá Fulham. Eiður er eins og margir vita einn albesti fótboltamaður sem ísland hefur alið af sér en hefur átt í basli með aukakílóin síðustu ár og lítið fengið að spila.  Eins og sjá má á myndinni af honum og Gulla í morgun hefur aðeins slétt úr maganum á honum og er hann himinnsæll

Mörkin úr leik KA og Þórs í gær

Mörkin úr grannaslagnum í gær eru kominn á netið en það var Haraldur Logi Hringsson sem tók leikinn upp mörkin má sjá Hér! ef þú ert ekki búinn að lesa umfjöllunina um leikinn má lesa hana Hér! Myndir frá leiknum er komnar á facebook og koma inn hér seinna í dag. ÁFRAM KA

Umfjöllun og viðtöl: Sannfærandi sigur á Þór

Það var einn og einn Akureyringur mættur í Bogann fyrr í kvöld þegar okkar menn hentust í stutta heimsókn yfir í 603. Mjölnismenn voru mættir með gjallarhorn og trommur og heyrðist vel í þeim allan leikinn en af KA- stuðningsmönnum var lítið að frétta nema að sjálfsögðu Hauki Jóhannss en hann kom stöku sinnum með sitt fræga “ ÁFRAM KAAA!!!!!” öskur sem löngum er orðið frægt á Akureyri og víðar.

KA - Þór: Gunnlaugur - strákarnir þurfa að fá stuðning

Í aðdraganda leiksins gegn Þór í kvöld var að sjálfsögðu haft samband við manninn í brúnni, Gunnlaug Jónsson. Hann býst við hörku leik og vonast til að sjá sem flesta. En Hvernig er staðan á leikmannahópnum?

Dan Howell samdi við KA

Bandaríkjamaðurinn Dan Howell, sem verið hefur á reynslu hjá KA síðustu vikur, gerði í dag samning við félagið sem gildir út komandi keppnistímabil.

Guðmundur Óli: Við erum betri í fótbolta en þeir

Guðmundur Óli er löngu orðinn lykilmaður í liði KA og sló heimasíðan á þráðinn til hans og spurði hann útí leikinn gegn Þór

KA - Þór: Hvað segir fólkið?

Upphitun fyrir leikinn gegn Þór hefst hér með formlegum hætti. Ég hitti á nokkra KA menn og einn Þórsara og leyfði þeim að spreyta sig á spádómshæfileikum sínum. KA menn eru bjartsýnir á sigur en að sjálfsögðu spáði Þórsarinn Jan Eric Jessen fótboltadómari sínum mönnum sigur.