20.03.2011
Það var eins stigs hiti í Akraneshöllinni í dag þegar KA-menn mættu Selfyssingum og stuðningsmenn KA í töluverðum meirihluta í
stúkunni þar sem 4. flokkur kvenna hjá KA átti leik í höllinni síðar um daginn og mættu stelpurnar á völlinn til að styðja
sína menn. Samkvæmt leikskýrslu var reyndar 51 áhorfandi í húsinu en til að ná þeirri tölu þyrfti líklega að telja
með varamenn, þjálfara, liðsstjóra og sjúkraþjálfara beggja liða. Hugsanlega dómaratríóið líka.
18.03.2011
KA heldur á morgun suður fyrir heiðar, nánar tiltekið til Akraness. Þar munu taka á móti
okkur liðsmenn Loga Ólafssonar í Selfossi, leikurinn fer fram í frystikistu Íslands, Akraneshöllinni og verður flautaður á klukkan 15:00 og eru
allir KA menn með boðsmiða að vanda.
18.03.2011
Herrakvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið á Hótel KEA föstudagskvöldið 1. apríl. Algjör skyldumæting dyggra unnenda knattspyrnunnar
í KA er á herrakvöldið og óhætt er að segja að þeir verði ekki sviknir af góðum mat og góðri skemmtun. Á þessu
stigi málsins eru allir sem vettlingi geta valdið beðnir að taka kvöldið frá og vinsamlegast skipuleggja ekki annað að kvöldi 1. apríl
(þetta er ekki aprílgabb).
17.03.2011
Greifamót 4.flokks karla verður haldið um helgina, spilað er í A og B liðum og eru 16 lið
skráð til leiks frá 8 félögum.
17.03.2011
Líkt og gert var með Blikadrengina tvo sem gengu nýlega til liðs við KA hafði
heimasíðan samband við Hafnfirðinginn Hafþór Þrastarson. Hafþór er á 21. aldursári og er uppalinn hjá FH.
16.03.2011
Bandaríski framherjinn Daniel J. Howell, sem er 25 ára gamall, kom í dag á reynslu til KA og mun hann æfa og spila með liðinu á næstunni.
14.03.2011
Næstur á dagskrá er Andrés Vilhjálmsson en Andrés kom til KA fyrir áramót frá Þrótti.
14.03.2011
Síðan hitti á Gunnlaug Jónsson þjálfara KA eftir leikinn gegn Breiðablik.
14.03.2011
Ágúst Örn Arnarson er nýkominn til félagsins að láni frá Blikum, hann er eins og fólk veit einn af þrem leikmönnum sem komu til KA
í síðustu viku. Ágúst er á tuttugasta aldurs ári.
14.03.2011
Elvar Páll Sigurðsson er einn þeirra þriggja drengja sem gegnu til liðs við KA á láni í vikunni. Elvar er á 20 aldurs ári og er
uppalinn hjá Breiðablik. Síðan sló á þráðinn til Elvars eftir hans fyrsta leik fyrir félagið, en leikurinn var eins og flestir vita
gegn Blikum.