Fréttir

2 dagar: Markmiðið er að gera betur en í fyrra

Nú eru tveir dagar í að KA hefji leik á Íslandsmótinu 1. deild gegn Leikni, í Reykjavík. Maðurinn í brúnni er nokkuð bjartsýnn fyrir sumarið "Stemningin er mjög góð fyrir byrjuninni. Strákarnir eru búnir að leggja mikið á sig í vetur, heilt yfir er ég mjög sáttur við þróunina á liðinu en nú byrjar alvaran og strákarnir eru tilbúnir til að takast á við alvöruna." 

Svipmyndir úr leik Draupnis og KA (myndband)

KA sigraði Draupni í gær 3-0 í Valitor bikarnum og er því komið í 32-liða úrslit, svipmyndir og mörk má sjá ef smell er á "lesa meira". Jóhann Már Kristinsson og Freyr Baldursson tóku upp. 

KA mætir Grindavík í bikarnum

KA á heimaleik gegn Grindavík í 32ja liða úslitum Valitors-bikarsins i knattspyrnu, en dregið var í hádeginu í dag.

Náttúruhamfarir á KA-völlum

Það sem óttast var með vellina á KA-svæðinu er nú staðreynd. Ætla má að um 90% af vallarsvæðinu hafi kalið, sem er bein afleiðing af þeirri þykku klakahellu sem lá yfir öllu svæðinu meira og minna frá janúar og fram í apríl.

3 - 0 sigur gegn Draupni

KA sigraði Draupni með þremur mörkum gegn engu í Valitor-bikarnum í kvöld og er þar með komið í 32ja liða úrslitin.

Arnór Egill framlengir samning

Arnór Egill Hallsson skrifaði í dag undir nýjan samning við KA, en hann hefur verið meira og minna í herbúðum KA síðan 2005.

4 dagar: Akureyrarvöllur ekki klár 20.maí (Myndband)

Í aðdraganda Íslandsmótsins fór ég að sjálfsögðu og talaði við Eðvarð Eðvarðsson, vallarstjóra Akureyrarvallar. "Völlurinn lítur ágætlega út og er betri en í fyrra en við fengum smá kal og leiðindi í hann þannig að það er einn stór nánast dauður blettur  í honum," sagði Eðvarð

Gunnlaugur Jónsson: Erum í engri stöðu til að vanmeta

KA fer í heimsókn til Draupnis á morgun, í 2. umferð bikarsins.  Gunnlagur Jónsson þjálfari svaraði nokkrum spurningum fyrir leikinn. "Við getum valið úr öllum okkar mönnum fyrir utan Stein Gunnars sem er að klára skólann og Tufa sem er enn meiddur," segir Gulli. 

5 dagar: Draupnir - KA

Á morgun,  mánudaginn 9. maí,  kl. 19.00 fara okkar menn í KA í heimsókn til Draupnis í Boganum. Deila má svo sem um hver er að fara í heimsókn til hvers en leikurinn er allavega heimaleikur Draupnis.

6 dagar: Búningsklefinn (myndband)

Nú eru 6 dagar í að Íslandsmótið hefjist og upphitun hér á heimasíðu KA heldur áfram. Ég kynnti mér stemninguna í búningsklefanum hjá KA og sat Guðmundur Óli Steingrímsson fyrir svörum. Þetta var allt saman gert í samstarfi við bestu fótbolta síðu landsins Fotbolti.net en þeir voru með "Búningsklefa liða" úr Pepideildinni sem upphitun fyrir þá deild. Myndbandið má sjá ef smellt er á "lesa meira".