Fréttir

Tvífarar: Túfa og....

Það var bara tímaspursmál hvenær þessir tvífarar myndu koma hérna inn, Túfa hefur allt frá því hann kom til landsins verið líkt við

Lengjubikar: Keflavík 4 - 2 KA

KA ferðaðist suður á laugardaginn síðasta og lék gegn Keflavík, okkar menn veittu Keflvíkingunum mikla mótspyrnu og héldu í við þá þangað til um miðbik seinni hálfleiks. Hallgrímur Mar skoraði fyrra markið og Elvar Páll það seinna, en það er hans fyrsta fyrir félagið og má því búast við því að hann hafi verið flengdur í sturtu eftir leik

Æfingaleikur: KA 6 - 0 Dalvík/Reynir

KA spilaði æfingaleik við Dalvík/Reyni í boganum í gær og gengu okkar menn yfir Dalvíkinga. Dan Howell kaninn sem er á reynslu skoraði tvö mörk, þá skoruðu þeir Jakob Hafsteinsson, Guðmundur Óli og Haukur Heiðar sitt markið hvert. Dalvíkingar kláruðu svo leikinn með sjálfsmarki

Herrakvöldi frestað

Vegna fráfalls Steindórs Gunnarssonar hefur herrakvöldi knattspyrnudeildar KA, sem vera átti þann 1. apríl nk., verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður gefin upp síðar hér á heimasíðunni.

Steindór Gunnarsson látinn

Steindór Gunnarsson, einn af dyggustu félagsmönnum Knattspyrnufélags Akureyrar, lést á Kanaríeyjum aðfararnótt 19. mars á 64. aldursári. Steindór Gunnarsson fæddist 30. mars 1947. Alla tíð vann hann gríðarlegt starf fyrir KA, sem ekki var alltaf sýnilegt.

Umfjöllun: KA - Selfoss

Það var eins stigs hiti í Akraneshöllinni í dag þegar KA-menn mættu Selfyssingum og stuðningsmenn KA í töluverðum meirihluta í stúkunni þar sem 4. flokkur kvenna hjá KA átti leik í höllinni síðar um daginn og mættu stelpurnar á völlinn til að styðja sína menn. Samkvæmt leikskýrslu var reyndar 51 áhorfandi í húsinu en til að ná þeirri tölu þyrfti líklega að telja með varamenn, þjálfara, liðsstjóra og sjúkraþjálfara beggja liða. Hugsanlega dómaratríóið líka.

KA - Selfoss Laugardagur kl 15:00

KA heldur á morgun suður fyrir heiðar, nánar tiltekið til Akraness. Þar munu taka á móti okkur liðsmenn Loga Ólafssonar í Selfossi, leikurinn fer fram í frystikistu Íslands, Akraneshöllinni og verður flautaður á klukkan 15:00 og eru allir KA menn með boðsmiða að vanda.

Herrakvöld Knattspyrnudeildar 1.apríl (dagsatt)

Herrakvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið á Hótel KEA föstudagskvöldið 1. apríl. Algjör skyldumæting dyggra unnenda knattspyrnunnar í KA er á herrakvöldið og óhætt er að segja að þeir verði ekki sviknir af góðum mat og góðri skemmtun. Á þessu stigi málsins eru allir sem vettlingi geta valdið beðnir að taka kvöldið frá og vinsamlegast skipuleggja ekki annað að kvöldi 1. apríl (þetta er ekki aprílgabb).

Greifamót 4.flokks karla um helgina

Greifamót 4.flokks karla verður haldið um helgina, spilað er í A og B liðum og eru 16 lið skráð til leiks frá 8 félögum.

Hafþór Þrastarson: Eigum bara eftir að verða betri

Líkt og gert var með Blikadrengina tvo sem gengu nýlega til liðs við KA hafði heimasíðan samband við Hafnfirðinginn Hafþór Þrastarson. Hafþór er á 21. aldursári og er uppalinn hjá FH.