30.03.2011
Knattspyrnudeildir KA og Þórs hafa ákveðið að færa leik félaganna í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla aftur um 75
mínútur fimmtudagskvöldið 31. mars. Leikurinn átti að vera kl. 20.00 en nýr leiktími er 21.15.
29.03.2011
Þar sem nær 80% íslendinga eru á Facebook, þá verður KA að vera þar líka. Inná Facebook síðu KA má finna allar
þær fréttir sem hér er að finna og einnig koma þar inn myndir úr leikjum.
Allir KA menn eru hvattir til að like-a síðunna og fylgjast með. Einnig skora ég á fólk að skrifa athugasemdir og segja sína skoðun
á þeim fréttum sem koma þar inn. Allir KA menn hafa skoðun en það er svo einkennilegt að fáir vilja koma þeim fram, fyrir þá sem
eru feimnir er þess vegna hægt að like-a fréttir. Hægt er að fara á Facebook síðu KA með því að smella Hér
29.03.2011
Hin bráðefnilega Lára Einarsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið
Íslands sem mun spila í milliriðlum Evrópumótsins í Póllandi í apríl. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.
29.03.2011
í aðdraganda stórleiksins á fimmtudaginn hafði síðan samband við Daniel Howell og spurði hann útí byrjunina og leikinn gegn
Þór
28.03.2011
Heimasíðan náði í skottið á Gunnlaugi Jónssyni þjálfara KA eftir leikinn á móti Keflavík og spurði hann
útí leikinn.
28.03.2011
Það var bara tímaspursmál hvenær þessir tvífarar myndu koma hérna inn, Túfa hefur allt frá því hann kom til landsins
verið líkt við
27.03.2011
KA ferðaðist suður á laugardaginn síðasta og lék gegn Keflavík, okkar menn veittu Keflvíkingunum mikla mótspyrnu og héldu í
við þá þangað til um miðbik seinni hálfleiks. Hallgrímur Mar skoraði fyrra markið og Elvar Páll það seinna, en það er
hans fyrsta fyrir félagið og má því búast við því að hann hafi verið flengdur í sturtu eftir leik
24.03.2011
KA spilaði æfingaleik við Dalvík/Reyni í boganum í gær og gengu okkar menn yfir Dalvíkinga. Dan Howell kaninn sem er á reynslu skoraði
tvö mörk, þá skoruðu þeir Jakob Hafsteinsson, Guðmundur Óli og Haukur Heiðar sitt markið hvert. Dalvíkingar kláruðu svo leikinn
með sjálfsmarki
20.03.2011
Vegna fráfalls Steindórs Gunnarssonar hefur herrakvöldi knattspyrnudeildar KA, sem vera
átti þann 1. apríl nk., verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður gefin upp síðar hér á
heimasíðunni.
20.03.2011
Steindór Gunnarsson, einn af dyggustu félagsmönnum Knattspyrnufélags Akureyrar, lést á Kanaríeyjum aðfararnótt 19. mars á 64.
aldursári. Steindór Gunnarsson fæddist 30. mars 1947. Alla tíð vann hann gríðarlegt starf fyrir KA, sem ekki var alltaf sýnilegt.