01.04.2011
Mörkin úr grannaslagnum í gær eru kominn á netið en það var Haraldur Logi Hringsson sem tók leikinn upp mörkin má
sjá Hér! ef þú ert ekki búinn að lesa umfjöllunina um leikinn
má lesa hana Hér! Myndir frá leiknum er komnar á facebook og koma inn
hér seinna í dag. ÁFRAM KA
01.04.2011
Það var einn og einn Akureyringur mættur í Bogann fyrr í kvöld þegar okkar menn hentust í stutta heimsókn yfir í 603. Mjölnismenn
voru mættir með gjallarhorn og trommur og heyrðist vel í þeim allan leikinn en af KA- stuðningsmönnum var lítið að frétta nema að
sjálfsögðu Hauki Jóhannss en hann kom stöku sinnum með sitt fræga “ ÁFRAM KAAA!!!!!” öskur sem löngum er orðið frægt
á Akureyri og víðar.
31.03.2011
Í aðdraganda leiksins gegn Þór í kvöld var að sjálfsögðu haft samband við
manninn í brúnni, Gunnlaug Jónsson. Hann býst við hörku leik og vonast til að sjá sem flesta. En Hvernig er staðan á
leikmannahópnum?
30.03.2011
Bandaríkjamaðurinn Dan Howell, sem verið hefur á reynslu hjá KA síðustu vikur, gerði í dag samning við félagið sem gildir
út komandi keppnistímabil.
30.03.2011
Guðmundur Óli er löngu orðinn lykilmaður í liði KA og sló
heimasíðan á þráðinn til hans og spurði hann útí leikinn gegn Þór
30.03.2011
Upphitun fyrir leikinn gegn Þór hefst hér með formlegum hætti. Ég hitti á nokkra KA menn og einn
Þórsara og leyfði þeim að spreyta sig á spádómshæfileikum sínum. KA menn eru bjartsýnir á sigur en að
sjálfsögðu spáði Þórsarinn Jan Eric Jessen fótboltadómari sínum mönnum sigur.
30.03.2011
Knattspyrnudeildir KA og Þórs hafa ákveðið að færa leik félaganna í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla aftur um 75
mínútur fimmtudagskvöldið 31. mars. Leikurinn átti að vera kl. 20.00 en nýr leiktími er 21.15.
29.03.2011
Þar sem nær 80% íslendinga eru á Facebook, þá verður KA að vera þar líka. Inná Facebook síðu KA má finna allar
þær fréttir sem hér er að finna og einnig koma þar inn myndir úr leikjum.
Allir KA menn eru hvattir til að like-a síðunna og fylgjast með. Einnig skora ég á fólk að skrifa athugasemdir og segja sína skoðun
á þeim fréttum sem koma þar inn. Allir KA menn hafa skoðun en það er svo einkennilegt að fáir vilja koma þeim fram, fyrir þá sem
eru feimnir er þess vegna hægt að like-a fréttir. Hægt er að fara á Facebook síðu KA með því að smella Hér
29.03.2011
Hin bráðefnilega Lára Einarsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið
Íslands sem mun spila í milliriðlum Evrópumótsins í Póllandi í apríl. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.
29.03.2011
í aðdraganda stórleiksins á fimmtudaginn hafði síðan samband við Daniel Howell og spurði hann útí byrjunina og leikinn gegn
Þór