29.04.2011
Hinn eiturspræki Svíi Boris Lumbana gekk formlega í raðir KA í gær en hann kemur að láni frá hinu fróma úrvalsdeildarfélagi
Örebro. Strákurinn er flottur fótboltamaður, snöggur varnarjaxl. En hann er ekki bara fótboltamaður, o nei, ne,i nei, hann er líka
tónlistarmaður og hefur gefið út nokkur lög. Tónlistin sem hann gerir er svokölluð RnB tónlist, en sú stefna tröllríður
öllu um þessar mundir og skemmst er að minnast vinsælda hins íslenska Friðriks Dórs í þeim efnum. Heyrst hefur að ónefndir
aðilar á Akureyri sem tengjast útvarps- og tónlistarbransanum séu spenntir fyrir Boris og ætli þeir jafnvel að gera eitthvað úr
sönghæfileikum hans!
28.04.2011
Sænski varnarmaðurinn Boris Lumbana hefur gengið til liðs við KA og er hann væntanlegur til landsins í dag og mun verða í æfingabúðum
með KA-liðinu um helgina.
28.04.2011
Laugardaginn 30. apríl stendur yngriflokkastarf KA fyrir árlegu Greifamóti í Boganum fyrir yngstu krakkana, 8. flokk, 7. flokk kk og kvk og 6. flokk kvk. Vel á
þriðja hundrað krakkar eru skráðir til leiks.
27.04.2011
Í dag skrifuðu knattspyrnumennirnir Þórður Arnar Þórðarson og Sigurjón Fannar Sigurðsson undir nýja tveggja ára samninga við
KA.
24.04.2011
Þriðja og síðasta Greifamót KA í vetur verður haldið í Boganum nk. laugardag, 30. apríl, og af þeim sökum falla niður
æfingar allra flokka í Boganum þann dag. Mótið stendur frá kl. 10 til ca. 15.
18.04.2011
Hinn ungi og efnilegi Davíð Örn Atlason er þessa dagana á reynslu hjá KA frá Víkingi. Davíð er ekki öllum KA-mönnum
ókunnugur en hann æfði með KA í yngri flokkum og er sonur Atla Hilmarssonar fyrverandi þjálfara KA í handbolta og núverandi
þjálfara Akureyrar.
15.04.2011
Nú er komið að mynd vikunnar. Lítið hefur verið um það að fólk sendi einhverjar skemmtilegar myndir til okkar hér á síðunni
og vil ég minna fólk á sem vill láta góðar og skemmtilegar myndir lýta dagsins ljós hér á síðunni að senda
póst.
15.04.2011
Þá er komið að nýjum lið eins og lofað var á Facebook í gær en hann nefnist "Hann spilaði með KA" og verður reglulega á
dagskrá. Fyrstur í þessum lið er markamaskínan Steinar Tenden sem gerði garðinn frægan
með KA árið 2003.
14.04.2011
KA-stelpan Lára Einarsdóttir og stöllur hennar í U-17 landsliðinu spiluðu sinn síðasta leik í dag í milliriðli EM í
Póllandi. Mótherjarnir voru Svíar og voru íslensku stelpurnar ekki í vandræðum með að landa enn einum sigrinum. Lára spilaði allan
leikinn á miðjunni og stóð sig með sóma. Leikurinn fór 4-1 og skoruðu Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV), Guðmunda
Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) mörkin.
12.04.2011
Umfjöllun og viðtöl um leik KA og KR var á N4 í gær, hægt er að sjá hana ef smellt er á lesa meira, umfjöllun um leikin hefst á
2:15