Fréttir

Soccerade: Sigur í opnunarleiknum - Umfjöllun og myndir!

KA-menn léku gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins um helgina og hefndu fyrir ófarirnar síðasta vetur gegn Húsvíkingum með 2 - 0 sigri.

Soccerade: KA 2 lagði Dalvík/Reyni - Myndir og myndbönd!

KA 2 lagði í dag Dalvík/Reyni 3-2 í sínum fyrsta leik í Soccerademótinu. Mörk KA skoruðu Arnór Egill, Hallgrímur Mar og Viktor Mikumpeti skoruðu mörk KA.

Soccerade: Fyrstu leikir um helgina

 Á laugardaginn koma Húsvíkingar og spila við okkur í Boganum kl. 14.15. Völsungur eru núverandi Soccerademeistarar eftir að hafa lagt okkur að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum seinasta vetur.  Á sunnudaginn tekur KA 2 á móti Dalvík/Reyni kl. 16.15 í Boganum.   

Gulli Jóns: Margir tilbúnir að sanna sig

Á laugardaginn hefst undirbúningstímabilið fyrir einhverri alvöru hjá meistaraflokki félagsins þegar að Soccerademótið byrjar. Heimasíðan ákvað þess vegna að heyra í Gunnlaugi þjálfara liðsins og hvað hann hafði að segja um liðið á þessum tímapunkti.

Átta KA-ungmenni í úrtök

Fjórir piltar fara suður á úrtaksæfingar um helgina og fjórar stúlkur fara á úrtaksæfingar í Boganum miðvikudaginn 12. janúar. 

Soccerade: Riðlar og leikir

Á laugardaginn hefst hið árlega Soccerademót sem er í umsjón Knattspyrnudómarafélag Norðurlands. Að þessu sinni taka 10 lið þátt frá 8 félögum en við og Þór erum með tvö lið. 

Lengjubikarinn: Íslandsmeistarnir í heimsókn

KA er í spennandi og erfiðum riðli í Lengjubikarnum þetta árið. Ber þar helst að nefna að við fáum bæði Breiðablik og KR í heimsókn til okkar í Bogann. Fyrsti leikurinn er gegn Gróttu 19. febrúar á Akranesi.

Arsenalskólinn seinustu forvöð!

Nokkir miðar eru enn til í Arsenalskóla sem fram fer á æfingasvæði KA næsta sumar. Þeir sem áhuga hafa á að tryggja barninu sínu dvöl í skólanum skal bent á að hafa samband við Pétur Ólafsson yfirþjálfara yngri flokka KA í síma 861 2884 eða í netfangið petur@port.is

Myndaveisla: Jólasveinar mættu á æfingar

Í morgun var síðasta æfingin hjá yngri flokkum fyrir jólafrí og að því tilefni létu jólasveinar sjá sig í Boganum og spiluðu fótbolta með krökkunum sem skemmtu sér frábærlega. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari KA mætti á svæðið og tók nóg af myndum.

Jólasveinar hafa boðað komu sína á æfingu á morgun

Heyrst hefur að hressir jólasveinar ætli að mæta á æfingu hjá yngri flokkunum í Boganum á morgun en þetta er síðasta æfingin fyrir jólafrí. Um síðustu jól mættu jólasveinar líka á æfinguna og tóku meira að segja þátt í æfingum og spili með krökkunum sem þótti nú ekki mikið til fótboltahæfileika þeirra gömlu koma.