Fréttir

Soccerade: Riðlar og leikir

Á laugardaginn hefst hið árlega Soccerademót sem er í umsjón Knattspyrnudómarafélag Norðurlands. Að þessu sinni taka 10 lið þátt frá 8 félögum en við og Þór erum með tvö lið. 

Lengjubikarinn: Íslandsmeistarnir í heimsókn

KA er í spennandi og erfiðum riðli í Lengjubikarnum þetta árið. Ber þar helst að nefna að við fáum bæði Breiðablik og KR í heimsókn til okkar í Bogann. Fyrsti leikurinn er gegn Gróttu 19. febrúar á Akranesi.

Arsenalskólinn seinustu forvöð!

Nokkir miðar eru enn til í Arsenalskóla sem fram fer á æfingasvæði KA næsta sumar. Þeir sem áhuga hafa á að tryggja barninu sínu dvöl í skólanum skal bent á að hafa samband við Pétur Ólafsson yfirþjálfara yngri flokka KA í síma 861 2884 eða í netfangið petur@port.is

Myndaveisla: Jólasveinar mættu á æfingar

Í morgun var síðasta æfingin hjá yngri flokkum fyrir jólafrí og að því tilefni létu jólasveinar sjá sig í Boganum og spiluðu fótbolta með krökkunum sem skemmtu sér frábærlega. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari KA mætti á svæðið og tók nóg af myndum.

Jólasveinar hafa boðað komu sína á æfingu á morgun

Heyrst hefur að hressir jólasveinar ætli að mæta á æfingu hjá yngri flokkunum í Boganum á morgun en þetta er síðasta æfingin fyrir jólafrí. Um síðustu jól mættu jólasveinar líka á æfinguna og tóku meira að segja þátt í æfingum og spili með krökkunum sem þótti nú ekki mikið til fótboltahæfileika þeirra gömlu koma.

Umfjöllun: KA - Dalvík

KA tók á móti Dalvík í æfingaleik í Boganum í gær en þetta var síðasti leikur liðsins á þessu ári. Skemmst er frá því að segja að KA vann tiltölulega auðveldan 5-0 sigur.

Úrslit ráðin

Úrslit eru ráðin í fyrstu getraunakeppni KA-Getrauna á þessu tímabili. Gylfi Hans Gylfason varð hlutskarpastur að þessu sinni og hlýtur hann vegleg verðlaun í boði fyrirtækja á svæðinu fyrir vikið.

Mikil aðsókn í knattspyrnuskóla Arsenal

Mikil aðsókn hefur verið í knattspyrnuskóla Arsenal sem haldinn verður á KA-svæðinu næsta sumar, dagana 13.-17. júní. Sala á miðum hófst 4. desember sl. og hafa biðraðir myndast við KA-heimilið og rjúka miðarnir út, en takmarkaður fjöldi krakka kemst að í skólanum.

Þrír uppaldir leikmenn skrifa undir

Þeir Jón Heiðar Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson og Víkingur Hauksson skrifuðu allir undir tveggja ára samning við KA í dag. Allir þessir leikmenn eru örfættir og munum við sjá þá leika listir sínar á vinstri kantinum í vetur og næsta sumar.

Knattspyrnudeild leitar að tveimur íbúðum

Knattspyrnudeild er að leita að tveimur íbúðum. 2-3 herbergja og 3-4 herbergja á brekkunni sem næst KA-heimilinu. Upplýsingar gefur Gunnar N. í bjorgun@isl.is eða í 461-2287 eftir kl. 19.