25.02.2011
"Þetta verður örugglega baráttuleikur gegn KA fyrir norðan á laugardaginn, KA-menn hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja fyrir norðan, en
við eigum auðvitað góða möguleika í leiknum." Sagði Þórður Þórðarsson þjálfari skagamanna og auðvitað
fyrrum leikmaður KA við vef skagamanna en ÍA leggur í langferð norður fyrir heiðar og etur kappi við okkar menn í KA á morgun laugardag. Leikurinn
er liður í Lengjubikarnum og hefst hann stundvígslega klukkan 17:30
24.02.2011
Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús hafa gert nýjan samning um Greifamót KA í knattspyrnu sem gerir ráð fyrir
að Greifinn verði aðalstyrktaraðili Greifamótanna fram á vor árið 2014.
23.02.2011
Á dögunum lauk 2. keppni innanfélagstippleiks KA - Getrauna í vetur. Mikil spenna ríkti á toppnum fram á
síðustu stundu en Stefáni Guðnasyni, sem gjarnan hefur verið líkt við berserk á milli stanganna hjá Akureyri Handboltafélagi, tókst
með ævintýralegum hætti að glutra niður ágætri forrustu á síðustu metrunum. Því var það Arnór Sigmarsson
sem stóð uppi sem sigurvegari. Arnór fékk fyrir vikið vegleg verðlaun frá styrktaraðilum KA - Getrauna sem í þessari umferð voru:
Norðlenska, JMJ/Joe's, Abaco, 1862 Nordic Bistro og Light Clinic.
23.02.2011
Árlegt Greifamót KA í þriðja flokki karla í knattspyrnu verður haldið dagana 25.-27. febrúar. Að mótinu stendur yngriflokkastarf KA
í knattspyrnu ásamt foreldrastarfi iðkenda í þriðja flokki karla.
22.02.2011
Rekstur knattspyrnudeildar KA skilaði rösklega sjö hundruð þúsund króna hagnaði á liðnu starfsári. Þetta kom fram á
aðalfundi knattspyrnudeildar KA, sem var haldinn í gærkvöld.
21.02.2011
Tvífarar þessa vikunna voru óumflýjanlegir,
20.02.2011
Grótta 3 - 1 KA
1-0 Steindór Oddur Ellertsson ('8)
1-1 Andrés Vilhjálmsson (´47)
2-1 Viggó Kristjánsson ('67)
3-1 Viggó Kristjánsson ('77)
Rautt spjald: Janez Vrenko ('70) (KA)
19.02.2011
KA dómarinn Jóhannes Valgeirsson ákvað í vikunni að leggja flautuna á hillunna og tilkynnti Gylfa Þór Orrasyni yfirmanni
dómaramála hjá KSÍ það með formlegum hætti.
18.02.2011
Á morgun, Laugardag leggja okkar menn í lang ferð til Akraness og keppa þar væntanlega í nýstingskulda í hinni mögnuðu Akranesshöll.
Keppinauturinn verður Grótta að þessu sinni og hefst leikurinn stundvígslega klukkan 16:00 að staðartíma. Á flautu mun spila hin rauðbirkni
Valgeir Valgeirsson, allir KA menn sunnan heiða eru boðaðir á leikinn og mæta þeir sem sjá sér fært.
18.02.2011
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er gengin í raðir KA frá Völsungi. Hallgrímur lék með KA frá 2009
þangað til á miðju tímabili síðasta sumar þegar hann skipti yfir í Völsung aftur.