13.02.2011
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í knattspyrnuhús Akureyrar seinni partinn í dag til að fylgjast með okkar mönnum etja
kappi við Þór.
13.02.2011
Myndirnar tók Þórir Tryggvason og voru teknar í 9-0 sigri þórs á KA 2 síðastliðna helgi.
13.02.2011
KA var í þessum töluðu orðum að sigra erkifjendurnar í Þór 3-2 eftir að hafa verið 2-0 undir á 60 mínútu,
Mögnuð endurkoma sem endurspeglaði andan í liðinu. Rooney spyrna átti þátt í
síðasta markinu sem Davíð Rúnar skoraði á 91 mínútu, þá skoraði ómar Friðriksson á 62 mínútu
þegar hann klippti boltann laglega í markið. Hallgrímur mar jafnaði fyrir KA á 82
mínútu með marki úr vítaspyrnu. Umfjöllun dettur inn í kvöld
12.02.2011
Á morgun sunnudag mætast stálinn stinn í boganum þegar okkar menn í KA etja kappi við erkifjendurnar í Þór í úrslitaleik
Soccerademó. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 17:00, Og eru allir KA menn ungir sem aldnir og stórir sem smáir hvattir til að mæta og styðja okkar menn.
09.02.2011
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 21. febrúar kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál. KA-félagar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í starfi knattspyrnudeildarinnar.
09.02.2011
Það er búið að draga í fyrstu tvær umferðirnar í VISA-bikarnum. Við sitjum hjá í fyrstu umferðinni en mætum til leiks
í annari umferð. Þar mætum við sigurliðinu úr leik Kormáks og Draupnis þann 8. maí.
08.02.2011
Lára Einarsdóttir hefur verið valin í úrtaksleiki fyrir U17 næstkomandi helgi. Á laugardaginn spilar hún og stöllur hennar í U17 gegn
Aftureldingu í Kórnum kl 15.00 og á sunnudaginn gegn U19 í Egilshöll kl 9.30.
07.02.2011
KA tók á móti Magna í gærkveldi í Boganum, eins og við var að búast var skítakuldi.
06.02.2011
Núna rétt í þessu var að ljúka leik KA og Magna á Soccerademótinu, leikurinn var sá síðasti í riðlakeppnina og voru KA
öruggir í úrslit fyrir leikinn þar sem Þór2 tapaði sínum leik. KA sigraði 4-1, mörkin skoruðu þeir Orri Gústafsson,
Jóhann Örn Sigurjónsson (2) og Jón Heiðar Magnússon. Umjföllun má vænta í fyrramálið
04.02.2011
Á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Magna kl 20.15.
Á mánudaginn leikur KA 2 gegn Þór 1 kl 19.00 en sá leikur er jafnframt úrslitaleikur A-riðils.