20.01.2011
KA 2 unnu góðan sigur gegn KF seinasta laugardag. Lokatölur urður 3-1 þar sem Ómar, Hallgrímur og Jóhann Örn skoruðu mörk okkar.
19.01.2011
Bingó og kökuhlaðborð verður haldið í Brekkuskóla sunnudaginn 23. janúar n.k. kl. 14.
Góðir vinningar og girnilegt hlaðborð að venju.
Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar
13.01.2011
KA-getraunir hefja störf um helgina eftir langt jólafrí. Önnur keppni starfsársins hefst og verður spilað næstu fimm
helgar.
13.01.2011
Á laugardaginn mun KA 2 spila gegn KF (KS/Leiftur) kl. 14.15 í Boganum.
13.01.2011
Lára Einarsdóttir hefur verið valinn í úrtak næstu helgi hjá U17 ára liði Íslands.
11.01.2011
KA-menn léku gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins um helgina og hefndu fyrir ófarirnar síðasta vetur gegn Húsvíkingum með 2 - 0
sigri.
09.01.2011
KA 2 lagði í dag Dalvík/Reyni 3-2 í sínum fyrsta leik í Soccerademótinu. Mörk KA skoruðu Arnór Egill, Hallgrímur Mar og
Viktor Mikumpeti skoruðu mörk KA.
07.01.2011
Á laugardaginn koma Húsvíkingar og spila við okkur í Boganum kl. 14.15. Völsungur eru
núverandi Soccerademeistarar eftir að hafa lagt okkur að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum seinasta vetur.
Á sunnudaginn tekur KA 2 á móti Dalvík/Reyni kl. 16.15 í Boganum.
06.01.2011
Á laugardaginn hefst
undirbúningstímabilið fyrir einhverri alvöru hjá meistaraflokki félagsins þegar að Soccerademótið byrjar. Heimasíðan
ákvað þess vegna að heyra í Gunnlaugi þjálfara liðsins og hvað hann hafði að segja um liðið á þessum
tímapunkti.
05.01.2011
Fjórir piltar fara suður á úrtaksæfingar um helgina og fjórar stúlkur fara á úrtaksæfingar í Boganum miðvikudaginn 12.
janúar.