Fréttir

Soccerade: síðustu leikirnir í riðlum

Á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Magna kl 20.15. Á mánudaginn leikur KA 2 gegn Þór 1 kl 19.00 en sá leikur er jafnframt úrslitaleikur A-riðils.

Knattspyrnumótin að hefjast

Í vetur munu ung og efnileg ungmenni keppa undir merkjum KA á mörgum mótum. Það fyrsta er núna um helgina en þegar Goðamót 4. flokks kvenna fer fram í Boganum. 

Fimm á úrtak næstu helgi

Ævar Ingi Jóhannesson fer á U17 úrtaksæfingar næstu helgi en hann hefur staðið sig vel í vetur en hann spilaði seinustu helgi sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ásamt honum fer markmaðurinn Fannar Hafsteinsson á U17 úrtaksæfingarnar. Jóhann Örn Sigurjónsson, Ómar Friðriksson og Stefán Hafsteinsson fara á U19 úrtaksæfingar næstu helgi einnig. 

Soccerade: Sigur hjá KA 1

KA 1 tryggði sér 1. sæti B-riðils með 3-1 sigri gegn Þór 2.  Fyrst stóð í fyrirsögninni að liðið væri búið að tryggja sig í úrslitaleikinn en svo er ekki þar sem það gildir að ef lið eru jöfn að stigum þá gildir markatalan fyrst en ekki innbirgðis viðureign eins og fréttaritari hélt.

Soccerade: Öruggur sigur hjá KA 2

KA 2 sigraði Draupni 4-1 í Boganum í dag.

Soccerade: Bæði liðin leika um helgina

Á laugardaginn kl 17.15 leikur KA 2 gegn Draupni og á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Þór 2 kl. 14.15.

Lára og Ævar í úrtökum

Ævar Ingi Jóhannsson var á U17 ára landsliðsæfingum síðustu helgi og Lára Einarsdóttir fer á U17 ára landsliðsæfingar næstu helgi.

Soccerade: 2-1 sigur á Tindastól/Hvöt, Umfjöllun

KA sigraði Tindastól/Hvöt 2-1 í Boganum í gær laugardag.

Styttist í framkvæmdir við stúku Akureyrarvallar

Í febrúar er gert ráð fyrir að Akureyrarbær bjóði út framkvæmdir við stúku Akureyrarvallar – heimavallar KA, en um er að ræða viðamiklar framkvæmdir sem koma til með að bæta verulega aðstöðu bæði innan dyra sem utan.

Soccerade: KA sigraði Tindastól/Hvöt (Myndir)

KA sigraði Tindastól/Hvöt í Soccerade mótinu í Boganum í gær með tveimur mörkum gegn einu. Þar með eru okkar menn komnir með sex stig í B-riðli eftir tvo leiki eins og Þór 2, en þessi lið mætast einmitt í næstu umferð nk. sunnudag, 30. janúar kl. 14.15.