12.12.2010
Í gærdag léku KA-menn gegn lærisveinum Lárusar Orra Sigurðssonar í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra
gulklæddu.
10.12.2010
Á laugardaginn kl 13.00 í Boganum þá fer fram æfingaleikur milli okkar og KF.
08.12.2010
Ingvar Már Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla í knattspyrnu. Samningur KA við Ingvar er til eins
árs. Ingvar sem er 34 ára hefur á undanförnum árið leikið með Magna Grenivík og Dalvík/Reyni ásmat því sem
hann hefur þjálfað hjá KA.
07.12.2010
Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson voru
allir boðaðir aftur á úrtaksæfingar næstu helgi fyri drengi fædda 1993.
04.12.2010
Biðröðin sem myndaðist í KA-heimilinu í morgun þegar sala hófst í knattspyrnuskóla Arsenal gefur til kynna að mikill áhugi
sé á að taka þátt í skólanum dagana 13.-17. júní næsta sumar. Salan hófst klukkan 10 í morgun og lauk klukkan
13 og á þeim tíma seldist drjúgur hluti lausra aðgangskorta í skólann. En þeir sem ekki gátu keypt aðgang að
Arsenalskólanum í morgun hafa enga ástæðu til að fara í jólaköttinn því áfram verður selt í skólann
í næstu viku.
01.12.2010
Sala í Arsenalskólann sem fer fram í sumar hefst á laugardag. Eins og greint var frá í síðustu viku mun skólinn fara fram 13.-17.
júní 2011 á KA-svæðinu en skólinn á síðasta ári þóttist takast frábærlega og er stefnan sett á að
endurtaka leikinn.
30.11.2010
Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson hafa verið boðaðir á U19 úrtak og Ævar Ingi Jóhannesson hefur
verið boðaður á U17 úrtak næstu helgi.
30.11.2010
Um helgina fóru fram úrtaksæfingar fyrir stráka á Norðurlandi. Sjö strákar frá KA voru valdir á þessar æfingar og
stóðu þeir sig með mikilli prýði.
27.11.2010
Nk. sunnudag verður haldið stórglæsilegt kaffihlaðborð í KA-heimilinu til styrktar 3. flokki karla og kvenna í fótboltanum en flokkarnir eru að
safna sér fyrir æfingaferð erlendis.
25.11.2010
Gunnlaugur vann sinn annan leik þegar liðið sigraði Dalvík/Reyni 2-0. Ekki var þó um fullan leik að ræða en hvor hálfleikur var um 35
mín. Markaskorarar KA voru Sigurjón Fannar Sigurðsson og Víkingur Hauksson.