Fréttir

Umfjöllun: KA - Dalvík

KA tók á móti Dalvík í æfingaleik í Boganum í gær en þetta var síðasti leikur liðsins á þessu ári. Skemmst er frá því að segja að KA vann tiltölulega auðveldan 5-0 sigur.

Úrslit ráðin

Úrslit eru ráðin í fyrstu getraunakeppni KA-Getrauna á þessu tímabili. Gylfi Hans Gylfason varð hlutskarpastur að þessu sinni og hlýtur hann vegleg verðlaun í boði fyrirtækja á svæðinu fyrir vikið.

Mikil aðsókn í knattspyrnuskóla Arsenal

Mikil aðsókn hefur verið í knattspyrnuskóla Arsenal sem haldinn verður á KA-svæðinu næsta sumar, dagana 13.-17. júní. Sala á miðum hófst 4. desember sl. og hafa biðraðir myndast við KA-heimilið og rjúka miðarnir út, en takmarkaður fjöldi krakka kemst að í skólanum.

Þrír uppaldir leikmenn skrifa undir

Þeir Jón Heiðar Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson og Víkingur Hauksson skrifuðu allir undir tveggja ára samning við KA í dag. Allir þessir leikmenn eru örfættir og munum við sjá þá leika listir sínar á vinstri kantinum í vetur og næsta sumar.

Knattspyrnudeild leitar að tveimur íbúðum

Knattspyrnudeild er að leita að tveimur íbúðum. 2-3 herbergja og 3-4 herbergja á brekkunni sem næst KA-heimilinu. Upplýsingar gefur Gunnar N. í bjorgun@isl.is eða í 461-2287 eftir kl. 19.

Umfjöllun: KF lagðir að velli

Í gærdag léku KA-menn gegn lærisveinum Lárusar Orra Sigurðssonar í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra gulklæddu.

Æfingaleikur: KA-KF

Á laugardaginn kl 13.00 í Boganum þá fer fram æfingaleikur milli okkar og KF. 

Ingvar Már Gíslason ráðinn aðstoðarþjálfari mfl .karla.

Ingvar Már Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla í knattspyrnu.  Samningur KA við Ingvar er til eins árs.  Ingvar sem er 34 ára hefur  á undanförnum árið leikið með Magna Grenivík og Dalvík/Reyni ásmat því sem hann hefur þjálfað hjá KA.

Þrír úr 2. fl aftur í úrtak

Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson voru allir boðaðir aftur á úrtaksæfingar næstu helgi fyri drengi fædda 1993.

Mikil aðsókn að Arsenalskólanum

Biðröðin sem myndaðist í KA-heimilinu í morgun þegar sala hófst í knattspyrnuskóla Arsenal gefur til kynna að mikill áhugi sé á að taka þátt í skólanum dagana 13.-17. júní næsta sumar. Salan hófst klukkan 10  í morgun og lauk klukkan 13 og á þeim tíma seldist drjúgur hluti lausra aðgangskorta í skólann. En þeir sem ekki gátu keypt aðgang að Arsenalskólanum í morgun hafa enga ástæðu til að fara í jólaköttinn því áfram verður selt í skólann í næstu viku.