26.06.2010
KA og Grindavík áttust við í kvöld í 16-lið úrslitum VISA-bikarsins. KA sló út HK í síðustu umferð og þurftu
þeir framlengingu til þess að slá þá út. Í kvöld ákváðu þeir að spila aðeins lengur og taka eina
vítaspyrnukeppni í leiðinni fyrst þeir voru nú komnir til Grindavíkur.
25.06.2010
Búið er að draga í 8-liða úrslit VISA-bikarsins í höfuðstöðvum KSÍ. KA-menn lögðu Grindavík í gær og voru
því í pottinum í dag þegar dregið var.
24.06.2010
KA og Grindavík áttust við í kvöld í 16-lið úrslitum Vísa Bikarsins. KA sló út HK í síðustu umferð og
þurftu þeir framlengingu til þess að slá þá út. Í kvöld ákváðu þeir að spila aðeins lengur og taka eina
vítaspyrnukeppni í leiðinni fyrst þeir voru nú komnir til Grindavíkur.
23.06.2010
Fimmtudaginn 24 júni fara okkar menn í víking og leggja leið sína til Grindavíkur til þess að etja kappi við heimamenn í 16 liða
úrslitum VISA bikarkeppni KSÍ.
23.06.2010
Knattspyrnuskóla Arsenal lauk á KA-svæðinu sl. föstudag í frábæru veðri og héldu þá alsælir krakkar heim á
leið eftir fimm daga dvöl á KA-vellinum í knattspyrnuskólanum sem þóttist takast frábærlega en um 300 krakkar tóku
þátt.
22.06.2010
KA-menn unnu góðan heimasigur á liði Fjölnis sem var taplaust fyrir leikinn en þetta var fyrsti alvöru heimaleikur KA í sumar á glæsilegum
Akureyrarvelli. Aðalbjörn Hannesson ritar umfjöllun. Verið er að vinna í myndaveislu ásamt myndbandi af mörkum leiksins.
18.06.2010
KA-menn unnu góðan sigur á Fjölnismönnum í blíðskaparviðri á Akureyrarvellinum í kvöld. Mörk KA-manna skoruðu Andri
Fannar, David Disztl og Guðmundur Óli.
Nánari umfjöllun, myndir og myndbönd á leiðinni!
18.06.2010
Í kvöld mætast KA og Fjölnir á Akureyrarvellinum sem er orðinn klár í slaginn og lítur glæsilega út.
17.06.2010
Knattspyrnuskóli Arsenal hófst á mánudag á KA-svæðinu en þar eru samankomnir um 300 krakkar sem æfa í fimm daga undir stjórn
þjálfara frá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal en krakkarnir eru víðsvegar af landinu komnir.
15.06.2010
Umfjöllun um leik Fjarðabyggðar og KA sem Tryggvi Gunnarsson skrifaði. Sævar Geir Sigurjónsson fór austur með liðinu vopnaður myndavél og
þær myndir eru á leiðinni.