Fréttir

Frábær sigur hjá 3. flokki kvenna

3. flokkur KA spilaði við Völsung í gær í bikarkeppninni og vann góðan 6-1 sigur. Leikurinn var jafn fram að fyrsta marki KA en það kveikti trúna hjá stelpunum og létu þær heldur betur kné fylgja kviði fram að hálfleik. Staðan var 0-0 eftir 20 mínútur en 4-0 í hálfleik.  

Upphitun: Fjarðabyggð - KA

Á  föstudaginn 11. júní fara KA menn austur á land og heimsækja Fjarðabyggð. Leikurinn verður á grasinu á Eskifirði þar sem engin sæti eru fyrir áhorfendur. Leikar hefjast klukkan 20:00 og vonandi að KA-menn nái stigum þar. Síðustu leikir hafa verið fínir og greinilega stígandi í leik liðsins svo allt stefnir í hörkuleik.

Tap hjá 2. flokki (Myndaveisla)

Annar flokkur tapaði í gær gegn Fjölni/Birninum á KA-vellinum. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Grafarvogspiltum en KA-menn náðu ekki að nýta sín færi en geta samt sem áður spilað mun betur. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari er búinn að senda síðunni myndaveislu.

Pétur Óla: Erfitt að neita því að Arsenal spilar einn skemmtilegasta boltann í dag

Þann fjórtánda júní hefst Arsenalskólinn sem er á vegum KA. Þjálfarar frá Arsenal koma hingað til lands og kenna krökkum á öllum aldri ýmislegt í fótbolta. Mikið skipulag hlýtur að fara í svona stóran viðburð. Pétur Óla, yfirþjálfari KA, er maðurinn á bak við þetta og má segja að það sé honum að þakka að þessi skóli sé að verða að veruleika. Við fengum Pétur í smá spjall um skólann og umgjörð hans.

KA fer til Grindavíkur í 16-liða úrslitum bikarsins

Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ. KA-menn drógust gegn Grindvíkingum á útivelli.

Sumarstarf yngri flokka að hefjast á morgun

Á morgun, þriðjudag, hefjast sumaræfingar hjá yngri flokkunum á KA-svæðinu. Á laugardaginn sl. var KA-dagurinn sem markaði upphafið á sumarstarfinu.

Umfjöllun: KA - HK í deildinni

Klukkan tvö í dag mættust KA og HK í sól og blíðu á Akureyri. Miðað við leik liðana á miðvikudagskvöldið í bikarnum mátti búast við skemmtilegum leik og sú varð raunin. Bæði lið fengu mörg færi og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Um var að ræða leik í fimmtu umferð fyrstu deildarinnar.

Sjáðu mörkin úr bikarleiknum gegn HK á netinu

Búið er að láta öll mörkin úr bikarleiknum gegn HK inn á netið. Björgvin Kolbeinsson tók leikinn upp og hefur klippt mörkin út og látið á vefsíðuna YouTube. Með því að smella á lesa meira er hægt að horfa á öll fimm mörkin.

Nóg að gerast á morgun

Á laugardag er nóg að gerast í kringum félagið. KA-dagurinn, KA tekur á móti HK, leikur hjá 3. flokki kvenna og Vinir Sagga að hita upp fyrir leik og mikil stemning.

Tómas Ingi: Menn að leggja mikið á sig til að vinna

Eins og flestir ættu að vita eigast KA og HK við í annað skipti á fjórum dögum á laugardaginn. Á miðvikudaginn fóru KA-menn með 3-2 sigur af hólmi eftir framlengdan baráttuleik. HK-ingar börðust vel í leiknum og Tómas Ingi, þjálfari þeirra, getur verið sáttur með það. Heimasíðan heyrði í Tómasi eftir leikinn og spurði hann út í leikinn sem og viðureign liðana á laugardaginn.