04.06.2010
Á morgun mætast KA og HK í annað sinn á fjórum dögum. Í þetta skiptið mætast liðin í fimmtu umferð fyrstu
deildarinnar. Liðin mættust í 32 liða úrslitum Visa bikarsins á miðvikudaginn og fóru KA-menn með sigur af hólmi, 3-2 eftir framlengdan leik.
Mörk KA manna komu frá Andra Fannari sem skoraði tvö og svo Guðmundi Óla sem skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti utan
teigs.
03.06.2010
Nú fyrr í kvöld áttust við KA og HK á KA-vellinum í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Búast mátti við hörkuleik enda um
tvö góð lið að ræða og sú varð raunin. KA-menn börðust allan leikinn af krafti og eiga hrós skilið fyrir. Umfjöllun með
myndum.
02.06.2010
KA-menn unnu HK á KA-vellinum í 32-liða úrslitum í kvöld eftir framlengingu. Nánari umfjöllun og myndaveisla á leiðinni.
01.06.2010
Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn HK á morgun með því að hittast á veitingastaðnum Bryggjunni og gera sig klára í leikinn
sem fer fram á KA-svæðinu.
01.06.2010
KA leitar að metnaðarfullum þjálfurum frá og með næsta hausti sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá
félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun frá KSÍ er skilyrði.
01.06.2010
Á miðvikudaginn 2. júní hefjast 32 liða úrslit VISA bikarsins. HK ingar koma í heimsókn á KA völlinn og hefjast leikar klukkan 19.15. KA
menn hafa oft verið nokkuð góðir í bikarnum og slegið út mörg af stóru liðunum. Liðinu hefur hinsvegar ekki gengið nægilega vel
í byrjun tímabilsins en vonandi að liðið nái sigri í þessum leik.
31.05.2010
KA menn hafa verið að dala aðeins í síðustu leikjum en það þýðir ekki að stuðningurinn hætti. Vinir Sagga fara vonandi að
koma sterkir inn í næstu leikjum og styðja liðið til sigurs í mikilvægum leikjum. Þeir setja oft skemmtilegan og gulan svip á stúkuna
í sérhönnuðum bolum fyrir meðlimi.
29.05.2010
Það var heldur kalt í veðri þegar KA menn heimsóttu Njarðvíkinga í kvöld á rennisléttan og flottan Njarðtaksvöll
þeirra heimamanna. Umfjöllun um leikinn og tengill á myndaveislu.
27.05.2010
Haukur Heiðar Hauksson segir sig og liðsfélaga sína vera algjörlega klára í slaginn gegn Njarðvíkingum á morgun og ekkert annað en sigur
komi til greina. Haukur og félagar mæta Njarðvík fyrir sunnan annaðkvöld klukkan 19:00.
27.05.2010
Annar flokkur fer suður um helgina og leikur tvo hörkuleiki í A-deildinni. Strákarnir byrjuðu tímabilið með flottum leik gegn Stjörnumönnum
þar sem þeir unnu sannfærandi 6-0 og vonandi er að lærisveinar Míló nái að fylgja því eftir og koma heim sigra.