07.06.2010
Á morgun, þriðjudag, hefjast sumaræfingar hjá yngri flokkunum á KA-svæðinu. Á laugardaginn sl. var KA-dagurinn sem markaði upphafið
á sumarstarfinu.
06.06.2010
Klukkan tvö í dag mættust KA og HK í sól og blíðu á Akureyri. Miðað við leik liðana á miðvikudagskvöldið í
bikarnum mátti búast við skemmtilegum leik og sú varð raunin. Bæði lið fengu mörg færi og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri
mörk. Um var að ræða leik í fimmtu umferð fyrstu deildarinnar.
05.06.2010
Búið er að láta öll mörkin úr bikarleiknum gegn HK inn á netið. Björgvin Kolbeinsson tók leikinn upp og hefur klippt mörkin
út og látið á vefsíðuna YouTube. Með því að smella á lesa meira er hægt að horfa á öll fimm mörkin.
04.06.2010
Á laugardag er nóg að gerast í kringum félagið. KA-dagurinn, KA tekur á móti HK, leikur hjá 3. flokki kvenna og Vinir Sagga að hita upp
fyrir leik og mikil stemning.
04.06.2010
Eins og flestir ættu að vita eigast KA og HK við í annað skipti á fjórum dögum á laugardaginn. Á miðvikudaginn fóru KA-menn
með 3-2 sigur af hólmi eftir framlengdan baráttuleik. HK-ingar börðust vel í leiknum og Tómas Ingi, þjálfari þeirra, getur verið
sáttur með það. Heimasíðan heyrði í Tómasi eftir leikinn og spurði hann út í leikinn sem og viðureign liðana á
laugardaginn.
04.06.2010
Á morgun mætast KA og HK í annað sinn á fjórum dögum. Í þetta skiptið mætast liðin í fimmtu umferð fyrstu
deildarinnar. Liðin mættust í 32 liða úrslitum Visa bikarsins á miðvikudaginn og fóru KA-menn með sigur af hólmi, 3-2 eftir framlengdan leik.
Mörk KA manna komu frá Andra Fannari sem skoraði tvö og svo Guðmundi Óla sem skoraði stórglæsilegt mark með viðstöðulausu skoti utan
teigs.
03.06.2010
Nú fyrr í kvöld áttust við KA og HK á KA-vellinum í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Búast mátti við hörkuleik enda um
tvö góð lið að ræða og sú varð raunin. KA-menn börðust allan leikinn af krafti og eiga hrós skilið fyrir. Umfjöllun með
myndum.
02.06.2010
KA-menn unnu HK á KA-vellinum í 32-liða úrslitum í kvöld eftir framlengingu. Nánari umfjöllun og myndaveisla á leiðinni.
01.06.2010
Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn HK á morgun með því að hittast á veitingastaðnum Bryggjunni og gera sig klára í leikinn
sem fer fram á KA-svæðinu.
01.06.2010
KA leitar að metnaðarfullum þjálfurum frá og með næsta hausti sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá
félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun frá KSÍ er skilyrði.