19.05.2010
Stutt umfjöllun með upplýsingum um þá 25 leikmenn sem skráðir eru í meistaraflokk KA þetta keppnistímabil. Margir af þessum
strákum eru reyndar einnig í eldlínunni með öðrum flokki félagsins.
18.05.2010
Tímabilið hjá 2. flokki hefst á morgun með stórleik gegn Íslandsmeisturum KR en leikurinn fer fram í Boganum þar sem KA-svæðið er
ekki klárt og hefst kl. 17:00. Davíð Rúnar fyrirliði liðsins segir mikla tilhlökkun vera komna í mannskapinn.
18.05.2010
Í gærkvöldi áttust við KA og Draupnir í Boganum. Fyrirfram var spáð KA nokkuð auðveldum sigri. Draupnir leikur í þriðju
deildinni en eins og flestir ættu að vita leikur KA í þeirri fyrstu. Leikurinn var nokkuð tíðindalítill og ekki mikið fyrir augað.
16.05.2010
Í tilefni þess að KA og Draupnir eigast við á morgun ákváðum við að heyra aðeins í Aðalbirni Hannessyni, leikmanni Draupnis,
fréttaritara KA síðunnar og fyrrum leikmanni KA.
16.05.2010
Á mánudaginn mun KA lið mæta Draupni í bikarnum. En hverjir eru í Draupni? Hér er smá samantekt um þá KA-stráka í
Draupni sem eru í 16-manna hóp í leiknum.
16.05.2010
Á morgun taka KA-menn á móti Draupni í Boganum klukkan 19:00. Um er að ræða leik í 2. umferð VISA-bikarsins. KA gerðu jafntefli gegn
Gróttu í síðasta leik, 1:1.
Það kostar 500kr.- inn á leikinn fyrir 16 ára og eldri. Ársmiðar gilda ekki
15.05.2010
Á dögunum gekk til liðs við KA ungur varnarmaður, Stefán Hafsteinsson að nafni en hann er uppalinn hjá Hvöt.
14.05.2010
- Valinn maður leiksins af KA-mönnum og fær út að borða á StrikiðHaukur Hinriksson hinn ungi
miðvörður KA-liðsins var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Gróttu í kvöld. Hann skoraði gott skallamark eftir horn en skömmu síðar eftir
mikinn klaufagang í vörninni jöfnuðu gestirnir og þar við sat. Haukur var valinn maður leiksins og fær út að borða á Strikið.
14.05.2010
KA og Grótta mættust á Þórsvelli en er það eini völlurinn á Akureyri sem er leikfær sem stendur fyrir utan Bogann. Ekki er að
sjá á vellinum hvort sé 14. maí eða 14. júlí svo góður er hann. Fyrirfram var KA talið líklegra liðið en þeir
gerðu góða ferð í Laugardalinn seinustu helgi.
14.05.2010
Í kvöld leikur KA sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu. Leikurinn fer fram á Þórsvelli þar sem Akureyrarvöllur er ekki klár og vonumst
við til að sjá góða mætingu hjá KA-fólki! Liðið þarf á því að halda en strákarnir eru til alls
líklegir í sumar og byrjuðu vel með útisigri á Þrótti.