23.05.2010
Það var blíðskaparveður þegar KA menn mættu í Breiðholtið til að taka 3 stig með sér norður en ekki gekk áætlun
þeirra upp. ÍR-ingar hirtu öll stigin og eru því taplausir eftir þrjár umferðir og tróna á toppi deildarinnar.
21.05.2010
Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. KA-menn voru
í pottinum og drógust gegn HK og ljóst að það verður hörkuleikur en liðin eru saman í deild einnig í sumar. KA kom sem fyrra lið
úr pottinum og því fer leikurinn fram á Akureyri.
21.05.2010
Á laugardaginn, 22. maí ferðast KA menn til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Breiðholtið og heimsækja ÍR-inga. KA-menn hafa unnið sinn
eina útileik til þessa og vonandi að strákarnir nái að fylgja því eftir og komast aftur á sigurbraut í deildinni.
20.05.2010
Jóhannes Valgeirsson hefur verið einn fremsti dómari landsins undanfarin ár en hann er einn þriggja dómara sem dæma fyrir hönd KA og eru í
svokölluðum Landsdómara A flokki.
19.05.2010
Fyrirhuguðum leik KA og KR í 2. flokki sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. KR-ingarnir ætluðu
að fljúga norður en vegna ösku í háloftunum úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er ekki hægt að fljúga á milli
Reykjavíkur og Akureyrar.
19.05.2010
Stutt umfjöllun með upplýsingum um þá 25 leikmenn sem skráðir eru í meistaraflokk KA þetta keppnistímabil. Margir af þessum
strákum eru reyndar einnig í eldlínunni með öðrum flokki félagsins.
18.05.2010
Tímabilið hjá 2. flokki hefst á morgun með stórleik gegn Íslandsmeisturum KR en leikurinn fer fram í Boganum þar sem KA-svæðið er
ekki klárt og hefst kl. 17:00. Davíð Rúnar fyrirliði liðsins segir mikla tilhlökkun vera komna í mannskapinn.
18.05.2010
Í gærkvöldi áttust við KA og Draupnir í Boganum. Fyrirfram var spáð KA nokkuð auðveldum sigri. Draupnir leikur í þriðju
deildinni en eins og flestir ættu að vita leikur KA í þeirri fyrstu. Leikurinn var nokkuð tíðindalítill og ekki mikið fyrir augað.
16.05.2010
Í tilefni þess að KA og Draupnir eigast við á morgun ákváðum við að heyra aðeins í Aðalbirni Hannessyni, leikmanni Draupnis,
fréttaritara KA síðunnar og fyrrum leikmanni KA.
16.05.2010
Á mánudaginn mun KA lið mæta Draupni í bikarnum. En hverjir eru í Draupni? Hér er smá samantekt um þá KA-stráka í
Draupni sem eru í 16-manna hóp í leiknum.