Fréttir

Tveir hörkuleikir hjá öðrum flokki um helgina

Annar flokkur fer suður um helgina og leikur tvo hörkuleiki í A-deildinni. Strákarnir byrjuðu tímabilið með flottum leik gegn Stjörnumönnum þar sem þeir unnu sannfærandi 6-0 og vonandi er að lærisveinar Míló nái að fylgja því eftir og koma heim sigra.

Myndaveislur: Grótta, Stjarnan og 2. flokkur

Búið er að láta inn á síðuna myndaveislur úr leikjum KA gegn Gróttu og svo Draupni. Einnig eru myndir úr leik 2. flokks gegn Stjörnunni sl. mánudag komnar inn. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari síðunnar tók þessar glæsilegu myndir og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það.

Upphitun: Njarðvík - KA

Föstudaginn 28. maí fara KA menn í heimsókn á Suðurnesin. Þar mæta þeir liði Njarðvíkur á Njarðtaksvelli. KA liðið hefur aðeins dalað í síðustu leikjum en nú er að fá sigur og rífa liðið upp. ATH: Leiknum hefur verið flýtt til 19:00

Valla veitingastjóri: Kaffihlaðborðinu líst sem háklassa veislu

Valgerður Davíðsdóttir sér um kaffihlaðborð á leikdögum hjá KA-liðinu. Í hálfleik er kaffi fyrir ársmiðahafa og svo eftir leik fá leikmenn og dómarar hressingu en um allt þetta sér ,,Valla veitingastjóri," og segir hún að það sé alltaf gaman að hitta KA fólkið í kaffinu á leikjum.

2. flokkur rúllaði yfir Stjörnumenn

Strákarnir í 2. flokki byrjuðu tímabilið gríðarlega vel með sannfærandi 6-0 sigri á Stjörnumönnum í dag. Leikið var í Boganum og sýndu strákarnir að þeir geta vel náð langt í sumar ef þeir vilja.

KA mætir Stjörnunni í 2. flokki á morgun

Á morgun, mánudag, leika strákarnir hans Míló í öðrum flokki sinn fyrsta leik. Það er heimaleikur gegn Stjörnunni en leikurinn fer fram í Boganum kl. 12.

Umfjöllun: ÍR - KA

Það var blíðskaparveður þegar KA menn mættu í Breiðholtið til að taka 3 stig með sér norður en ekki gekk áætlun þeirra upp. ÍR-ingar hirtu öll stigin og eru því taplausir eftir þrjár umferðir og tróna á toppi deildarinnar.

KA mætir HK í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins

Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikarsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. KA-menn voru í pottinum og drógust gegn HK og ljóst að það verður hörkuleikur en liðin eru saman í deild einnig í sumar. KA kom sem fyrra lið úr pottinum og því fer leikurinn fram á Akureyri.

Upphitun: ÍR - KA

Á laugardaginn, 22. maí ferðast KA menn til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Breiðholtið og heimsækja ÍR-inga. KA-menn hafa unnið sinn eina útileik til þessa og vonandi að strákarnir nái að fylgja því eftir og komast aftur á sigurbraut í deildinni.

Jói Valgeirs: Dómarar hér fyrir norðan vel undirbúnir

Jóhannes Valgeirsson hefur verið einn fremsti dómari landsins undanfarin ár en hann er einn þriggja dómara sem dæma fyrir hönd KA og eru í svokölluðum Landsdómara A flokki.