Fréttir

Úrslitaleikir í Soccerade bikarnum

Nú fer Soccerade-mótinu að ljúka og á einungis eftir að leika um sæti. Eins og fram hefur komið þá leikur KA 1 til úrslita á móti Völsungi og KA 2 leikur um 7. sæti á móti Þór 2. Leikur KA og Völsungs fer fram á sunnudaginn en leikur KA 2 fer fram næstkomandi miðvikudag.

Drög að leikjum sumarsins eru komin

Nú fer óðum að styttast í að fótboltasumarið hefjist, en það eru um þrír mánuðir þangað til að boltinn byrjar að rúlla. KSÍ er hefur nú gefið út frá sér drög að leikjum sumarsins. Nú geta menn farið að skipuleggja sig, t.d. hvenær skuli fara í hina árlegu ferð til Fjarðabyggðar.

Soccerade: KA í úrslit eftir sigur á Dalvík

KA vann Dalvíkinga í úrslitaleik riðils síns í Soccerade-mótinu í dag. Fóru leikar 3-2 eftir að Dalvíkingar höfðu náð forustunni. Andri Fannar setti tvö mörk og Orri Gözza eitt. KA vann alla leikina í riðlinum og spilar úrslitaleikinn á mótinu gegn Stubbi og félögum hans í Völsungi. Leikurinn verður spilaðursunnudaginn 14. febrúar kl 18:15. Strax á eftir munu Þór og Dalvík berjast um þriðja sætið á mótinu. KA2 steinlá fyrir Þór í gærkvöldi 12-2.

Soccerade-mótið: KA1 mætir Tindastól

KA1 (mfl. KA) mætir sauðkræklingunum í Tindastól í kvöld. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl 18:00. KA1 hefur unnið alla leiki sína á mótinu hingað til, við hvetjum því alla til að mæta og styðja þá til sigurs í þessum leik. Leiknum lauk með 13 - 0 sigri KA......

Soccerade mótið: KA lagði 2. flokk Þórs, 2. flokkur tapaði á móti Draupni.

Meistaraflokkur KA lagði 2. flokk Þórs á Soccerademótinu á föstudagskvöld. Haukur Hinriksson skoraði fyrsta mark leiksins, Hallgrímur Steingrímsson skoraði annað markið og svo kláraði Arnór Egill Hallson leikinn og skoraði tvö síðustu. Á laugardag öttu strákarnir í 2. flokk kappi við Draupni. Þar lutu við í lægri hlut með 1 marki gegn 2 mörkum Draupnismanna. Soccerade mótið heldur áfram næstu helgi, frekari upplýsingar er að finna hér.

KA 2 sigraði Samherja á Soccerade - mótinu í gær

Fyrsti leikur KA á Soccerade mótinu fór fram í gær en það voru strákarnir í 2. flokk sem riðu á vaðið. Öttu þeir kappi við nágranna okkar úr Eyjarfjarðarsveit, Samherja. Skemmst er frá því að segja að strákarnir unnu leikinn 3-1 og eru nú efsta sæti riðilsins með 2 stig og bestu markatölu. Næstu helgi helgi tekur meistarflokkur (KA1) á móti 2. flokk Þórs, föstudaginn 15. jan kl 19:45 og á laugardag mætir 2. flokkur (KA2) Draupni kl 14:15.

Soccerade - mótið hafið! KA sendir meistaraflokk og 2. flokk

Hið árlega Soccerade - mót hófst í dag. Mótið er hugsað sem undirbúningsmót fyrir liðin hér á norðurlandi en alls eru 10 lið skráð til leiks en mótið stendur til 21. febrúar. Fyrsti leikur KA manna á mótinu er á morgun þegar 2. flokkur etur kappi við Samherja úr Eyjafjarðarsveit. Það er um að gera fyrir alla fótboltaþyrsta KA menn að mæta í Bogann á morgun en leikurinn hefst kl 14:15. Næstu helgi munu svo bæði meistaraflokkur og 2. flokkur keppa þannig að það verður nóg að spennandi hlutum að gerast í boltanum á næstu vikum. KA síðan verður með litla hliðarsíðu tileinkaða mótinu þar sem hægt er að sjá leikjaniðurröðun, riðla og einnig samantekt yfir allar fréttir sem skrifaðar verða um mótið. Þú getur smellt hér eða farið í "Soccerade mótið" í valmyndinni hér að ofan.

Innanhúsmótið tókst vel

Knattspyrnudeild stóð fyrir gamlársmóti í innanhús knattspyrnu en það fór fram á næst síðasta degi ársins, mótið var haldið til styrktar deildarinnar. Alls skráðu sig til leiks 7 lið og þóttu þáttakendur sýna mikla takta innan sem utan vallar. Liðin sem skipuðu sér í þrjú efstu sætin voru Draupnir í þriðja, Fc Þrúgur í öðru og svo voru það Brothættir sem tóku fyrsta sætið. Telja menn að "Brothættir" sé vísun í aldur liðsmanna en þegar á ákveðið aldursskeið er komið vilja menn verða brothættir, ekkert hefur þó verið gefið út um það opinberlega. Blöðin eru reyndar þegar farin að tala um samsæri en Bjarni Áskels formaður deildarinnar var í liðinu. Hann vildi ekki tjá sig um málið í dag.

Innanhúsmót í knattspyrnu í KA - Heimilinu

Nú er í þann mund að hefjast innanhúsmót í knattspyrnu í KA - Heimilinu. Knattspyrnudeild KA stendur fyrir mótinu en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið á vegum deildarinnar. Keppt verður frá 17 og fram eftir kvöldi en alls eru 7 lið skráð til leiks.

Myndir af jólaæfingu yngri flokka í Boganum

Sl. laugardag var síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri flokkunum og að því tilefni mættu iðkendur með jólasveinahúfur og í skrautlegum búningum. Aðalmálið var þó að tveir jólasveinar gáfu sér tíma og kíktu á krakkana og tóku m.a. þátt í æfingunum.