16.05.2010
Á morgun taka KA-menn á móti Draupni í Boganum klukkan 19:00. Um er að ræða leik í 2. umferð VISA-bikarsins. KA gerðu jafntefli gegn
Gróttu í síðasta leik, 1:1.
Það kostar 500kr.- inn á leikinn fyrir 16 ára og eldri. Ársmiðar gilda ekki
15.05.2010
Á dögunum gekk til liðs við KA ungur varnarmaður, Stefán Hafsteinsson að nafni en hann er uppalinn hjá Hvöt.
14.05.2010
- Valinn maður leiksins af KA-mönnum og fær út að borða á StrikiðHaukur Hinriksson hinn ungi
miðvörður KA-liðsins var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Gróttu í kvöld. Hann skoraði gott skallamark eftir horn en skömmu síðar eftir
mikinn klaufagang í vörninni jöfnuðu gestirnir og þar við sat. Haukur var valinn maður leiksins og fær út að borða á Strikið.
14.05.2010
KA og Grótta mættust á Þórsvelli en er það eini völlurinn á Akureyri sem er leikfær sem stendur fyrir utan Bogann. Ekki er að
sjá á vellinum hvort sé 14. maí eða 14. júlí svo góður er hann. Fyrirfram var KA talið líklegra liðið en þeir
gerðu góða ferð í Laugardalinn seinustu helgi.
14.05.2010
Í kvöld leikur KA sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu. Leikurinn fer fram á Þórsvelli þar sem Akureyrarvöllur er ekki klár og vonumst
við til að sjá góða mætingu hjá KA-fólki! Liðið þarf á því að halda en strákarnir eru til alls
líklegir í sumar og byrjuðu vel með útisigri á Þrótti.
14.05.2010
Kynningarkvöld KA fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem ýmsir dyggir stuðningsmenn mættu og áttu góða kvöldstund í
félagsskap góðra KA-félaga.
13.05.2010
Á morgun, föstudaginn 12. maí fá KA-menn Gróttu í heimsókn. Er það fyrsti heimaleikur liðsins á tímabilinu en verður
reyndar spilaður á Þórsvelli sökum vallaraðstæðna á Akureyrarvelli. Í tilefni leiksins fengum við Ásmund Haraldsson,
þjálfara Gróttu í smá viðtal.
13.05.2010
KA menn spila sinn fyrsta heimaleik á morgun þegar þeir mæta Gróttu. KA byrjaði mótið vel með sigri gegn Þrótti 2-1 á
útivelli á meðan Grótta tapaði á heimavelli á móti ÍR, einnig 2-1.
12.05.2010
Dan Stubbs nýjasti leikmaður meistaraflokks mætti á æfingar hjá yngri flokkum í gær og dreifði boðsmiðum á leik KA og
Gróttu sem fram fer á föstudaginn.
12.05.2010
Hinir hressu Vinir Sagga eru tilbúnir í slaginn í sumar. Fyrsti heimaleikur er á föstudaginn og verða þeir að sjálfsögðu þar.
Fyrir þann leik ætla þeir að hita upp á Bryggjunni kl. 17:00, klukkutíma áður en flautað verður til leiks.