14.05.2010
Kynningarkvöld KA fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem ýmsir dyggir stuðningsmenn mættu og áttu góða kvöldstund í
félagsskap góðra KA-félaga.
13.05.2010
Á morgun, föstudaginn 12. maí fá KA-menn Gróttu í heimsókn. Er það fyrsti heimaleikur liðsins á tímabilinu en verður
reyndar spilaður á Þórsvelli sökum vallaraðstæðna á Akureyrarvelli. Í tilefni leiksins fengum við Ásmund Haraldsson,
þjálfara Gróttu í smá viðtal.
13.05.2010
KA menn spila sinn fyrsta heimaleik á morgun þegar þeir mæta Gróttu. KA byrjaði mótið vel með sigri gegn Þrótti 2-1 á
útivelli á meðan Grótta tapaði á heimavelli á móti ÍR, einnig 2-1.
12.05.2010
Dan Stubbs nýjasti leikmaður meistaraflokks mætti á æfingar hjá yngri flokkum í gær og dreifði boðsmiðum á leik KA og
Gróttu sem fram fer á föstudaginn.
12.05.2010
Hinir hressu Vinir Sagga eru tilbúnir í slaginn í sumar. Fyrsti heimaleikur er á föstudaginn og verða þeir að sjálfsögðu þar.
Fyrir þann leik ætla þeir að hita upp á Bryggjunni kl. 17:00, klukkutíma áður en flautað verður til leiks.
11.05.2010
Leikur KA og Gróttu nk. föstudag mun fara fram á hinum nýja og glæsilega Þórsvelli þar sem grasið á Akureyrarvellinum er ekki
tilbúið í slaginn. Þórsvöllurinn er með hitunarkerfi undir grasinu og því mun sneggri að ná sér eftir veturinn. Heyrst hefur
að ekki séu allir sáttir með þessa lendingu á málinu, þ.e. að KA spili á Þórsvellinum og því heyrði
heimasíðan í Sigfúsi Helgasyni, framkvæmdastjóra Þórs og fékk hann til að segja frá aðstæðum.
11.05.2010
Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu miðvikudaginn 12. maí kl 20.30.
Hvetjum alla KA menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.
10.05.2010
Eins og flestir hafa tekið eftir sem hafa séð myndir úr Þróttaraleiknum að þá léku KA-menn í nýrri línu hummel
búninga. Búningarnir eru spánnýjir og nýmerktir af hinum grjótharða KA-manni Doktor Pétri.
10.05.2010
Dínó spilandi þjálfari KA-manna fór í sjónvarpsviðtal á Fótbolta.net eftir leikinn gegn Þrótturum í Laugardalnum
í gær.
10.05.2010
Það var blíðskaparveður í Laugardalnum í dag og mikill fjöldi fólks sem var þar samankominn vegna vorhátíðar
Þróttar sem hafði hafist fyrr um daginn.