Fréttir

Umfjöllun: Þróttur R. - KA

Það var blíðskaparveður í Laugardalnum í dag og mikill fjöldi fólks sem var þar samankominn vegna vorhátíðar Þróttar sem hafði hafist fyrr um daginn.

Frábær byrjun á mótinu - Sigur á Þrótturum í dag

KA gerði góða ferð suður fyrr í dag og lagði Þróttara 1 - 2 í skemmtilegum leik. Strákarnir voru að spila góðan bolta samkvæmt okkar manni á staðnum og var stemmingin góð. Fyrra markið var sjálfsmark eftir góða fyrirgjöf frá Dan Stubbs. Sigurmarkið skoraði Haukur Hinriksson með skalla eftir hornspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Það er ekki ónýtt að byrja mótið á sigri gegn Þrótti sem féll á síðasta ári úr úrvalsdeild. Nánari umfjöllun kemur hér inn síðar. Við minnum svo á fyrsta heimaleik KA á föstudaginn 14. maí gegn Gróttu!

Upphitun: Þróttur R. - KA

Á sunnudaginn, 9. maí  mætast KA og Þróttr í fyrstu umferð íslensku fyrstu deildarinnar. Búast má við hörkuleik. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Að sjálfsögðu hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að mæta og styðja við bakið á sínu liði.

Gassi: Getum hugsanlega dreift álaginu betur á milli valla

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru framkvæmdir í gangi á Akureyrarvelli. KA – völlurinn verður þó að koma vel undan vetri til að allt eigi að ganga upp. Heimasíðan tók Gunnar Gunnarsson, Gassa, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í smá spjall.

Dan Stubbs: Geri alltaf mitt allra besta

Eins og við greindum frá fyrr í morgun er búið að semja við Dan Stubbs, rúmlega tvítugan enskan miðvallarleikmann, sem verið hefur með liðinu undanfarið. Heimasíðan heyrði í honum hljóðið og virtist Dan vera mjög sáttur með dvölina hér.

Dan Stubbs í KA (Staðfest)

Búið er að ganga frá samningum við enska miðvallarleikmanninn Dan Stubbs sem hefur verið hjá félaginu í vikunni ásamt því að taka þátt í leik liðsins gegn Fylki sl. laugardag.

Endurbætur á Akureyrarvellinum

Á þessu ári mun Akureyrarbær verja tuttugu milljónum króna í endurbætur á stúkunni við Akureyrarvöll en stúkan hefur lítið sem ekkert viðhald fengið síðasta áratuginn og er margt þar sem má betur fara.

4 dagar – Andri Fannar: Tökum bara einn leik í einu

Á sunnudaginn hefst tímabilið hjá KA-mönnum. Klárt er að menn eru farnir að hlakka til. KA menn hefja leik í Laugardalnum þar sem þeir mæta Þrótturum þar sem búast má við hörkuleik. Hinn ungi Andri Fannar Stefánsson segir spennu komna í menn og að allir séu klárir.

4 dagar - Steini Eiðs: Veit ekki um lið sem hefur fallið í apríl eða maí

Stutt er í að tímabilið byrji hjá strákunum okkar og mikilvægt að allir séu með hausinn í lagi og í topp standi. Líkt og í fyrra verður Dean Martin spilandi þjálfari og mun því reynsluboltinn Steingrímur Eiðsson aðstoðarmaður hans stýra liðinu af hliðarlíðunni í sumar.

2. flokkur með sigur á Þórsurum

Fyrr í kvöld áttust KA og Þór við í öðrum flokki karla. Búast mátti við hörkuleik og sú varð raunin. Um var að ræða æfingaleik í undirbúning fyrir Íslandsmótið sem hefst með leik þann 19. maí. Þá koma KR-ingar í heimsókn til Akureyrar.