05.05.2010
Á þessu ári mun Akureyrarbær verja tuttugu milljónum króna í endurbætur á stúkunni við Akureyrarvöll en stúkan hefur
lítið sem ekkert viðhald fengið síðasta áratuginn og er margt þar sem má betur fara.
05.05.2010
Á sunnudaginn hefst tímabilið hjá KA-mönnum. Klárt er að menn eru farnir að hlakka til. KA menn hefja leik í Laugardalnum þar sem þeir
mæta Þrótturum þar sem búast má við hörkuleik. Hinn ungi Andri Fannar Stefánsson segir spennu komna í menn og að allir séu
klárir.
05.05.2010
Stutt er í að tímabilið byrji hjá strákunum okkar og mikilvægt að allir séu með hausinn í lagi og í topp standi. Líkt og
í fyrra verður Dean Martin spilandi þjálfari og mun því reynsluboltinn Steingrímur Eiðsson aðstoðarmaður hans stýra liðinu af
hliðarlíðunni í sumar.
03.05.2010
Fyrr í kvöld áttust KA og Þór við í öðrum flokki karla. Búast mátti við hörkuleik og sú varð raunin. Um var
að ræða æfingaleik í undirbúning fyrir Íslandsmótið sem hefst með leik þann 19. maí. Þá koma KR-ingar í
heimsókn til Akureyrar.
01.05.2010
Í dag kl 15.00 spilaði KA æfingaleik á móti Fylki á gervigrasinu í Árbænum. Í leiknum kom við sögu nýr leikmaður
að nafni Dan Stubbs. Stubbs hitti KA liðið í Reykjavík í dag og spilaði leikinn á móti Fylki, Stubbs er nú á leiðinni norður
með liðinu þar sem hann mun halda áfram að æfa með KA næstu daga áður en það verður tekin ákvörðun um hvort hann
verði áfram eða ekki.
30.04.2010
Á morgun laugardag mun M.fl leggja leið sína suður þar sem þeir munu etja kappi við úrvalsdeildarlið Fylkis. Þetta mun að öllum
líkindum vera síðasta æfingaleikur KA á þessum vetri enda styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist.
30.04.2010
Um helgina verða úrtaksæfingar U16 ára landsliðsins í boganum. Hópurinn er skipaður leikmönnum héðan af norðurlandi og munu
þeir æfa í Boganum föstudag og laugardag. Í þessum hóp eru 6 strákar frá KA en þeir spila allir með 3.fl félagsins.
Þjálfari er Freyr Sverrisson.
21.04.2010
Á morgun sumardaginn fyrsta ferðast bæði M.fl og 2.fl karla
til Akraness þar sem bæði lið spila æfingaleiki við heimamenn í ÍA. Leikur m.fl er á undan og hefst hann kl 16.00 en leikur 2.fl er spilaður
strax á eftir.
15.04.2010
Það var tekið á því á Nývangi í gær þegar meðlimir meistaraflokks KA tóku sig til og mokuðu snjóinn af
Nývangi. Þetta flýtir fyrir því að völlurinn nái sér eftir veturinn og að strákarnir geti farið að æfa.
09.04.2010
KA spilar síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á morgum þegar Leiknismenn úr Breiðholti koma í heimsókn. Liðin eru jöfn á
botni B-riðils með 1 stig hvort. Leiknir vann reyndar síðasta leik sinn gegn FH, 2-1. FH-ingar kærðu leikinn og var þeim dæmdur sigur. KA hefur átt
í mesta basli í Lengjubikarnum en aðalhöfuðverkurinn hefur verið að skapa færi og skora mörk. Markatalan eftir fimm leiki er 4-14. Við skulum vona
að úr rætist í leiknum á morgun enda ekki seinna vænna, aðeins mánuður í Íslandsmót.
Strax að leik loknum eða kl 15 spilar Þór/KA við Fylki í Lengjubikar kvenna. Sjálfur Björn Kristinn Björnsson (Bubbi) er þjálfari
Fylkis og leika tvíburadætur hans, Laufey og Björk undir hans stjórn. Gaman er að segja frá því að í leiknum mun Bubbi mæta
einhverjum af sínum gömlu lærisveinum sem hann þjálfaði í 6. og 5. flokki KA á sínum tíma.