Fréttir

Æfingaleikur: M.fl mætir Fylki í Árbænum

Á morgun laugardag mun M.fl leggja leið sína suður þar sem þeir munu etja kappi við úrvalsdeildarlið Fylkis. Þetta mun að öllum líkindum vera síðasta æfingaleikur KA á þessum vetri enda styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist.  

U16: Úrtaksæfingar í boganum

Um helgina verða úrtaksæfingar U16 ára landsliðsins í boganum. Hópurinn er skipaður leikmönnum héðan af norðurlandi og munu þeir æfa í Boganum föstudag og laugardag. Í þessum hóp eru 6 strákar frá KA en þeir spila allir með 3.fl félagsins. Þjálfari er Freyr Sverrisson.

M.fl og 2.fl mæta ÍA á morgun

Á morgun sumardaginn fyrsta ferðast bæði M.fl og 2.fl karla til Akraness þar sem bæði lið spila æfingaleiki við heimamenn í ÍA. Leikur m.fl er á undan og hefst hann kl 16.00 en leikur 2.fl er spilaður strax á eftir.

Myndir: Meðlimir m.fl. mokuðu nývang í gær

Það var tekið á því á Nývangi í gær þegar meðlimir meistaraflokks KA tóku sig til og mokuðu snjóinn af Nývangi. Þetta flýtir fyrir því að völlurinn nái sér eftir veturinn og að strákarnir geti farið að æfa.

KA fær Leikni í heimsókn á laugardag kl 13.

KA spilar síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á morgum þegar Leiknismenn úr Breiðholti koma í heimsókn. Liðin eru jöfn á botni B-riðils með 1 stig hvort. Leiknir vann reyndar síðasta leik sinn gegn FH, 2-1. FH-ingar kærðu leikinn og var þeim dæmdur sigur. KA hefur átt í mesta basli í Lengjubikarnum en aðalhöfuðverkurinn hefur verið að skapa færi og skora mörk. Markatalan eftir fimm leiki er 4-14. Við skulum vona að úr rætist í leiknum á morgun enda ekki seinna vænna, aðeins mánuður í Íslandsmót. Strax að leik loknum eða kl 15 spilar Þór/KA við Fylki í Lengjubikar kvenna. Sjálfur Björn Kristinn Björnsson (Bubbi) er þjálfari Fylkis og leika tvíburadætur hans, Laufey og Björk undir hans stjórn. Gaman er að segja frá því að í leiknum mun Bubbi mæta einhverjum af sínum gömlu lærisveinum sem hann þjálfaði í 6. og 5. flokki KA á sínum tíma.

Héraðsdómaranámskeið í Hamri V/Skarðshlíð mánudaginn 12. apríl

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri mánudaginn 12. apríl kl. 20:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

KA tekur á móti Val á morgun

Á morgun, miðvikudag, mætast KA og Valur í Boganum en leikurinn er í Lengjubikarnum.

KA sækir Fjölni heim á morgun

KA-menn leika í Lengjubikarnum á morgun. Það eru Fjölnismenn sem verða andstæðingar en leikurinn fer fram í Egilshöll.

Kristján Páll Hannesson í KA

Hinn 22 ára gamli örvfætti varnarmaður, Kristján Páll Hannesson, hefur gengið til liðs við KA úr röðum Magna á Grenivík.

Lengjubikarinn: KA gerði jafntefli við FH

Okkar menn gerðu jafntefli við íslandsmeistara FH í Lengjubikarnum í dag. Lokatölur voru 3 - 3 en Andri Fannar skoraði öll mörkin okkar. Þess má geta að við spiluðum manni færri í 70 mínútur en Dean Martin var rekinn útaf í upphafi leiks. Eftir jafnteflið situr KA í næst neðsta sæti síns riðils með aðeins 1 stig, en þetta var fyrsta stigið sem við fáum á þessu móti. Myndir frá leiknum er hægt að sjá hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson.